Framtíð íslenskrar bransamennsku Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. ágúst 2017 10:00 Teymið bakvið hiphop hátíðina er allt saman fætt eftir 2000. Vísir/Andri Marinó „Þetta er annað skiptið okkar í ár – þetta byrjaði í fyrra með því að ég fékk hugmynd og hafði samband við nokkra vini mína og sagði þeim frá hugmyndinni eftir að ég hafði sent inn umsókn til Reykjavíkurborgar til að fá að halda þetta. Við fengum smávegis styrk og þá byrjuðum við að þróa hugmyndina sem endaði í hiphop-partíi Menningarnætur. Í fyrra vorum við meira að strögla í gegnum þetta ferli því að við vissum eiginlega ekkert hvað við vorum að gera. En við enduðum á að halda mjög góða tónleika. Í ár fórum við að skoða að gera þetta aftur, sóttum um betri styrk – og fengum og það stefnir í algjöra neglu,“ segir Snorri Ástráðsson en hann og Jason Daði, Róbert Vilhjálmur, Egill Orri, Þorsteinn Hængur og Úlfur Stígsson halda Hiphop-hátíð á Ingólfstorgi á Menningarnótt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin verður haldin, en í fyrra mættu yfir 3.000 manns á hana. Þetta væri nú svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þessir piltar sem halda hátíðina eru allir fæddir árið 2000, nema Snorri sem fæddist ári síðar. Þeir hafa ekki fengið neina aðstoð við þetta – nema smávegis hjálp frá Agli Ástráðssyni, bróður Snorra, en hann er umboðsmaður stórrar sneiðar íslenska rappbransans.Frá hátíðinni í fyrra.„Við sögðum við okkur sjálfa að ef það mættu 500 manns værum við sáttir. Klukkan sjö vorum við komnir í létt „panic“ því að það voru kannski 300 mættir – en um átta bættust við þúsund og eftir það bættist hellingur við og þetta endaði í 3.000-3.500 manns.“ Í fyrra komu til að mynda fram GKR, Aron Can og Gísli Pálmi og hátíðin fór fram á horni Vatnsstígs og Hverfisgötu. „Við verðum á Ingólfstorgi í ár. Við munum tilkynna um hverjir spila í partíi í Húrra Reykjavík á miðvikudaginn þar sem verða plötusnúðar og við sýnum myndband sem við erum búnir að gera þar sem allir listamennirnir verða tilkynntir – en þetta verður bara stærra núna en í fyrra. Ég fékk til dæmis vin minn sem vinnur í þessum bransa til að hanna svið fyrir mig, hanna ljósakerfin og hvernig við setjum þetta upp. Svo erum við á fullu að semja við styrktaraðila og svona,“ segir Snorri. Liggur ekki beinast við að þið gerið skemmtanabransann að ævistarfi? „Ég býst við því, ég hef allavega enga löngun til að vinna frá níu til fimm. Ég held að þetta sé bara málið.“ Menningarnótt Tónlist Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er annað skiptið okkar í ár – þetta byrjaði í fyrra með því að ég fékk hugmynd og hafði samband við nokkra vini mína og sagði þeim frá hugmyndinni eftir að ég hafði sent inn umsókn til Reykjavíkurborgar til að fá að halda þetta. Við fengum smávegis styrk og þá byrjuðum við að þróa hugmyndina sem endaði í hiphop-partíi Menningarnætur. Í fyrra vorum við meira að strögla í gegnum þetta ferli því að við vissum eiginlega ekkert hvað við vorum að gera. En við enduðum á að halda mjög góða tónleika. Í ár fórum við að skoða að gera þetta aftur, sóttum um betri styrk – og fengum og það stefnir í algjöra neglu,“ segir Snorri Ástráðsson en hann og Jason Daði, Róbert Vilhjálmur, Egill Orri, Þorsteinn Hængur og Úlfur Stígsson halda Hiphop-hátíð á Ingólfstorgi á Menningarnótt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin verður haldin, en í fyrra mættu yfir 3.000 manns á hana. Þetta væri nú svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þessir piltar sem halda hátíðina eru allir fæddir árið 2000, nema Snorri sem fæddist ári síðar. Þeir hafa ekki fengið neina aðstoð við þetta – nema smávegis hjálp frá Agli Ástráðssyni, bróður Snorra, en hann er umboðsmaður stórrar sneiðar íslenska rappbransans.Frá hátíðinni í fyrra.„Við sögðum við okkur sjálfa að ef það mættu 500 manns værum við sáttir. Klukkan sjö vorum við komnir í létt „panic“ því að það voru kannski 300 mættir – en um átta bættust við þúsund og eftir það bættist hellingur við og þetta endaði í 3.000-3.500 manns.“ Í fyrra komu til að mynda fram GKR, Aron Can og Gísli Pálmi og hátíðin fór fram á horni Vatnsstígs og Hverfisgötu. „Við verðum á Ingólfstorgi í ár. Við munum tilkynna um hverjir spila í partíi í Húrra Reykjavík á miðvikudaginn þar sem verða plötusnúðar og við sýnum myndband sem við erum búnir að gera þar sem allir listamennirnir verða tilkynntir – en þetta verður bara stærra núna en í fyrra. Ég fékk til dæmis vin minn sem vinnur í þessum bransa til að hanna svið fyrir mig, hanna ljósakerfin og hvernig við setjum þetta upp. Svo erum við á fullu að semja við styrktaraðila og svona,“ segir Snorri. Liggur ekki beinast við að þið gerið skemmtanabransann að ævistarfi? „Ég býst við því, ég hef allavega enga löngun til að vinna frá níu til fimm. Ég held að þetta sé bara málið.“
Menningarnótt Tónlist Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira