Innlent

Skraplið A sigraði Mýrarboltann í ár

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Fimmtán lið tóku þátt í ár.
Fimmtán lið tóku þátt í ár. Benedikt Sigurðsson
Mýrarboltinn var haldinn í Bolungarvík í ár og tókst vel til að sögn Benedikts Sigurðssonar, drullusokki keppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið á Bolungarvík. Það var Skraplið A sem bar sigur úr býtum en liðið samanstendur af einstaklingum sem vildu taka þátt í mótinu en voru ekki hluti af neinu sérstöku liði. Þeim var því safnað saman í eitt lið sem kom, sá og sigraði.

„Það var samantíningur sem sigraði þetta,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Liðsmennirnir voru að norðan, sunnan og vestan. Hann segir að þeir stefni á að halda mótið aftur á næsta ári.

Benedikt segir þessa staðsetningu vera miklu betri en vanalega hefur keppnin verið haldin á Ísafirði. Hann nefnir þó að ýmsir vankantar hafi verið enda hafi þetta verið prufukeyrsla.

„Þetta var svona prufukeyrsla núna. Þetta er náttúrulega nýtt svæði og ýmsir vankantar. Til dæmis hefði vökvunin mátt vera betri og ýmislegt sem er bara eðlilegt í fyrsta skipti,“ segir Benedikt.





Margt var um manninn á mótinu í ár. Hér má sjá glaða kappa eftir leik á drulluleikvangi Mýrarboltans.Benedikt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×