Enski boltinn

Pep um Eið Smára: Finnst gott að starfa með góðu fólki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pep Guardiola talaði fallega um Eið Smára Guðjohnsen í viðtali við Guðmundu Benediktsson fyrir Super Match á Laugardalsvelli í gær, en þar áttust við Manchester City og West Ham.

„Það var heiður fyrir mig að þjálfa hann,“ sagði Guardiola sem er í dag stjóri City. Hann tók við Barcelona árið 2008 en það var hans fyrsta aðalþjálfarastarf. Eiður Smári var þá leikmaður Barcelona og lék sitt síðasta tímabil þar undir stjórn Guardiola.

„Við vorum saman í eitt ár og ég get sagt að hann hjálpaði mér mikið,“ bætti Guardiola við.

„Hann spilaði meira í upphafi tímabilsins en í lokin. Eiður er leikmaður með mikla reynslu en fyrst og fremst afar indæll náungi. Mér líkar mjög að starfa með slíku fólki.“

„Vonandi tekst mér að hitta hann í dag áður en við höldum heim á leið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×