Mark Viðars réði úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2017 18:39 Viðar Örn hefur byrjað tímabilið af krafti. vísir/andri marinó Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins þegar Maccabi Tel-Aviv tók á móti Panionios í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta var annað mark Viðars í Evrópudeildinni en hann var einnig á skotskónum í 3-1 sigri á KR í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í síðustu viku. Selfyssingurinn lagði svo upp mark í seinni leiknum gegn KR sem endaði með 0-2 sigri ísraelska liðsins. Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn í Ísrael í dag en í upphafi þess seinni skoraði Viðar eina mark leiksins eftir sendingu frá Aaron Schoenfeld. Maccabi er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Grikklandi eftir viku. Viðar er á sínu öðru tímabili hjá Maccabi en hann var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Evrópudeild UEFA
Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins þegar Maccabi Tel-Aviv tók á móti Panionios í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta var annað mark Viðars í Evrópudeildinni en hann var einnig á skotskónum í 3-1 sigri á KR í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í síðustu viku. Selfyssingurinn lagði svo upp mark í seinni leiknum gegn KR sem endaði með 0-2 sigri ísraelska liðsins. Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn í Ísrael í dag en í upphafi þess seinni skoraði Viðar eina mark leiksins eftir sendingu frá Aaron Schoenfeld. Maccabi er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Grikklandi eftir viku. Viðar er á sínu öðru tímabili hjá Maccabi en hann var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti