Enski boltinn

Fulltrúar Barcelona mættir til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. Vísir/Getty
Spænskir fjölmiðlar búast við því að Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho verði orðinn leikmaður Barcelona áður en þessi dagur er að kvöldi kominn.

Spænska blaðið Sport slær því upp að fulltrúar Barcelona séu komnir til Liverpool til að ganga frá kaupunum á Coutinho.

Samkvæmt heimildum Sport hafa eigendur Liverpool samþykkt að selja Coutinho en knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur verið harður á því að Brasilíumaðurinn sé ekki til sölu. Klopp ræður hinsvegar greinikega litlu þegar það kemur svona risatilboð í leikmann félagsins.

Liverpool mun fá 90 milljónir evra fyrir Philippe Coutinho en auk þess munu árangurstengdir bónusar bætast við ef marka má heimildi Sport-blaðsins. 

Barcelona sér fyrir sér að Philippe Coutinho fylli í skarð Neymar sem fór til Paris Saint Germain fyrir 222 milljónir evra í síðustu viku.

Philippe Coutinho var með 13 mörk og 7 stoðsendingar í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann gerði oft út um leiki á móti bestu liðum deildarinnar og er Liverpool-liðinu gríðarlega mikilvægur.

Liverpool keypti þennan 25 ára Brasilíumann frá ítalska félaginu Internazionale fyrir 8,5 milljónir punda i janúar 2013 og hann hefur því tífaldast í verði þessi rúmu fjögur ár hans á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×