Fótbolti

Spænska deildin stoppar söluna á Neymar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. Vísir/Getty
Paris Saint Germain taldi sig vera búið að landa Brasilíumanninum Neymar en nú er komið babb í bátinn.

Parísarliðið ætlaði að nýta sér kaupaákvæði í samningi Neymar þar sem stendur að hægt sé að kaupa samning hans við Barcelona fyrir 222 milljónir evra eða 27,6 milljarða íslenskra króna.

Spænskir fjölmiðlar greina hinsvegar frá því að forráðamenn La Liga, spænsku deildarinnar, ætla ekki að gefa grænt á söluna á Neymar til PSG.

Spænska blaðið AS segir þannig frá því að lögfræðingar Neymar hafi komið á skrifstofu LA Liga til þess að koma kaupákvæðinu í framkvæmd en að tilraun þeirra hafi verið hafnað.

Ástæðan er að La Liga telur að franska félagið sé að brjóta reglur UEFA um háttvísi í rekstri.

Barcelona hefur áður gefið það út að félagið ætlaði að senda inn kvörtun vegna framkomu PSG í þessu máli.

Neymar lét vita af því í gær að hann vildi fara og var búist við því að hann myndi ganga frá fimm ára samningi við PSG fyrir helgi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×