Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 08:30 Wendie Renard fær afar ódýrt gult spjald frá Vitulano dómara í leik Frakka og Íslands. Skömmu síðar slapp Sigríður Lára Garðarsdóttir með skrekkinn en tækling hennar verðskuldaði gult spjald hið minnsta. Vísir/Getty Carina Vitulano, ítalski dómarinn sem dæmdi viðureign Íslands og Frakklands í fyrsta leik þjóðanna á EM, verður í hlutverki fjórða dómara í leik Íslands og Austurríkis á morgun. Freyr var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort hann yrði með óbragð í munni þegar hann myndi hitta hana á morgun. Dómgæsla hennar í fyrrnefndum leik Íslands og Frakklands og svo sömuleiðis í viðureign Englands og Spánverja hefur vakið athygli vegna undarlegra ákvarðana. Reyndar þótti athyglisvert að Vitulano fékk annan leik eftir dómgæsluna í leik Frakklands og Íslands. „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu,“ sagði Freyr. Dómarinn á morgun er frá Þýskalandi og heitir Riem Hussein og á hliðarlínunni er landa hennar Christina Biehl og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi. Sú ítalska er svo fjórði dómari. „Hún er hérna á vegum UEFA og ég held að hún sé að gera sitt allra besta. Ég hef ekkert vont bragð í munni gagnvart henni. Hún mun ekki trufla mig neitt.“ Hin þýska Hussein hefur dæmt einn leik á mótinu, viðureign Hollands og Danmerkur í A-riðli sem lauk með 1-0 sigri þeirra appelsínugulu. Hún gaf þrjú gul spjöld í leiknum. Hussein, sem er 37 ára, hefur ekki áður dæmt á stórmóti en þó dæmt leiki í undankeppni stórmóta, Meistaradeild Evrópu og í þýsku bundesligunni.Fundinn með blaðamönnum í gær má sjá hér að neðan. Freyr svarar spurningunni varðandi dómgæsluna eftir rúmar þrettán mínútur. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Carina Vitulano, ítalski dómarinn sem dæmdi viðureign Íslands og Frakklands í fyrsta leik þjóðanna á EM, verður í hlutverki fjórða dómara í leik Íslands og Austurríkis á morgun. Freyr var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort hann yrði með óbragð í munni þegar hann myndi hitta hana á morgun. Dómgæsla hennar í fyrrnefndum leik Íslands og Frakklands og svo sömuleiðis í viðureign Englands og Spánverja hefur vakið athygli vegna undarlegra ákvarðana. Reyndar þótti athyglisvert að Vitulano fékk annan leik eftir dómgæsluna í leik Frakklands og Íslands. „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu,“ sagði Freyr. Dómarinn á morgun er frá Þýskalandi og heitir Riem Hussein og á hliðarlínunni er landa hennar Christina Biehl og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi. Sú ítalska er svo fjórði dómari. „Hún er hérna á vegum UEFA og ég held að hún sé að gera sitt allra besta. Ég hef ekkert vont bragð í munni gagnvart henni. Hún mun ekki trufla mig neitt.“ Hin þýska Hussein hefur dæmt einn leik á mótinu, viðureign Hollands og Danmerkur í A-riðli sem lauk með 1-0 sigri þeirra appelsínugulu. Hún gaf þrjú gul spjöld í leiknum. Hussein, sem er 37 ára, hefur ekki áður dæmt á stórmóti en þó dæmt leiki í undankeppni stórmóta, Meistaradeild Evrópu og í þýsku bundesligunni.Fundinn með blaðamönnum í gær má sjá hér að neðan. Freyr svarar spurningunni varðandi dómgæsluna eftir rúmar þrettán mínútur.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira