Scalise útskrifaður af sjúkrahúsi Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2017 23:28 Steve Scalise. Vísir/Getty Þingmaðurinn Steve Scalise hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann særðist alvarlega í skotárás sem beindist að þingmönnum í síðasta mánuði. Hann mun nú hefja umfangsmikla endurhæfingu vegna meiðsla sinna. Í tilkynningu frá MedStar sjúkrahúsinu segir að Scalise hafi náð góðum bata á þeim sex vikum sem hafa liðið frá skotárásinni. Hann segist hlakka til að komast aftur til vinnu sinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Scalise og fjórir aðrir særðust þann 14. júní þegar maður hóf skothríð með riffli þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins voru að æfa sig fyrir góðgerðarviðureign í hafnabolta. Maðurinn var skotinn til bana af lögregluþjónum, en hann hafði lýst yfir mikilli vanþóknun með Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. Scalise var skotinn í mjöðmina en kúlan reif margar æðar, braut bein og skemmdi líffæri. Hann hefur þurft að ganga í gegnum margar skurðaðgerðir. Hann var á gjörgæslu þar til um mánaðamótin en var fluttur þangað aftur skömmu seinna þar sem óttast var að hann væri að fá sýkingu.Ótti um öryggi þingmanna jókst verulega eftir skotárásina. Þingmenn vinna nú í því að gera þeim mögulegt að nota þá fjármuni sem þeir fá til að reka skrifstofur sínar til þess að auka öryggi sitt, eins og til dæmis með því að setja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þingmaðurinn Steve Scalise hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann særðist alvarlega í skotárás sem beindist að þingmönnum í síðasta mánuði. Hann mun nú hefja umfangsmikla endurhæfingu vegna meiðsla sinna. Í tilkynningu frá MedStar sjúkrahúsinu segir að Scalise hafi náð góðum bata á þeim sex vikum sem hafa liðið frá skotárásinni. Hann segist hlakka til að komast aftur til vinnu sinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Scalise og fjórir aðrir særðust þann 14. júní þegar maður hóf skothríð með riffli þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins voru að æfa sig fyrir góðgerðarviðureign í hafnabolta. Maðurinn var skotinn til bana af lögregluþjónum, en hann hafði lýst yfir mikilli vanþóknun með Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. Scalise var skotinn í mjöðmina en kúlan reif margar æðar, braut bein og skemmdi líffæri. Hann hefur þurft að ganga í gegnum margar skurðaðgerðir. Hann var á gjörgæslu þar til um mánaðamótin en var fluttur þangað aftur skömmu seinna þar sem óttast var að hann væri að fá sýkingu.Ótti um öryggi þingmanna jókst verulega eftir skotárásina. Þingmenn vinna nú í því að gera þeim mögulegt að nota þá fjármuni sem þeir fá til að reka skrifstofur sínar til þess að auka öryggi sitt, eins og til dæmis með því að setja upp öryggiskerfi á heimilum sínum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58
Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18
Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52
Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46
Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18