Svona var tekið á móti Evrópumeisturunum í Hollandi | Magnað myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 09:30 Frábær stemning í Amsterdam. Vísir/AFP Hollendingar máluðu ekki bæinn rauðann í gær heldur appelsínugulan. Það var frábærlega tekið á móti nýkrýndum Evrópumeisturum í hollenska kvennalandsliðinu í fótbolta í miðborg Amsterdam. Hollendingar hafa ekki áður eignast Evrópumeistara í kvennafótboltanum og þetta er jafnframt fyrsta meistaralið Hollendinga síðan að Ruud Gullit og Marco Van Basten fóru á kostum með Hollandi á EM karla 1988. Hollensku stelpurnar unnu alla sex leiki sína á Evrópumótinu og skoruðu í þeim þrettán mörk. Þær unnu 4-2 sigur á Dönum í úrslitaleiknum en slógu England út úr undanúrslitunum og Svía út í átta liða úrslitum. Það hefur því mikið breyst á þeim fjórum árum sem eru liðin síðan að íslenska liðið skildi það hollenska eftir í riðlakeppninni á EM í Svíþjóð 2013. Hollenska knattspyrnusambandið tók saman myndbönd sem sýndu vel þessar frábæru móttökur sem stelpurnar fengu og það er óhætt að segja að Hollendingar séu stoltir af knattspyrnukonum sínum í dag. Þær sigldu fyrst um á síkjunum í Amsterdam og svo var sigurhátíð þar færri komust að en vildu. Appelsínuguli liturinn var að sjálfsögðu mjög áberandi. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá deginum.| Aftermovie huldiging @oranjevrouwen Geniet nog een keer na van het fantastische feest dat een dag geleden in Utrecht plaatsvond. #OnsEKpic.twitter.com/K1OftiQn7f — OnsOranje (@OnsOranje) August 8, 2017Wat was de huldiging van de @oranjevrouwen prachtig gisteren... #huldiging#OnsEK Later vandaag meer beelden! pic.twitter.com/JzWn7Fh8JG — OnsOranje (@OnsOranje) August 8, 2017 EM 2017 í Hollandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Hollendingar máluðu ekki bæinn rauðann í gær heldur appelsínugulan. Það var frábærlega tekið á móti nýkrýndum Evrópumeisturum í hollenska kvennalandsliðinu í fótbolta í miðborg Amsterdam. Hollendingar hafa ekki áður eignast Evrópumeistara í kvennafótboltanum og þetta er jafnframt fyrsta meistaralið Hollendinga síðan að Ruud Gullit og Marco Van Basten fóru á kostum með Hollandi á EM karla 1988. Hollensku stelpurnar unnu alla sex leiki sína á Evrópumótinu og skoruðu í þeim þrettán mörk. Þær unnu 4-2 sigur á Dönum í úrslitaleiknum en slógu England út úr undanúrslitunum og Svía út í átta liða úrslitum. Það hefur því mikið breyst á þeim fjórum árum sem eru liðin síðan að íslenska liðið skildi það hollenska eftir í riðlakeppninni á EM í Svíþjóð 2013. Hollenska knattspyrnusambandið tók saman myndbönd sem sýndu vel þessar frábæru móttökur sem stelpurnar fengu og það er óhætt að segja að Hollendingar séu stoltir af knattspyrnukonum sínum í dag. Þær sigldu fyrst um á síkjunum í Amsterdam og svo var sigurhátíð þar færri komust að en vildu. Appelsínuguli liturinn var að sjálfsögðu mjög áberandi. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá deginum.| Aftermovie huldiging @oranjevrouwen Geniet nog een keer na van het fantastische feest dat een dag geleden in Utrecht plaatsvond. #OnsEKpic.twitter.com/K1OftiQn7f — OnsOranje (@OnsOranje) August 8, 2017Wat was de huldiging van de @oranjevrouwen prachtig gisteren... #huldiging#OnsEK Later vandaag meer beelden! pic.twitter.com/JzWn7Fh8JG — OnsOranje (@OnsOranje) August 8, 2017
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira