Viðskipti innlent

Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna

Benedikt Bóas skrifar
Icelandair mun aðstoða ríkisstjórn Grænhöfðaeyja að gera eyjaklasann að vinsælum ferðamannastað.
Icelandair mun aðstoða ríkisstjórn Grænhöfðaeyja að gera eyjaklasann að vinsælum ferðamannastað. vísir/pjetur
Vegna góðrar verkefnastöðu hjá Icelandair næsta vetur hefur félagið dregið til baka uppsagnir u.þ.b. 50 flugmanna. Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair.

 „Þetta má fyrst og fremst rekja til aukinna erlendra leiguverkefna sem félagið hefur unnið að á undanförnum mánuðum í samvinnu við systurfélagið Loftleiðir Icelandic, m.a. á Grænhöfðaeyjum eins og komið hefur fram í fréttum,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair.

Vísar hann í fréttir sem sagðar voru í byrjun mánaðarins um samkomulag Loft­leiða, flugfélagsins TACV Cabo Ver­de Air­lines og rík­is­stjórnar Græn­höfðaeyja, sem statt er í Vest­ur-Afr­íku, gerðu við end­ur­skipu­lagn­ingu flug­fé­lags­ins TACV Cabo Ver­de. Var þá sagt að mark­miðið væri að styrkja alþjóðaflug­völl­inn á eyj­unum og vinna að því að gera eyja­klas­ann að álit­leg­um ferðamannastað allt árið um kring.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×