Valdís Þóra í beinni frá velli umdeildasta manns Bandaríkjanna á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 15:00 Tómas Freyr Aðalsteinsson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson. mynd/golf.is Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur leik á opna bandaríska meistaramótinu á morgun klukkan 18.20 að íslenskum tíma en útsending frá fyrsta degi hefst á Stöð 2 Sport 4 HD klukkan 18.00. Opna bandaríska er stærsta mót sem hægt er að spila á í kvennagolfinu en það er stærst risamótanna fimm. Verðlaunaféð er það mesta á mótaröðinni en heldarupphæðin er fimm milljónir dala. Sigurvegarinn fær 900.000 dali í sinn hlut. Mótið fer fram á Trump National-vellinum í New Jersey sem er í eigu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna. Þessi umdeildasti maður Bandaríkjanna keypti völlinn árið 2009 þegar þáverandi eigendur gátu ekki staðið undir afborgunum. Fastlega er búist við því að Trump mæti sjálfur á svæðið á einhverjum tímapunkti og er öryggisgæslan því gríðarleg á vellinum. „Við förum inn í mótið með það að markmiði að slá eitt högg í einu og njóta þess að vera á einu stærsta golfmóti heims. Völlurinn ætti að henta Valdísi vel, hann er að sjálfsögðu mjög erfiður með háum karga og hraðinn á flötunum er gríðarlegur. Bara alveg eins og við mátti búast á US Open velli,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari Valdísar og kylfuberi, í viðtali við Golf.is. Auk hans er Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, í þjálfarateymi Valdísar og er hann mættur til New Jersey til aðstoðar. Valdís á teig klukkan 12.35 að íslenskum tíma á föstudaginn en með henni í ráshóp á morgun verður Yan Liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim frá Bandaríkjunum. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur leik á opna bandaríska meistaramótinu á morgun klukkan 18.20 að íslenskum tíma en útsending frá fyrsta degi hefst á Stöð 2 Sport 4 HD klukkan 18.00. Opna bandaríska er stærsta mót sem hægt er að spila á í kvennagolfinu en það er stærst risamótanna fimm. Verðlaunaféð er það mesta á mótaröðinni en heldarupphæðin er fimm milljónir dala. Sigurvegarinn fær 900.000 dali í sinn hlut. Mótið fer fram á Trump National-vellinum í New Jersey sem er í eigu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna. Þessi umdeildasti maður Bandaríkjanna keypti völlinn árið 2009 þegar þáverandi eigendur gátu ekki staðið undir afborgunum. Fastlega er búist við því að Trump mæti sjálfur á svæðið á einhverjum tímapunkti og er öryggisgæslan því gríðarleg á vellinum. „Við förum inn í mótið með það að markmiði að slá eitt högg í einu og njóta þess að vera á einu stærsta golfmóti heims. Völlurinn ætti að henta Valdísi vel, hann er að sjálfsögðu mjög erfiður með háum karga og hraðinn á flötunum er gríðarlegur. Bara alveg eins og við mátti búast á US Open velli,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari Valdísar og kylfuberi, í viðtali við Golf.is. Auk hans er Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, í þjálfarateymi Valdísar og er hann mættur til New Jersey til aðstoðar. Valdís á teig klukkan 12.35 að íslenskum tíma á föstudaginn en með henni í ráshóp á morgun verður Yan Liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim frá Bandaríkjunum.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira