Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 14:03 Vegfarendur í Seúl í Suður-Kóreu ganga fram hjá sjónvarpsskjá sem sýnir Donald Trump hóta nágrönnum þeirra í norðri. Vísir/AFP Bandaríkjamenn eiga að geta sofið rótt án áhyggna af kjarnorkustríði við Norður-Kóreumenn, að sögn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Donald Trump forseta senda leiðtogum Norður-Kóreu „sterk skilaboð“ með orðfæri sínu. Aukin spenna hefur færst í samskipti bandarískra og norður-kóreskra stjórnvalda og hafa hótanir gengið á víxl. Trump hótaði Norður-Kóreu þannig með „eldi og heift“ sem heimurinn hefði aldrei áður séð ef stjórnvöld þar létu ekki af hótunum sínum í garð Bandaríkjanna í gær. Norður-Kóreumenn eru sagðir íhuga af alvöru að skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam í Kyrrahafi. Bandaríska leyniþjónustan telur nú að Norður-Kóreumenn hafi getuna til að framleiða kjarnavopn í langdræga eldflaug sem gæti mögulega dregið til Bandaríkjanna.Tungumál sem Kim skilurTillerson segir hins vegar ekkert hafa breytt stöðunni þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli Trump og stjórnvalda í Pjongjang, að því er segir í frétt New York Times. „Ekkert sem ég hef séð eða veit um bendir til þess að aðstæður hafi breyst verulega síðasta sólahringinn,“ sagði Tillerson í Malasíu þar sem hann er nú staddur í heimsókn.Kim Jong-un hefur ítrekað átt í hótunum við bandarísk stjórnvöld.Vísir/AFPOrð Trump hafa sætt gagnrýni en margir hafa skilið þau sem hótun um að beita kjarnavopnum gegn Norður-Kóreu. „Það sem forsetinn er að gera er að senda sterk skilaboð til Norður-Kóreu á tungumáli sem Kim Jong-un [leiðtogi Norður-Kóreu] getur skilið því hann virðist ekki skilja tungumál milliríkjasamskipta,“ sagði Tillerson.Forsetinn staðhæfir að hann hafi gert kjarnorkuvopnabúrið öflugraTrump greip sem fyrr til Twitter í morgun til að tala um kjarnavopn Bandaríkjanna. Í tísti gortaði hann sig af því að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri nú öflugra en nokkru sinni fyrr eftir að hann lét það verða sitt fyrsta verk að fyrirskipa endurnýjun og nútímavæðingu þess. New York Times bendir á að nútímavæðing kjarnorkuvopna Bandaríkjanna hafi hafist í forsetatíð Baracks Obama. Engar verulegar breytingar hafi orðið á vopnabúrinu frá því að Trump tók við af honum, þrátt fyrir loforð hans um að endurnýja sprengjuflugvélar, kafbáta og eldflaugar. „Vonandi þurfum við aldrei að nota þetta vald en það mun aldrei koma sá tíma að við séum ekki valdamesta ríki í heimi,“ tísti Trump ennfremur....Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta því að skjóta eldflaugum að Guam Bandaríkin reka nokkrar herstöðvar á Guam. 8. ágúst 2017 22:54 Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Bandaríkjamenn eiga að geta sofið rótt án áhyggna af kjarnorkustríði við Norður-Kóreumenn, að sögn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Donald Trump forseta senda leiðtogum Norður-Kóreu „sterk skilaboð“ með orðfæri sínu. Aukin spenna hefur færst í samskipti bandarískra og norður-kóreskra stjórnvalda og hafa hótanir gengið á víxl. Trump hótaði Norður-Kóreu þannig með „eldi og heift“ sem heimurinn hefði aldrei áður séð ef stjórnvöld þar létu ekki af hótunum sínum í garð Bandaríkjanna í gær. Norður-Kóreumenn eru sagðir íhuga af alvöru að skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam í Kyrrahafi. Bandaríska leyniþjónustan telur nú að Norður-Kóreumenn hafi getuna til að framleiða kjarnavopn í langdræga eldflaug sem gæti mögulega dregið til Bandaríkjanna.Tungumál sem Kim skilurTillerson segir hins vegar ekkert hafa breytt stöðunni þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli Trump og stjórnvalda í Pjongjang, að því er segir í frétt New York Times. „Ekkert sem ég hef séð eða veit um bendir til þess að aðstæður hafi breyst verulega síðasta sólahringinn,“ sagði Tillerson í Malasíu þar sem hann er nú staddur í heimsókn.Kim Jong-un hefur ítrekað átt í hótunum við bandarísk stjórnvöld.Vísir/AFPOrð Trump hafa sætt gagnrýni en margir hafa skilið þau sem hótun um að beita kjarnavopnum gegn Norður-Kóreu. „Það sem forsetinn er að gera er að senda sterk skilaboð til Norður-Kóreu á tungumáli sem Kim Jong-un [leiðtogi Norður-Kóreu] getur skilið því hann virðist ekki skilja tungumál milliríkjasamskipta,“ sagði Tillerson.Forsetinn staðhæfir að hann hafi gert kjarnorkuvopnabúrið öflugraTrump greip sem fyrr til Twitter í morgun til að tala um kjarnavopn Bandaríkjanna. Í tísti gortaði hann sig af því að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri nú öflugra en nokkru sinni fyrr eftir að hann lét það verða sitt fyrsta verk að fyrirskipa endurnýjun og nútímavæðingu þess. New York Times bendir á að nútímavæðing kjarnorkuvopna Bandaríkjanna hafi hafist í forsetatíð Baracks Obama. Engar verulegar breytingar hafi orðið á vopnabúrinu frá því að Trump tók við af honum, þrátt fyrir loforð hans um að endurnýja sprengjuflugvélar, kafbáta og eldflaugar. „Vonandi þurfum við aldrei að nota þetta vald en það mun aldrei koma sá tíma að við séum ekki valdamesta ríki í heimi,“ tísti Trump ennfremur....Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta því að skjóta eldflaugum að Guam Bandaríkin reka nokkrar herstöðvar á Guam. 8. ágúst 2017 22:54 Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15
Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55