Ólafía: Aðalmálið að halda skorinu nálægt pari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júlí 2017 18:53 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var sátt við spilamennskuna á opna skoska meistaramótinu í dag en hún spilaði á pari vallarins við afar krefjandi aðstæður. Ólafía var í sjötta sæti þegar keppni hófst í dag og endaði í 6.-8. sæti í lok dags. Hún lék á einu höggi yfir pari í dag og er samtals á pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana, sex höggum á eftir fremsta kylfingi. „Ég er bara ánægð með ahafa haldið skorinu nálægt pari, það var aðalmálið,“ sagði Ólafía stuttu eftir að hún lauk leik í dag. Það var mikil rigning á vellinum í dag og kröftugur vindur eins og hina dagana. Hún verður því í toppbaráttu þegar keppni hefst á morgun og í dauðafæri að koma sér ofar á peningalista LPGA-mótaraðarinnar, sem hefur mikla þýðingu fyrir hana. „Ég vona að ég spili svipað golf og ég hef gert hingað til - verði bara þolinmóð og reyni að eiga við vindinn þannig,“ sagði Ólafía. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 14.00 á Golfstöðinni á morgun. Golf Tengdar fréttir Ólafía spilaði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn sinn á einu höggi yfir pari, á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fór fram í North Ayrshire í Skotlandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 29. júlí 2017 17:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var sátt við spilamennskuna á opna skoska meistaramótinu í dag en hún spilaði á pari vallarins við afar krefjandi aðstæður. Ólafía var í sjötta sæti þegar keppni hófst í dag og endaði í 6.-8. sæti í lok dags. Hún lék á einu höggi yfir pari í dag og er samtals á pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana, sex höggum á eftir fremsta kylfingi. „Ég er bara ánægð með ahafa haldið skorinu nálægt pari, það var aðalmálið,“ sagði Ólafía stuttu eftir að hún lauk leik í dag. Það var mikil rigning á vellinum í dag og kröftugur vindur eins og hina dagana. Hún verður því í toppbaráttu þegar keppni hefst á morgun og í dauðafæri að koma sér ofar á peningalista LPGA-mótaraðarinnar, sem hefur mikla þýðingu fyrir hana. „Ég vona að ég spili svipað golf og ég hef gert hingað til - verði bara þolinmóð og reyni að eiga við vindinn þannig,“ sagði Ólafía. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 14.00 á Golfstöðinni á morgun.
Golf Tengdar fréttir Ólafía spilaði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn sinn á einu höggi yfir pari, á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fór fram í North Ayrshire í Skotlandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 29. júlí 2017 17:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía spilaði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn sinn á einu höggi yfir pari, á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fór fram í North Ayrshire í Skotlandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 29. júlí 2017 17:15