Umfjöllun og viðtöl: KR - Maccabi Tel Aviv 0-2 | KR-ingar úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2017 21:45 Guðmundur Andri Tryggvason átti fína spretti í liði KR. Vísir/Andri Marinó KR er úr leik í Evrópudeildinni eftir 0-2 tap fyrir Maccabi Tel Aviv í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í kvöld. Maccabi vann fyrri leikinn í Ísrael 3-1 og einvígið því 5-1 samanlagt. KR-ingar spiluðu skínandi vel í fyrri hálfleik og áttu í fullu tré við gestina frá Tel Aviv sem voru þó líklegri til að skora. Maccabi byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og á 56. mínútu komust þeir yfir með marki Omers Atzily. Hann slapp þá í gegnum vörn KR eftir sendingu frá Viðari Erni Kjartanssyni og skoraði framhjá Beiti Ólafssyni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði varamaðurinn Dor Peretz forskotið eftir sendingu frá Atzily. Ísraelsmennirnir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk en Beitir reyndist þeim erfiður ljár í þúfu í dauðafærunum. Lokatölur 0-2 og Maccabi er því komið áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.Af hverju vann Maccabi? KR-ingar voru öflugir í fyrri hálfleiknum en vantaði að skapa afgerandi færi. Á meðan voru Maccabi-menn í hlutlausum gír en áttu samt skot í slá auk þess sem Beitir varði vel frá Atzily. Í seinni hálfleik opnuðu heimamenn sig meira sem gestirnir nýttu sér. Skyndisóknir þeirra voru stórhættulegar og markið lá í loftinu. Það kom á 56. mínútu og 10 mínútum síðar kom mark númer tvö sem gerði algjörlega út um vonir KR-inga.Þessir stóðu upp úr: Willum Þór Þórsson kom á óvart með liðsuppstillingu sinni. Beitir var aftur kominn í markið, Atli Sigurjónsson út á hægri kantinn og Guðmundur Andri Tryggvason á þann vinstri. Garðar Jóhannsson leiddi svo framlínu KR. Mennirnir sem komu inn stóðu fyrir sínu og gott betur. Beitir átti lélegt útspark í aðdraganda fyrra marksins en varði eins og skepna þess utan. Atli var mjög góður í fyrri hálfleik og Guðmundur Andri var líflegur. Garðar hélt svo varnarmönnum Maccabi við efnið, sérstaklega framan af leik. Atzily var bestur í liði Maccabi og skilaði marki og stoðsendingu. Viðar var alltaf líklegur og lagði fyrra markið upp.Hvað gekk illa? KR-ingar áttu í erfiðleikum með verjast skyndisóknum Maccabi og þeir gerðu dýrkeypt mistök í báðum mörkunum. Heimamenn sköpuðu sér ekki mikið og þá fóru þeir illa með þrjár aukaspyrnur sem þeir fengu á hættulegum stöðum.Hvað gerist næst? KR sækir Víking R. heim á sunnudaginn og á fimmtudaginn eiga lærisveinar Willums leik gegn Fjölni í Frostaskjólinu.Jordi Cruyff og lærisveinar hans eru komnir áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.vísir/andri marinóJordi Cryuff: Eftir fyrsta markið stjórnuðum við leiknum Jordi Cruyff, þjálfari Maccabi Tel Aviv, var sáttur með sigurinn á KR í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Við áttum í smá vandræðum með löngu boltana hjá þeim. En eftir að við skoruðum fyrsta markið fannst mér við stjórna leiknum. Við sköpuðum færi, héldum hreinu og þetta var góður sigur,“ sagði Cruyff í samtali við Vísi eftir leik. Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn fyrir Maccabi og lagði fyrra mark liðsins upp. Cruyff sagði að Viðar hefði spilað af krafti í kvöld. „Hann lagði sérstaklega hart að sér. Hann vill alltaf skora og er markaskorari. Ég held að ég hafi aldrei séð leikmann spila af jafn miklum krafti í sínu heimalandi og hann gerði í kvöld,“ sagði Cruyff. Hollendingurinn segist ekki hafa verið í rónni fyrir leikinn enda KR með útivallarmark eftir fyrri leikinn í Ísrael. „Við vorum varfærnari vegna marksins sem þeir skoruðu í Ísrael. Við vissum að þeir eru sterkir í beinskeyttum fótbolta og líkamlega sterkir,“ sagði Cruyff að lokum.Willum var ánægður með frammistöðu KR-inga í kvöld.vísir/andri marinóWillum Þór: Frammistaðan var frábær Þrátt fyrir 0-2 tap fyrir Maccabi Tel Aviv var Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, ánægður með frammistöðu sinna manna. „Mér fannst frammistaðan frábær. Þetta er gríðarlega öflugt lið og hálaunaðir atvinnumenn. Þú mátt aldrei gleyma þér gegn svona liði og við opnuðum okkur meira en við gerðum í leiknum úti og þeir fengu betri færi en í þeim leik,“ sagði Willum eftir leik. Willum gerði nokkrar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn í kvöld. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu leikmannanna sem komu inn i liðið. „Þeir eru búnir að setja mig í mikinn vanda. Við vildum fá meiri hraða á vænginn með Guðmundi Andra [Tryggvasyni], hann er allur að koma til og stóð sig frábærlega. Garðar [Jóhannsson] var klókur frammi og hélt boltanum fyrir okkur. Atli [Sigurjónsson] kom líka vel inn,“ sagði Willum sem grætur þriðja markið sem KR-ingar fengu á sig í fyrri leiknum. „Vonbrigðin voru þetta þriðja mark. Eitt núll hér og þá hefði trúin kannski verið ærlegri inn í verkefnið. Það var reyndar svekkjandi að koma ekki heim með 0-1 sigur því ekkert af þessum mörkum voru þess eðlis að þeir væru eitthvað að opna okkur,“ sagði Willum að lokum.Viðar reynir skot að marki KR.vísir/andri marinóViðar Örn: Svekktur að ná ekki að skora Viðar Örn Kjartansson spilaði sinn fyrsta leik með félagsliði á íslenskri grundu í fjögur ár þegar Maccabi Tel Aviv vann 0-2 sigur á KR í kvöld. „Þetta var skrítið í fyrstu en mjög gaman að spila á Íslandi,“ sagði Viðar sem lagði fyrra mark Maccabi auk. Hann var þó svekktur að ná ekki að skora. „Já, ég reyndi svolítið mikið að skora. En við skoruðum tvö og hefðum átt að skora fleiri. Þeir spiluðu fína vörn eins og úti og það var erfitt að skapa opin færi,“ sagði Viðar sem var markahæsti leikmaður Maccabi á síðasta tímabili. Viðar fannst Maccabi hafa verið sannfærandi í einvíginu við KR. „Það fannst mér en KR-ingar eiga hrós skilið fyrir að standa sig vel. Mér fannst við vera með þetta en það mátti ekki slaka á og þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum. En í heildina var þetta öruggt,“ sagði Selfyssingurinn að lokum. Evrópudeild UEFA
KR er úr leik í Evrópudeildinni eftir 0-2 tap fyrir Maccabi Tel Aviv í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í kvöld. Maccabi vann fyrri leikinn í Ísrael 3-1 og einvígið því 5-1 samanlagt. KR-ingar spiluðu skínandi vel í fyrri hálfleik og áttu í fullu tré við gestina frá Tel Aviv sem voru þó líklegri til að skora. Maccabi byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og á 56. mínútu komust þeir yfir með marki Omers Atzily. Hann slapp þá í gegnum vörn KR eftir sendingu frá Viðari Erni Kjartanssyni og skoraði framhjá Beiti Ólafssyni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði varamaðurinn Dor Peretz forskotið eftir sendingu frá Atzily. Ísraelsmennirnir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk en Beitir reyndist þeim erfiður ljár í þúfu í dauðafærunum. Lokatölur 0-2 og Maccabi er því komið áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.Af hverju vann Maccabi? KR-ingar voru öflugir í fyrri hálfleiknum en vantaði að skapa afgerandi færi. Á meðan voru Maccabi-menn í hlutlausum gír en áttu samt skot í slá auk þess sem Beitir varði vel frá Atzily. Í seinni hálfleik opnuðu heimamenn sig meira sem gestirnir nýttu sér. Skyndisóknir þeirra voru stórhættulegar og markið lá í loftinu. Það kom á 56. mínútu og 10 mínútum síðar kom mark númer tvö sem gerði algjörlega út um vonir KR-inga.Þessir stóðu upp úr: Willum Þór Þórsson kom á óvart með liðsuppstillingu sinni. Beitir var aftur kominn í markið, Atli Sigurjónsson út á hægri kantinn og Guðmundur Andri Tryggvason á þann vinstri. Garðar Jóhannsson leiddi svo framlínu KR. Mennirnir sem komu inn stóðu fyrir sínu og gott betur. Beitir átti lélegt útspark í aðdraganda fyrra marksins en varði eins og skepna þess utan. Atli var mjög góður í fyrri hálfleik og Guðmundur Andri var líflegur. Garðar hélt svo varnarmönnum Maccabi við efnið, sérstaklega framan af leik. Atzily var bestur í liði Maccabi og skilaði marki og stoðsendingu. Viðar var alltaf líklegur og lagði fyrra markið upp.Hvað gekk illa? KR-ingar áttu í erfiðleikum með verjast skyndisóknum Maccabi og þeir gerðu dýrkeypt mistök í báðum mörkunum. Heimamenn sköpuðu sér ekki mikið og þá fóru þeir illa með þrjár aukaspyrnur sem þeir fengu á hættulegum stöðum.Hvað gerist næst? KR sækir Víking R. heim á sunnudaginn og á fimmtudaginn eiga lærisveinar Willums leik gegn Fjölni í Frostaskjólinu.Jordi Cruyff og lærisveinar hans eru komnir áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.vísir/andri marinóJordi Cryuff: Eftir fyrsta markið stjórnuðum við leiknum Jordi Cruyff, þjálfari Maccabi Tel Aviv, var sáttur með sigurinn á KR í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Við áttum í smá vandræðum með löngu boltana hjá þeim. En eftir að við skoruðum fyrsta markið fannst mér við stjórna leiknum. Við sköpuðum færi, héldum hreinu og þetta var góður sigur,“ sagði Cruyff í samtali við Vísi eftir leik. Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn fyrir Maccabi og lagði fyrra mark liðsins upp. Cruyff sagði að Viðar hefði spilað af krafti í kvöld. „Hann lagði sérstaklega hart að sér. Hann vill alltaf skora og er markaskorari. Ég held að ég hafi aldrei séð leikmann spila af jafn miklum krafti í sínu heimalandi og hann gerði í kvöld,“ sagði Cruyff. Hollendingurinn segist ekki hafa verið í rónni fyrir leikinn enda KR með útivallarmark eftir fyrri leikinn í Ísrael. „Við vorum varfærnari vegna marksins sem þeir skoruðu í Ísrael. Við vissum að þeir eru sterkir í beinskeyttum fótbolta og líkamlega sterkir,“ sagði Cruyff að lokum.Willum var ánægður með frammistöðu KR-inga í kvöld.vísir/andri marinóWillum Þór: Frammistaðan var frábær Þrátt fyrir 0-2 tap fyrir Maccabi Tel Aviv var Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, ánægður með frammistöðu sinna manna. „Mér fannst frammistaðan frábær. Þetta er gríðarlega öflugt lið og hálaunaðir atvinnumenn. Þú mátt aldrei gleyma þér gegn svona liði og við opnuðum okkur meira en við gerðum í leiknum úti og þeir fengu betri færi en í þeim leik,“ sagði Willum eftir leik. Willum gerði nokkrar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn í kvöld. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu leikmannanna sem komu inn i liðið. „Þeir eru búnir að setja mig í mikinn vanda. Við vildum fá meiri hraða á vænginn með Guðmundi Andra [Tryggvasyni], hann er allur að koma til og stóð sig frábærlega. Garðar [Jóhannsson] var klókur frammi og hélt boltanum fyrir okkur. Atli [Sigurjónsson] kom líka vel inn,“ sagði Willum sem grætur þriðja markið sem KR-ingar fengu á sig í fyrri leiknum. „Vonbrigðin voru þetta þriðja mark. Eitt núll hér og þá hefði trúin kannski verið ærlegri inn í verkefnið. Það var reyndar svekkjandi að koma ekki heim með 0-1 sigur því ekkert af þessum mörkum voru þess eðlis að þeir væru eitthvað að opna okkur,“ sagði Willum að lokum.Viðar reynir skot að marki KR.vísir/andri marinóViðar Örn: Svekktur að ná ekki að skora Viðar Örn Kjartansson spilaði sinn fyrsta leik með félagsliði á íslenskri grundu í fjögur ár þegar Maccabi Tel Aviv vann 0-2 sigur á KR í kvöld. „Þetta var skrítið í fyrstu en mjög gaman að spila á Íslandi,“ sagði Viðar sem lagði fyrra mark Maccabi auk. Hann var þó svekktur að ná ekki að skora. „Já, ég reyndi svolítið mikið að skora. En við skoruðum tvö og hefðum átt að skora fleiri. Þeir spiluðu fína vörn eins og úti og það var erfitt að skapa opin færi,“ sagði Viðar sem var markahæsti leikmaður Maccabi á síðasta tímabili. Viðar fannst Maccabi hafa verið sannfærandi í einvíginu við KR. „Það fannst mér en KR-ingar eiga hrós skilið fyrir að standa sig vel. Mér fannst við vera með þetta en það mátti ekki slaka á og þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum. En í heildina var þetta öruggt,“ sagði Selfyssingurinn að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti