Viðskipti innlent

Byggja á Eden- og Tívolíreitunum í Hveragerði

Atli Ísleifsson skrifar
Framkvæmdasvæðið liggur á milli Austurmarkar og Mánamarkar í austurhluta Hveragerðis.
Framkvæmdasvæðið liggur á milli Austurmarkar og Mánamarkar í austurhluta Hveragerðis. Stólpar
Ný íbúðabyggð mun rísa í miðbæ Hveragerðis á næstu árum en nýtt deiliskipulag var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar á dögunum.

Í tilkynningu segir að framkvæmdasvæðið liggi á milli Austurmarkar og Mánamarkar í austurhluta Hveragerðis á lóðum þar sem Eden og Tívolíið voru áður. Fasteignaþróunarfélagið Suðursalir ehf. stendur að framkvæmdunum í samstarfi við Arion banka.

„Áætlaður framkvæmdatími fyrir verkefnið í heild eru 3-5 ár og verður byrjað á Edenreitnum. Þar verða reist tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús með tveggja til fjögurra herbergja íbúðum frá 60-100m2 að stærð. Heildarfjöldi íbúða á þessum reit verður um 60-70. Áætlað er að framkvæmdir hefjist nú í haust og að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á síðari hluta árs 2018.

Í öðrum fasa verkefnisins verður ráðist í byggingu einnar til þriggja hæða húsa á Tívolí- lóðinni svokölluðu en þar verður blönduð þjónustu- og verslunarstarfsemi ásamt íbúðum á efri hæðum,“ segir í tilkynningunni frá Stólpum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×