Markaður í Camden í ljósum logum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2017 01:50 Yfir 70 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn sem geisar í markaðinum í Camden. Vísir/afp Mikill eldur geisar í Lockmarkaðinum í Camdenhverfi Lundúna. Yfir tíu slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang og vinna nú yfir sjötíu slökkviliðsmenn að slökkvistarfi. Þetta kemur fram á vef Guardian. Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Í tilkynningu frá slökkviliðinu er fólk vinsamlegast beðið um að halda sig frá svæðinu. Búið er að loka fyrir hluta Camden High Street. Netverjar birtu myndefni af eldsvoðanum á Twitter. Myndirnar sýna markaðinn í ljósum logum og þykkan reyk sem leggur frá þakinu. Eldurinn virðist hafa átt upptök sín fyrir ofan veitingastaðinn Honest Burger. Markaðurinn er frægur og þykir hann einkar vinsæll á meðal ferðamanna. Af samskiptamiðlum að dæma er þungt yfir Lundúnarbúum. Margir netverjanna eru í auðsjáanlega í sárum eftir Grenfell-brunann og keppast þeir við að skrifa stöðuuppfærslur þar sem þeir brýna fyrir fólki að fara að öllu með gát og þá ekki síst slökkviliðsmönnum á vettvangi. Danny Judge, Barþjónn sem starfar á Lockside Lounge sem er í námunda við Lock-markaðinn lýsti sinni upplifun í samtali við Telegraph: „Eldurinn breiddist hratt út og hitinn var yfirþyrmandi. Öryggisverðirnir voru fljótir að rýma staðinn. Fólk var í algjöru áfalli.“ Um 40 milljónir manna fara um Camden markaðinn á hverju ári.We now have ten fire engines and over 70 firefighters dealing with the #Camden Lock Market fire. Please avoid the area © @CamdenJohnny pic.twitter.com/bdi5HauCLr— London Fire Brigade (@LondonFire) July 10, 2017 Bretland England Tengdar fréttir Eldsvoði í Camden Mikill eldur braust út á Camden markaðinum í London í nótt og voru um sjötíu slökkviliðsmenn í nokkra tíma að berjast við eldinn. 10. júlí 2017 07:25 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Mikill eldur geisar í Lockmarkaðinum í Camdenhverfi Lundúna. Yfir tíu slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang og vinna nú yfir sjötíu slökkviliðsmenn að slökkvistarfi. Þetta kemur fram á vef Guardian. Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Í tilkynningu frá slökkviliðinu er fólk vinsamlegast beðið um að halda sig frá svæðinu. Búið er að loka fyrir hluta Camden High Street. Netverjar birtu myndefni af eldsvoðanum á Twitter. Myndirnar sýna markaðinn í ljósum logum og þykkan reyk sem leggur frá þakinu. Eldurinn virðist hafa átt upptök sín fyrir ofan veitingastaðinn Honest Burger. Markaðurinn er frægur og þykir hann einkar vinsæll á meðal ferðamanna. Af samskiptamiðlum að dæma er þungt yfir Lundúnarbúum. Margir netverjanna eru í auðsjáanlega í sárum eftir Grenfell-brunann og keppast þeir við að skrifa stöðuuppfærslur þar sem þeir brýna fyrir fólki að fara að öllu með gát og þá ekki síst slökkviliðsmönnum á vettvangi. Danny Judge, Barþjónn sem starfar á Lockside Lounge sem er í námunda við Lock-markaðinn lýsti sinni upplifun í samtali við Telegraph: „Eldurinn breiddist hratt út og hitinn var yfirþyrmandi. Öryggisverðirnir voru fljótir að rýma staðinn. Fólk var í algjöru áfalli.“ Um 40 milljónir manna fara um Camden markaðinn á hverju ári.We now have ten fire engines and over 70 firefighters dealing with the #Camden Lock Market fire. Please avoid the area © @CamdenJohnny pic.twitter.com/bdi5HauCLr— London Fire Brigade (@LondonFire) July 10, 2017
Bretland England Tengdar fréttir Eldsvoði í Camden Mikill eldur braust út á Camden markaðinum í London í nótt og voru um sjötíu slökkviliðsmenn í nokkra tíma að berjast við eldinn. 10. júlí 2017 07:25 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Eldsvoði í Camden Mikill eldur braust út á Camden markaðinum í London í nótt og voru um sjötíu slökkviliðsmenn í nokkra tíma að berjast við eldinn. 10. júlí 2017 07:25