„Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. júlí 2017 07:27 Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson. „Nú getum við ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel. Við getum ekki annað en reynt að hafa eins hátt og okkur er unnt þar til menningarlegur umsnúningur verður hjá yfirvaldinu og þjóðinni hvað þessi mál varðar. Það verður nefnilega hvorki gert með því að setja límmiða yfir glösin þeirra né skipa þeim að fara í pils.“Brotið á fimm dætrum Þetta segja þeir Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson í pistli í Fréttablaðinu í dag þar sem þeir krefjast þess að stjórnvöld hætti að færa ábyrgðina yfir á þolendur kynferðisofbeldis og axli sjálf ábyrgð. Lítið sé gert úr sársauka og raunum þeirra sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi, þegar tekin sé ákvörðun um að veita dæmdum kynferðisbrotamönnum uppreist æru.Robert Downey, var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008, fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum.VísirBergur Þór er faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á. Bergur Þór og Þröstur Leó eiga samtals fjórar dætur sem beittar hafa verið kynferðisofbeldi, og þeirri fimmtu var byrlað ólyfjan. Brotin áttu sér öll stað áður en stúlkurnar urðu tvítugar. „Af fimm dætrum okkar sem brotið var á (við teljum eiturbyrlun vera brot) fékk ein réttlæti. Réttlæti sem læknaði ekki sálarsár hennar en rangindin sem hún var beitt voru viðurkennd af yfirvaldi þótt glæpamaðurinn hafi aldrei viðurkennt brot sín. Til varnar öðrum þegnum sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér voru réttindi hans til yfirvalds í samfélaginu einnig dæmd af honum ásamt mjög vægri fangelsisvist miðað við þann skaða sem hann olli þjóðfélaginu og þeim einstaklingum sem hann braut á,“ segja þeir. „Að liðinni fangelsisvistinni gekk lífið sinn vanagang. Flestir fengu sitt daglega brauð, margir fóru í sumarfrí, sumir héldu jól og mörgum var nauðgað án þess að réttlæti fengist. Rétt eins og venjulega. Yngri dætur okkar fengu meðal annars sinn skerf af þessu óréttlæti og ofbeldi. Í tilfelli vinkonu einnar þeirra fékkst ekki viðurkenning á broti fyrir dómi á þeim forsendum að nauðgarinn hefði ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að nauðga henni.“„Þess vegna settu tveir æðstu menn þjóðarinnar nafn sitt við þessa gjörð líkt og drengir í hlutastarfi á bílaþvottastöð."Visir/Andri MarinóEins og páskar, jól og nauðganir Þeir benda á að hinn 16. september síðastliðinn hafi forseti Íslands veitt þeim eina brotamanni sem hlotið hafði dóm fyrir brot á dætrum þeirra uppreist æru, að tillögu forsætisráðherra. Á því hafi fórnarlömbin aldrei fengið neinar skýringar. „[E]n þau einu svör sem fengist hafa eru eitthvað á þá leið að svona hafi þetta nú alltaf verið. Rétt eins og páskar, jól og nauðganir. Þess vegna settu tveir æðstu menn þjóðarinnar nafn sitt við þessa gjörð líkt og drengir í hlutastarfi á bílaþvottastöð. „Svona hefur þetta bara alltaf verið“.“ Réttlátast sé að leita til fórnarlambanna sjálfra: „Engin þeirra var heldur spurð álits á ó-flekkun mannorðs þess sem níddist á þeim og beitti aflsmunum sínum og forréttindum til að brjóta á þeim. Réttlátt væri að tækifærin væru þeirra. Réttlátt væri að þær þyrftu ekki að óttast að mæta í framtíðinni með svívirtum börnum sínum (sem tölfræðin sýnir að ansi miklar líkur séu á) í réttarsal þar sem hann gæti mögulega verið verjandi gerandans. En svona hefur þetta bara alltaf verið. Tækifærin eru þeirra sem valdinu beita."Krefjumst réttláts þjóðfélags fyrir börnin okkar Bergur Þór og Þröstur Leó segja að nú þurfi að hafa hátt. Hreyfa þurfi við hugsunarhætti fólks. Hætta þurfi að setja ábyrgðina á þolendur og að krefjast þurfi ábyrgðar af ráðamönnum. „Siðmenning er að hugsa fyrst um hag þeirra sem höllum fæti standa. Í hvernig samfélagi viljum við búa? Samfélagi sem verndar börnin okkar og þau sem minna mega sín eða samfélagi þar sem þeir sem meira mega sín fara kæruleysislega sínu fram af hroka og yfirlæti? Samfélagi sem lokar á upplýsingagjöf eða samfélagi sem býður upp á upplýst gegnsæi? Við hvetjum feður og mæður þessa lands til að spyrna við fótum, hafa hátt og krefjast breytinga. Krefjumst réttláts þjóðfélags fyrir börnin okkar.“Lesa má pistilinn í heild hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Faðir stúlku sem Robert Downey braut á krefst svara: „Hér er allt á skakk og skjön“ Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á krefst svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því Robert skuli hafa verið veitt uppreist æru í september síðastliðnum. 22. júní 2017 10:32 Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00 Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
„Nú getum við ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel. Við getum ekki annað en reynt að hafa eins hátt og okkur er unnt þar til menningarlegur umsnúningur verður hjá yfirvaldinu og þjóðinni hvað þessi mál varðar. Það verður nefnilega hvorki gert með því að setja límmiða yfir glösin þeirra né skipa þeim að fara í pils.“Brotið á fimm dætrum Þetta segja þeir Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson í pistli í Fréttablaðinu í dag þar sem þeir krefjast þess að stjórnvöld hætti að færa ábyrgðina yfir á þolendur kynferðisofbeldis og axli sjálf ábyrgð. Lítið sé gert úr sársauka og raunum þeirra sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi, þegar tekin sé ákvörðun um að veita dæmdum kynferðisbrotamönnum uppreist æru.Robert Downey, var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008, fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum.VísirBergur Þór er faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á. Bergur Þór og Þröstur Leó eiga samtals fjórar dætur sem beittar hafa verið kynferðisofbeldi, og þeirri fimmtu var byrlað ólyfjan. Brotin áttu sér öll stað áður en stúlkurnar urðu tvítugar. „Af fimm dætrum okkar sem brotið var á (við teljum eiturbyrlun vera brot) fékk ein réttlæti. Réttlæti sem læknaði ekki sálarsár hennar en rangindin sem hún var beitt voru viðurkennd af yfirvaldi þótt glæpamaðurinn hafi aldrei viðurkennt brot sín. Til varnar öðrum þegnum sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér voru réttindi hans til yfirvalds í samfélaginu einnig dæmd af honum ásamt mjög vægri fangelsisvist miðað við þann skaða sem hann olli þjóðfélaginu og þeim einstaklingum sem hann braut á,“ segja þeir. „Að liðinni fangelsisvistinni gekk lífið sinn vanagang. Flestir fengu sitt daglega brauð, margir fóru í sumarfrí, sumir héldu jól og mörgum var nauðgað án þess að réttlæti fengist. Rétt eins og venjulega. Yngri dætur okkar fengu meðal annars sinn skerf af þessu óréttlæti og ofbeldi. Í tilfelli vinkonu einnar þeirra fékkst ekki viðurkenning á broti fyrir dómi á þeim forsendum að nauðgarinn hefði ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að nauðga henni.“„Þess vegna settu tveir æðstu menn þjóðarinnar nafn sitt við þessa gjörð líkt og drengir í hlutastarfi á bílaþvottastöð."Visir/Andri MarinóEins og páskar, jól og nauðganir Þeir benda á að hinn 16. september síðastliðinn hafi forseti Íslands veitt þeim eina brotamanni sem hlotið hafði dóm fyrir brot á dætrum þeirra uppreist æru, að tillögu forsætisráðherra. Á því hafi fórnarlömbin aldrei fengið neinar skýringar. „[E]n þau einu svör sem fengist hafa eru eitthvað á þá leið að svona hafi þetta nú alltaf verið. Rétt eins og páskar, jól og nauðganir. Þess vegna settu tveir æðstu menn þjóðarinnar nafn sitt við þessa gjörð líkt og drengir í hlutastarfi á bílaþvottastöð. „Svona hefur þetta bara alltaf verið“.“ Réttlátast sé að leita til fórnarlambanna sjálfra: „Engin þeirra var heldur spurð álits á ó-flekkun mannorðs þess sem níddist á þeim og beitti aflsmunum sínum og forréttindum til að brjóta á þeim. Réttlátt væri að tækifærin væru þeirra. Réttlátt væri að þær þyrftu ekki að óttast að mæta í framtíðinni með svívirtum börnum sínum (sem tölfræðin sýnir að ansi miklar líkur séu á) í réttarsal þar sem hann gæti mögulega verið verjandi gerandans. En svona hefur þetta bara alltaf verið. Tækifærin eru þeirra sem valdinu beita."Krefjumst réttláts þjóðfélags fyrir börnin okkar Bergur Þór og Þröstur Leó segja að nú þurfi að hafa hátt. Hreyfa þurfi við hugsunarhætti fólks. Hætta þurfi að setja ábyrgðina á þolendur og að krefjast þurfi ábyrgðar af ráðamönnum. „Siðmenning er að hugsa fyrst um hag þeirra sem höllum fæti standa. Í hvernig samfélagi viljum við búa? Samfélagi sem verndar börnin okkar og þau sem minna mega sín eða samfélagi þar sem þeir sem meira mega sín fara kæruleysislega sínu fram af hroka og yfirlæti? Samfélagi sem lokar á upplýsingagjöf eða samfélagi sem býður upp á upplýst gegnsæi? Við hvetjum feður og mæður þessa lands til að spyrna við fótum, hafa hátt og krefjast breytinga. Krefjumst réttláts þjóðfélags fyrir börnin okkar.“Lesa má pistilinn í heild hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Faðir stúlku sem Robert Downey braut á krefst svara: „Hér er allt á skakk og skjön“ Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á krefst svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því Robert skuli hafa verið veitt uppreist æru í september síðastliðnum. 22. júní 2017 10:32 Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00 Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Faðir stúlku sem Robert Downey braut á krefst svara: „Hér er allt á skakk og skjön“ Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á krefst svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því Robert skuli hafa verið veitt uppreist æru í september síðastliðnum. 22. júní 2017 10:32
Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00
Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14
Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00