Lífið

Einvala lið tónlistarmanna kemur fram í Garðpartýi Bylgjunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakalegt prógram framundan.
Svakalegt prógram framundan.
Garðpartý Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á laugardaginn og verður veislan að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Vísi.

Bylgjan býður til garðveislu og stórtónleika í Hljómskálagarðinum og verður viðstöðulaus tónlistarveisla frá kl. 18 - 22 45 á tveimur samliggjandi sviðum með risakjá.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Raven

Aron Hannes

Elísabet Ormslev

Ása

Birgir

Dikta

Sycamore Tree

Baggalútur

Jónas Sig

Tónleikunum lýkur kl. 22:45 og þá geta gestir gengið í rólegheitum í átt að Kvosinni til að sjá flugeldasýningu Menningarnætur sem hefst kl. 23:00

Í upphafi garðveislunnar býður Ali öllum gestum í grill, Nettó býður upp á súpu og Floridana svalar þorsta gesta á meðan birgðir endast. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Bylgjunni, Stöð 3 og Vísir.is.

Hér að neðan má sjá sérstaka umfjöllun um Menningarnótt sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.