Kaupverð á Geysi liggi fyrir á næstu mánuðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Landeigendur vildu rukka inn á Geysissvæðið í trássi við ríkið. vísir/anton brink Ekki liggur fyrir hve hátt verð ríkið kemur til með að greiða fyrir kaup á Geysi. Vonast er til þess að matsmenn skili niðurstöðu sinni í október. Þá verður eitt ár liðið frá því að kaupsamningurinn var undirritaður.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendaVÍSIR/VALLIDeilt hafði verið um landsvæði við Geysi í nokkur ár en félag landeigenda vildi rukka gesti fyrir aðgang að hverasvæðinu. Á endanum varð það úr að samkomulag um kaup ríkisins var undirritað en landeigendur sögðu það hafa verið gert til að komast hjá eignarnámi. Kaupverð var háð mati matsmanna. Hvor aðili um sig tilnefndi einn mann í matsnefndina. Fyrir hönd ríkisins situr þar Sigurður Harðarson hagfræðingur en Vífill Oddsson verkfræðingur situr fyrir landeigendur. Sátt náðist um að Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, yrði oddamaður í nefndinni. „Þetta hefur allt verið í eðlilegum farvegi. Ríkið skilaði inn greinargerð og ég skilaði inn annarri fyrir landeigendur,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigenda. Báðum aðilum gafst síðan kostur á að skila inn athugasemdum við greinargerð hins. Matsmenn gengu um svæðið ásamt aðilum samningsins fyrr á árinu en málið hefur síðan tafist vegna sumarleyfa. „Við vonumst til að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en í október,“ segir Hjörleifur. Hann vill ekki upplýsa um innihald greinargerðanna enda ríki trúnaður um þær. Sætti annað hvort ríkið eða landeigendur sig ekki við niðurstöðu matsnefndarinnar verður hægt að skjóta henni til yfirmatsnefndar. Ákvörðun þeirrar nefndar verður hins vegar endanleg. Ekki er unnt að skjóta málinu til dómstóla. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Ekki liggur fyrir hve hátt verð ríkið kemur til með að greiða fyrir kaup á Geysi. Vonast er til þess að matsmenn skili niðurstöðu sinni í október. Þá verður eitt ár liðið frá því að kaupsamningurinn var undirritaður.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendaVÍSIR/VALLIDeilt hafði verið um landsvæði við Geysi í nokkur ár en félag landeigenda vildi rukka gesti fyrir aðgang að hverasvæðinu. Á endanum varð það úr að samkomulag um kaup ríkisins var undirritað en landeigendur sögðu það hafa verið gert til að komast hjá eignarnámi. Kaupverð var háð mati matsmanna. Hvor aðili um sig tilnefndi einn mann í matsnefndina. Fyrir hönd ríkisins situr þar Sigurður Harðarson hagfræðingur en Vífill Oddsson verkfræðingur situr fyrir landeigendur. Sátt náðist um að Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, yrði oddamaður í nefndinni. „Þetta hefur allt verið í eðlilegum farvegi. Ríkið skilaði inn greinargerð og ég skilaði inn annarri fyrir landeigendur,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigenda. Báðum aðilum gafst síðan kostur á að skila inn athugasemdum við greinargerð hins. Matsmenn gengu um svæðið ásamt aðilum samningsins fyrr á árinu en málið hefur síðan tafist vegna sumarleyfa. „Við vonumst til að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en í október,“ segir Hjörleifur. Hann vill ekki upplýsa um innihald greinargerðanna enda ríki trúnaður um þær. Sætti annað hvort ríkið eða landeigendur sig ekki við niðurstöðu matsnefndarinnar verður hægt að skjóta henni til yfirmatsnefndar. Ákvörðun þeirrar nefndar verður hins vegar endanleg. Ekki er unnt að skjóta málinu til dómstóla.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00