Hætti hjá sama félaginu í annað skipti á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 22:30 Antonio Cassano. Vísir/Getty Ítalski knattspyrnumaðurinn Antonio Cassano er einu sinni sem oftar kominn í fréttirnar fyrir furðulega hegðun sína. Eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum þá hefur leit hans að nýju liði verið frekar farsakennd síðustu daga. Cassano hefur nefnilega á örfáum dögum, samið við Hellas Verona og í framhaldinu hætt tvisvar hjá félaginu. Það er löngu vitað að þessi fyrrum leikmaður Roma, Real Madrid, AC Milan og Internazionale er öflugur fótboltamaður. Það eru hæfileikar til staðar en andlegi þátturinn hefur alltaf verið til vandræða. Hellas Verona samdi við Antonio Cassano 10. júlí síðastliðinn en félagið er nýliði í ítölsku deildinni á næstu leiktíð. Það liðu ekki nema átta dagar þar til að Cassano tilkynnti að hann hefði ákveðið að setja skóna upp á hilluna en aðeins fjórum tímum síðar tók hann takkaskóna aftur af hillunni. Það leit því út fyrir að hann ætlaði að standa við samninginn sinn og spila með liðinu á komandi tímabili en núna hefur komið upp annað vandamál. Eiginkonan hans og fjölskylda ætla ekki að flytja með honum til Verona heldur búa áfram í Genóaborg þar sem hann lék síðast með Sampdoria. Það eru 290 kílómetrar á milli Verona og Genóa og Cassano er ekki tilbúinn að vera svo langt frá fjölskyldunni sinni. Hann hefur því tilkynnt Hellas Verona að hann sé hættur, aftur. Samkvæmt frétt Football Italia þá hafa þeir eftir eiginkonunni að Antonio Cassano sé að leita sér að nýja félagi nær Genóa. Cassano ætlar seint að fullorðnast og er alltaf líklegur til að koma sér og sínum í einhver vandræði. Það gæti orðið erfitt fyrir hann að sleppa undan undirrituðum samningi við Hellas Verona en hver veit, kannski eru forráðamenn Hellas Verona búnir að fá alveg nóg af kappanum þótt að enn sé talsvert í að tímabilið hefjist. Ítalski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn Antonio Cassano er einu sinni sem oftar kominn í fréttirnar fyrir furðulega hegðun sína. Eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum þá hefur leit hans að nýju liði verið frekar farsakennd síðustu daga. Cassano hefur nefnilega á örfáum dögum, samið við Hellas Verona og í framhaldinu hætt tvisvar hjá félaginu. Það er löngu vitað að þessi fyrrum leikmaður Roma, Real Madrid, AC Milan og Internazionale er öflugur fótboltamaður. Það eru hæfileikar til staðar en andlegi þátturinn hefur alltaf verið til vandræða. Hellas Verona samdi við Antonio Cassano 10. júlí síðastliðinn en félagið er nýliði í ítölsku deildinni á næstu leiktíð. Það liðu ekki nema átta dagar þar til að Cassano tilkynnti að hann hefði ákveðið að setja skóna upp á hilluna en aðeins fjórum tímum síðar tók hann takkaskóna aftur af hillunni. Það leit því út fyrir að hann ætlaði að standa við samninginn sinn og spila með liðinu á komandi tímabili en núna hefur komið upp annað vandamál. Eiginkonan hans og fjölskylda ætla ekki að flytja með honum til Verona heldur búa áfram í Genóaborg þar sem hann lék síðast með Sampdoria. Það eru 290 kílómetrar á milli Verona og Genóa og Cassano er ekki tilbúinn að vera svo langt frá fjölskyldunni sinni. Hann hefur því tilkynnt Hellas Verona að hann sé hættur, aftur. Samkvæmt frétt Football Italia þá hafa þeir eftir eiginkonunni að Antonio Cassano sé að leita sér að nýja félagi nær Genóa. Cassano ætlar seint að fullorðnast og er alltaf líklegur til að koma sér og sínum í einhver vandræði. Það gæti orðið erfitt fyrir hann að sleppa undan undirrituðum samningi við Hellas Verona en hver veit, kannski eru forráðamenn Hellas Verona búnir að fá alveg nóg af kappanum þótt að enn sé talsvert í að tímabilið hefjist.
Ítalski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira