Kviknaði aftur í Agli eftir að komið var til hafnar Gissur Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2017 09:02 Báturinn er nokkuð illa farinn eftir eldinn. Mynd/Helgi Ragnarsson Hætta skapaðist þegar eldur kviknaði í ljósavélarrými dragnótabátsins Egils ÍS klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þegar hann var staddur um fimm sjómílur út af mynni Dýrafjarðar. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og kallaði stjórnstöð gæslunnar þegar til nálægra skipa og báta um að halda á vettvang og veita aðstoð ef á þyrfti að halda. Þá voru sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar virkjaðar, sem sendu út björgunarbáta og skip. Nokkru síðar bárust þær upplýsingar frá bátnum, að fjögurra manna áhöfnin væri búin að loka vélarrýmið af og freistuðu þess að kæfa eldinn. Þá var búið að senda slökkviliðsmenn með fiskibáti frá Ísafirði og fóru þeir um borð. Auk þess var þyrla gæslunnar send vestur með þrjá slökkvililðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þegar ljóst var að slökkviliðsmenn væru komnir um borð var þyrlunni beint til Þingeyrar þar sem hún beið , ef á aðsotð þyrfti að halda. Skipverjum tókst að sigla Agli til hafnar á þingeyri fyrir eigin vélarafli, þangað sem komið var laust upp úr klukkan eitt í nótt. Hálftíma síðar var talið að endanlega væri búið að slökkva eldinn og héldu slökkviliðsmenn þá til síns heima og þyrlan fór aftur til Reykjavíkur. En á sjötta tímanum í morgun gaus hann aftur upp og voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sendir á vettvang, en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eldurinn núna logaði á sama stað og í nótt. Ekki er vitað hvað olli íkveikjunni í gærkvöldi, en Egill er 70 brúttótonna stálskip. Engan skipverja sakaði í baráttunni við eldinn í gærkvöldi og í nótt. Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Hætta skapaðist þegar eldur kviknaði í ljósavélarrými dragnótabátsins Egils ÍS klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þegar hann var staddur um fimm sjómílur út af mynni Dýrafjarðar. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og kallaði stjórnstöð gæslunnar þegar til nálægra skipa og báta um að halda á vettvang og veita aðstoð ef á þyrfti að halda. Þá voru sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar virkjaðar, sem sendu út björgunarbáta og skip. Nokkru síðar bárust þær upplýsingar frá bátnum, að fjögurra manna áhöfnin væri búin að loka vélarrýmið af og freistuðu þess að kæfa eldinn. Þá var búið að senda slökkviliðsmenn með fiskibáti frá Ísafirði og fóru þeir um borð. Auk þess var þyrla gæslunnar send vestur með þrjá slökkvililðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þegar ljóst var að slökkviliðsmenn væru komnir um borð var þyrlunni beint til Þingeyrar þar sem hún beið , ef á aðsotð þyrfti að halda. Skipverjum tókst að sigla Agli til hafnar á þingeyri fyrir eigin vélarafli, þangað sem komið var laust upp úr klukkan eitt í nótt. Hálftíma síðar var talið að endanlega væri búið að slökkva eldinn og héldu slökkviliðsmenn þá til síns heima og þyrlan fór aftur til Reykjavíkur. En á sjötta tímanum í morgun gaus hann aftur upp og voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sendir á vettvang, en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eldurinn núna logaði á sama stað og í nótt. Ekki er vitað hvað olli íkveikjunni í gærkvöldi, en Egill er 70 brúttótonna stálskip. Engan skipverja sakaði í baráttunni við eldinn í gærkvöldi og í nótt.
Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira