Um launastefnu ríkis og afturvirkt kjararáð Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 12. júlí 2017 07:00 Sautján aðildarfélög BHM undirbúa kjaraviðræður við ríkið en gerðardómur um kjör félagsmanna fellur úr gildi 31. ágúst nk. Varla þarf að rifja upp að sumarið 2015 stöðvaði Alþingi lögmætar verkfallsaðgerðir BHM með lagasetningu sem einnig fól sérstökum gerðardómi að ákvarða kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaganna. Það reyndist ríkisvaldinu ekki heilladrjúg ráðstöfun því að í beinu framhaldi af úrskurði gerðardóms ákváðu aðrir aðilar á vinnumarkaði – ASÍ, BSRB og SA – að starta enn einu höfrungahlaupinu á grundvelli gerðardóms. BHM átti enga aðild að þeirri ákvörðun. Ríkisvaldið bætti svo um betur og gaf kjararáði lausan tauminn við ákvörðun launa æðstu embættismanna ríkisins. Þar hefur tilteknum stéttum og stjórnendum verið úthlutað miklum afturvirkum launahækkunum. Ástæða er til að rifja þessa atburðarás upp í aðdraganda kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið. Félagsmenn horfa að sjálfsögðu til ákvarðana kjararáðs við mótun kröfugerðar. Þá hefur Læknafélag Íslands nýlega gert kjarasamning við ríkið þar sem þó nokkrar launahækkanir eru faldar í breyttri launatöflu. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu. BHM hefur ítrekað kallað eftir launastefnu ríkisins en aldrei fengið skýr svör frá samninganefnd ríkisins. En vísbendingarnar eru skýrar í ákvörðunum kjararáðs og í glænýjum samningi við lækna. Að lokum verður ekki hjá því komist að nefna menntunarákvæði gerðardóms en ein af meginkröfum aðildarfélaga BHM er að menntun sé metin til launa. Menntunarákvæðið átti að koma til framkvæmda 1. júní 2016. Rúmu ári síðar hefur þorri félagsmanna aðildarfélaga BHM ekki fengið greiðslur samkvæmt ákvæðinu. Þetta er nöturleg staðreynd ekki síst í ljósi þess að aðrir aðilar á vinnumarkaði hafa hækkað laun um sömu prósentu án tillits til menntunar. En, eins og áður segir, úrskurðir kjararáðs og nýr kjarasamningur Læknafélagsins gefa góðar vonir um málefnalegar launahækkanir til handa háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum í næstu samningalotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Sautján aðildarfélög BHM undirbúa kjaraviðræður við ríkið en gerðardómur um kjör félagsmanna fellur úr gildi 31. ágúst nk. Varla þarf að rifja upp að sumarið 2015 stöðvaði Alþingi lögmætar verkfallsaðgerðir BHM með lagasetningu sem einnig fól sérstökum gerðardómi að ákvarða kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaganna. Það reyndist ríkisvaldinu ekki heilladrjúg ráðstöfun því að í beinu framhaldi af úrskurði gerðardóms ákváðu aðrir aðilar á vinnumarkaði – ASÍ, BSRB og SA – að starta enn einu höfrungahlaupinu á grundvelli gerðardóms. BHM átti enga aðild að þeirri ákvörðun. Ríkisvaldið bætti svo um betur og gaf kjararáði lausan tauminn við ákvörðun launa æðstu embættismanna ríkisins. Þar hefur tilteknum stéttum og stjórnendum verið úthlutað miklum afturvirkum launahækkunum. Ástæða er til að rifja þessa atburðarás upp í aðdraganda kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið. Félagsmenn horfa að sjálfsögðu til ákvarðana kjararáðs við mótun kröfugerðar. Þá hefur Læknafélag Íslands nýlega gert kjarasamning við ríkið þar sem þó nokkrar launahækkanir eru faldar í breyttri launatöflu. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu. BHM hefur ítrekað kallað eftir launastefnu ríkisins en aldrei fengið skýr svör frá samninganefnd ríkisins. En vísbendingarnar eru skýrar í ákvörðunum kjararáðs og í glænýjum samningi við lækna. Að lokum verður ekki hjá því komist að nefna menntunarákvæði gerðardóms en ein af meginkröfum aðildarfélaga BHM er að menntun sé metin til launa. Menntunarákvæðið átti að koma til framkvæmda 1. júní 2016. Rúmu ári síðar hefur þorri félagsmanna aðildarfélaga BHM ekki fengið greiðslur samkvæmt ákvæðinu. Þetta er nöturleg staðreynd ekki síst í ljósi þess að aðrir aðilar á vinnumarkaði hafa hækkað laun um sömu prósentu án tillits til menntunar. En, eins og áður segir, úrskurðir kjararáðs og nýr kjarasamningur Læknafélagsins gefa góðar vonir um málefnalegar launahækkanir til handa háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum í næstu samningalotu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun