Ólafía féll um tvö sæti á peningalistanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. ágúst 2017 11:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/GSÍmyndir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir datt niður um tvö sæti á peningalista LPGA-mótaraðarinnar eftir að Opna breska meistaramótinu í golfi lauk um helgina. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekkert verðlaunafé fyrir mótið. Hún stendur því enn í 65.140 dollurum og er nú tólf þúsun dollurum frá 100. sætinu. 100 efstu kylfingarnir á peningalistanum endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni fyrir næsta keppnistímabil. So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu er í efsta sæti listans með 1,7 milljónir dollara en In-Kyung Kim, sem vann Opna breska um helgina, er í fjórða sætinu með 1,08 milljónir. Þar af fékk hún rúma hálfa milljón fyrir sigurinn í Skotlandi um helgina. Ólafía fær nú frí næstu vikurnar en bestu kylfingar eru nú að undirbúa sig fyrir Solheim-bikarinn, keppni Bandaríkjanna og Evrópu. Mótið í ár fer fram í Iowa í Bandaríkjunum. Næsta mót á LPGA-mótaröðinni er opna kanadíska meistaramótið sem fer fram í Ontario helgina 24.-27. ágúst. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir datt niður um tvö sæti á peningalista LPGA-mótaraðarinnar eftir að Opna breska meistaramótinu í golfi lauk um helgina. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekkert verðlaunafé fyrir mótið. Hún stendur því enn í 65.140 dollurum og er nú tólf þúsun dollurum frá 100. sætinu. 100 efstu kylfingarnir á peningalistanum endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni fyrir næsta keppnistímabil. So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu er í efsta sæti listans með 1,7 milljónir dollara en In-Kyung Kim, sem vann Opna breska um helgina, er í fjórða sætinu með 1,08 milljónir. Þar af fékk hún rúma hálfa milljón fyrir sigurinn í Skotlandi um helgina. Ólafía fær nú frí næstu vikurnar en bestu kylfingar eru nú að undirbúa sig fyrir Solheim-bikarinn, keppni Bandaríkjanna og Evrópu. Mótið í ár fer fram í Iowa í Bandaríkjunum. Næsta mót á LPGA-mótaröðinni er opna kanadíska meistaramótið sem fer fram í Ontario helgina 24.-27. ágúst.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira