Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 14:03 Vegfarendur í Seúl í Suður-Kóreu ganga fram hjá sjónvarpsskjá sem sýnir Donald Trump hóta nágrönnum þeirra í norðri. Vísir/AFP Bandaríkjamenn eiga að geta sofið rótt án áhyggna af kjarnorkustríði við Norður-Kóreumenn, að sögn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Donald Trump forseta senda leiðtogum Norður-Kóreu „sterk skilaboð“ með orðfæri sínu. Aukin spenna hefur færst í samskipti bandarískra og norður-kóreskra stjórnvalda og hafa hótanir gengið á víxl. Trump hótaði Norður-Kóreu þannig með „eldi og heift“ sem heimurinn hefði aldrei áður séð ef stjórnvöld þar létu ekki af hótunum sínum í garð Bandaríkjanna í gær. Norður-Kóreumenn eru sagðir íhuga af alvöru að skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam í Kyrrahafi. Bandaríska leyniþjónustan telur nú að Norður-Kóreumenn hafi getuna til að framleiða kjarnavopn í langdræga eldflaug sem gæti mögulega dregið til Bandaríkjanna.Tungumál sem Kim skilurTillerson segir hins vegar ekkert hafa breytt stöðunni þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli Trump og stjórnvalda í Pjongjang, að því er segir í frétt New York Times. „Ekkert sem ég hef séð eða veit um bendir til þess að aðstæður hafi breyst verulega síðasta sólahringinn,“ sagði Tillerson í Malasíu þar sem hann er nú staddur í heimsókn.Kim Jong-un hefur ítrekað átt í hótunum við bandarísk stjórnvöld.Vísir/AFPOrð Trump hafa sætt gagnrýni en margir hafa skilið þau sem hótun um að beita kjarnavopnum gegn Norður-Kóreu. „Það sem forsetinn er að gera er að senda sterk skilaboð til Norður-Kóreu á tungumáli sem Kim Jong-un [leiðtogi Norður-Kóreu] getur skilið því hann virðist ekki skilja tungumál milliríkjasamskipta,“ sagði Tillerson.Forsetinn staðhæfir að hann hafi gert kjarnorkuvopnabúrið öflugraTrump greip sem fyrr til Twitter í morgun til að tala um kjarnavopn Bandaríkjanna. Í tísti gortaði hann sig af því að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri nú öflugra en nokkru sinni fyrr eftir að hann lét það verða sitt fyrsta verk að fyrirskipa endurnýjun og nútímavæðingu þess. New York Times bendir á að nútímavæðing kjarnorkuvopna Bandaríkjanna hafi hafist í forsetatíð Baracks Obama. Engar verulegar breytingar hafi orðið á vopnabúrinu frá því að Trump tók við af honum, þrátt fyrir loforð hans um að endurnýja sprengjuflugvélar, kafbáta og eldflaugar. „Vonandi þurfum við aldrei að nota þetta vald en það mun aldrei koma sá tíma að við séum ekki valdamesta ríki í heimi,“ tísti Trump ennfremur....Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta því að skjóta eldflaugum að Guam Bandaríkin reka nokkrar herstöðvar á Guam. 8. ágúst 2017 22:54 Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bandaríkjamenn eiga að geta sofið rótt án áhyggna af kjarnorkustríði við Norður-Kóreumenn, að sögn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Donald Trump forseta senda leiðtogum Norður-Kóreu „sterk skilaboð“ með orðfæri sínu. Aukin spenna hefur færst í samskipti bandarískra og norður-kóreskra stjórnvalda og hafa hótanir gengið á víxl. Trump hótaði Norður-Kóreu þannig með „eldi og heift“ sem heimurinn hefði aldrei áður séð ef stjórnvöld þar létu ekki af hótunum sínum í garð Bandaríkjanna í gær. Norður-Kóreumenn eru sagðir íhuga af alvöru að skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam í Kyrrahafi. Bandaríska leyniþjónustan telur nú að Norður-Kóreumenn hafi getuna til að framleiða kjarnavopn í langdræga eldflaug sem gæti mögulega dregið til Bandaríkjanna.Tungumál sem Kim skilurTillerson segir hins vegar ekkert hafa breytt stöðunni þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli Trump og stjórnvalda í Pjongjang, að því er segir í frétt New York Times. „Ekkert sem ég hef séð eða veit um bendir til þess að aðstæður hafi breyst verulega síðasta sólahringinn,“ sagði Tillerson í Malasíu þar sem hann er nú staddur í heimsókn.Kim Jong-un hefur ítrekað átt í hótunum við bandarísk stjórnvöld.Vísir/AFPOrð Trump hafa sætt gagnrýni en margir hafa skilið þau sem hótun um að beita kjarnavopnum gegn Norður-Kóreu. „Það sem forsetinn er að gera er að senda sterk skilaboð til Norður-Kóreu á tungumáli sem Kim Jong-un [leiðtogi Norður-Kóreu] getur skilið því hann virðist ekki skilja tungumál milliríkjasamskipta,“ sagði Tillerson.Forsetinn staðhæfir að hann hafi gert kjarnorkuvopnabúrið öflugraTrump greip sem fyrr til Twitter í morgun til að tala um kjarnavopn Bandaríkjanna. Í tísti gortaði hann sig af því að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri nú öflugra en nokkru sinni fyrr eftir að hann lét það verða sitt fyrsta verk að fyrirskipa endurnýjun og nútímavæðingu þess. New York Times bendir á að nútímavæðing kjarnorkuvopna Bandaríkjanna hafi hafist í forsetatíð Baracks Obama. Engar verulegar breytingar hafi orðið á vopnabúrinu frá því að Trump tók við af honum, þrátt fyrir loforð hans um að endurnýja sprengjuflugvélar, kafbáta og eldflaugar. „Vonandi þurfum við aldrei að nota þetta vald en það mun aldrei koma sá tíma að við séum ekki valdamesta ríki í heimi,“ tísti Trump ennfremur....Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta því að skjóta eldflaugum að Guam Bandaríkin reka nokkrar herstöðvar á Guam. 8. ágúst 2017 22:54 Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15
Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55