Haraldur: Conor skuldar mér samloku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2017 22:45 Haraldur hafði gaman af því að rifja upp ekki svo gamlar minningar um Conor. Feðgarnir Haraldur og Gunnar Nelson verða límdir við sjónvarpstækið á laugardag er vinur þeirra, Conor McGregor, stígur inn í hringinn með Flopyd Mayweather. Það hefur mikið breyst í lífi Conors en fyrir fimm árum síðan var hann á bótum en eftir helgina verður hann orðinn milljarðamæringur. „Ég þurfti að skrifa bréf til atvinnuleysisstofnunar í Írlandi svo hann fengi að halda bótunum sínum á meðan hann æfði á Íslandi,“ segir Haraldur Dean sem leyfði Conor meðal annars að gista heima hjá sér enda átti hann ekki peninga fyrir neinni gistingu. „Hann var einhverja daga í kjallaranum hjá mér. Svo var hann upp á Bárugötu þar sem Gunni var og fleiri. Þar gisti hann í herbergi í risinu ásamt fleirum. Það var ekki sami glamúrinn þá og núna. Það er gaman að hafa tekið þátt í þessu upphafi.“ Þrátt fyrir allar þessar breytingar á lífi Conors þá segja feðgarnir að Conor hafi ekkert breyst. „Þetta er hann og auðvitað hefur hann lært að nota það taktískt til að búa til aura. Hann gerir það mjög vel. Fólk annað hvort elskar hann eða hatar. Hann er í raun að spila þann leik sem hann ætlaði sér alltaf að gera,“ segir Gunnar. „Það er ekki hægt að segja að hann sé að setja upp einhverja grímu.“ Svo fátækur var Conor er hann kom til Íslands á sínum tíma að hann þurfti að slá lán fyrir samloku. „Ég lánaði honum pottþétt einhvern tímann fyrir samloku og öðrum mat. Jón Viðar gerði það líka. Hann skuldar mér samloku,“ segir Haraldur léttur. Viðtalið við feðgana má sjá hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Feðgarnir Haraldur og Gunnar Nelson verða límdir við sjónvarpstækið á laugardag er vinur þeirra, Conor McGregor, stígur inn í hringinn með Flopyd Mayweather. Það hefur mikið breyst í lífi Conors en fyrir fimm árum síðan var hann á bótum en eftir helgina verður hann orðinn milljarðamæringur. „Ég þurfti að skrifa bréf til atvinnuleysisstofnunar í Írlandi svo hann fengi að halda bótunum sínum á meðan hann æfði á Íslandi,“ segir Haraldur Dean sem leyfði Conor meðal annars að gista heima hjá sér enda átti hann ekki peninga fyrir neinni gistingu. „Hann var einhverja daga í kjallaranum hjá mér. Svo var hann upp á Bárugötu þar sem Gunni var og fleiri. Þar gisti hann í herbergi í risinu ásamt fleirum. Það var ekki sami glamúrinn þá og núna. Það er gaman að hafa tekið þátt í þessu upphafi.“ Þrátt fyrir allar þessar breytingar á lífi Conors þá segja feðgarnir að Conor hafi ekkert breyst. „Þetta er hann og auðvitað hefur hann lært að nota það taktískt til að búa til aura. Hann gerir það mjög vel. Fólk annað hvort elskar hann eða hatar. Hann er í raun að spila þann leik sem hann ætlaði sér alltaf að gera,“ segir Gunnar. „Það er ekki hægt að segja að hann sé að setja upp einhverja grímu.“ Svo fátækur var Conor er hann kom til Íslands á sínum tíma að hann þurfti að slá lán fyrir samloku. „Ég lánaði honum pottþétt einhvern tímann fyrir samloku og öðrum mat. Jón Viðar gerði það líka. Hann skuldar mér samloku,“ segir Haraldur léttur. Viðtalið við feðgana má sjá hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira