Degi styttra í næsta gos Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2017 20:00 Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld. Almannavarnir hafa þegar lokað áningarstað við Múlakvísl og takmarkað umferð á leiðinni um gamla Mýrdalssand. Skjálfti af stærðinni 4,5 varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í fyrrakvöld og sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í gær að skjálftinn væri að mörgu leyti óvenjulegur. Lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í dag og engin merki eru um gosóróa. Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hefur jafnt og þétt farið hækkandi en þær segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af jarðhitavöldum eru í uppsiglingu tekur leiðnin í ánni að stíga. Þetta ástand getur varað í nokkra daga áður en hlaupið hefst en eftir skjálftann í fyrradag hafa tilkynningar borist um aukna brennisteinslykt á svæðinu.Hafa takmarkað umferð „Það er þessi aukna leiðni og aukið rennsli í ánni sem gefur vísbendingar um að eitthvað sé að gerast og það verður bara fylgst náið með því. Það er ómögulegt að segja hvort þetta leiði til einhvers meira heldur en er akkúrat núna,“ segir Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi almannavarna á Suðurlandi. Almannavarnir og Vegagerðin hafa þegar gripið til ráðstafana á svæðinu. „Við lokuðum áningarstað við brúnna við Múlakvísl og erum búnir að takmarka umferð inn á gömlu leiðina inn á Mýrdalssand en þjóðvegurinn er alveg opinn og öll eðlileg umferð, hún hefur bara sinn vanagang,“ segir Víðir.Degi styttra í næsta gos Víðir segist ekki hafa upplýsingar um hvort Vísindaráð hafi komið saman vegna skjálftans en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála og Almannavarnir og Vegagerðin eru meðvituð um hættuna. „Eins og góður maður sagði einu sinni um Kötlu. Það eina sem við getum sagt um það hvenær næsta gos verður að þegar að þessi dagur er búinn þá er einum degi styttra í næsta gos,“ segir Víðir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Sjá meira
Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld. Almannavarnir hafa þegar lokað áningarstað við Múlakvísl og takmarkað umferð á leiðinni um gamla Mýrdalssand. Skjálfti af stærðinni 4,5 varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í fyrrakvöld og sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í gær að skjálftinn væri að mörgu leyti óvenjulegur. Lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í dag og engin merki eru um gosóróa. Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hefur jafnt og þétt farið hækkandi en þær segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af jarðhitavöldum eru í uppsiglingu tekur leiðnin í ánni að stíga. Þetta ástand getur varað í nokkra daga áður en hlaupið hefst en eftir skjálftann í fyrradag hafa tilkynningar borist um aukna brennisteinslykt á svæðinu.Hafa takmarkað umferð „Það er þessi aukna leiðni og aukið rennsli í ánni sem gefur vísbendingar um að eitthvað sé að gerast og það verður bara fylgst náið með því. Það er ómögulegt að segja hvort þetta leiði til einhvers meira heldur en er akkúrat núna,“ segir Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi almannavarna á Suðurlandi. Almannavarnir og Vegagerðin hafa þegar gripið til ráðstafana á svæðinu. „Við lokuðum áningarstað við brúnna við Múlakvísl og erum búnir að takmarka umferð inn á gömlu leiðina inn á Mýrdalssand en þjóðvegurinn er alveg opinn og öll eðlileg umferð, hún hefur bara sinn vanagang,“ segir Víðir.Degi styttra í næsta gos Víðir segist ekki hafa upplýsingar um hvort Vísindaráð hafi komið saman vegna skjálftans en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála og Almannavarnir og Vegagerðin eru meðvituð um hættuna. „Eins og góður maður sagði einu sinni um Kötlu. Það eina sem við getum sagt um það hvenær næsta gos verður að þegar að þessi dagur er búinn þá er einum degi styttra í næsta gos,“ segir Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Sjá meira
Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14
Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03
Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28