Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2017 23:00 Sigurður Egill Lárusson fagnar marki sínu. vísir/andri marinó Valsmenn eru komnir í erfiða stöðu í Evrópudeildinni eftir 1-2 tap gegn Domzale frá Slóveníu á Hlíðarenda. Seinni leikurinn fer fram eftir viku úti í Slóveníu og þurfa Valsmenn að vinna með tveggja marka mun ætli þeir sér áfram. Leikurinn var frekar bragðdaufur og fyrsta almennilega færi leiksins kom ekki fyrr en á 7. mínútu. Valsmenn fengu kalda gusu í andlitið á 23. mínútu þegar Jan Repas, minnsti maður vallarins, skallar fyrirgjöf frá vinstri kantinum í nærhornið. Gestirnir styrktust aðeins við markið, en Valsmenn fengu vítaspyrnu á 35. mínútu þegar brotið var á Hauki Páli Sigurðssyni inni í teig eftir hornspyrnu. Sigurður Egill Lárusson fór á punktinn og skoraði af öryggi. Það var jafnt með liðunum í hálfleik, sanngjörn staða eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik þar sem bæði lið áttu lítið af opnum færum. Slóvenarnir voru þó aðeins bitskæðari í sínum sóknaraðgerðum. Valsmenn komu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og áttu nokkur góð færi. Seinni hálfleikurinn var enn bragðdaufari en sá fyrri, Slóvenarnir þéttu varnarleikinn og ætluðu sér líklega að halda jafnteflinu, enda fín úrslit fyrir þá. Á 72. mínútu braut Sigurður Egill á Amedej Vetrih inni í vítateig Valsmanna og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Senijad Ibricic fór á punktinn og sendi Anton Ara Einarsson í vitlaust horn í markinu. Slóvenarnir gengu því af velli með 2-1 forystu í einvíginu. Þeir voru stálheppnir að klára leikinn með 11 menn á vellinum, því Gaber Dobrovoljc átti ljóta tæklingu á Hauk Pál á 69. mínútu og hefði líklegast mátt fá að líta sitt annað gula spjald. Fyrirliðinn Haukur Páll stóð sig mjög vel inni á miðju Valsmanna í dag. Einnig átti Bjarni Ólafur Eiríksson góðan leik sem og Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill. Valsmenn eiga leik í Pepsi deildinni á sunnudaginn gegn Víkingi Reykjavík og fá því litla hvíld áður en þeir þurfa að leggja af stað í ferðalagið til Slóveníu í næstu viku.Ólafur Jóhannesson.vísir/hannaÓli Jóh: Munurinn á alvöru áhugamönnum og semi atvinnumönnumÞjálfari Valsmanna, Ólafur Jóhannesson var að vonum svekktur með tapið, en ánægður með frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur og gott lið,“ sagði Ólafur. Valsliðið spilaði vel en fékk lítið af góðum færum. „Er þetta ekki munurinn á áhugamönnum og atvinnumönnum. Ég held að hann hafi komið vel í ljós núna. Þeir eru fínir í fótbolta, eru atvinnumenn og æfa sennilega meira og það munar því.“ „Ég sá reyndar ekki vítið. Ég veit ekkert hvað gerðist þar, hvort Siggi fór í hann eða boltann. En hann átti að gefa rautt spjald,“ sagði Ólafur aðspurður út í stóru ákvarðanir dómarans, að sleppa Dobrovoljc við sitt annað gula spjald og vítið sem dæmt var á Sigurð Egil. „Mörgum dómurum líður best þegar leikurinn er stop, þessi var einn af þeim.“ Aðstæður úti í Slóveníu verða ekki eins og íslenskir leikmenn eiga að venjast, hitatölur gætu farið allt upp í rúmar 30 gráður. „Þetta verður tvímælalaust erfitt, en við fáum kannski á okkur smá lit, það er eitthvað jákvætt við það,“ sagði Ólafur og hlær. „Þetta lið er ekkert betra en við. Þeir eru rólegri á boltanum og klókari að finna sér svæði, þora meiru. Það er sennilega út af því þeir æfa meira og eflaust er tímabilið lengra hjá þeim. Þetta er bara munurinn á alvöru áhugamönnum og semi atvinnumönnum.“Rozman: Spilamennska Valsmanna hentar okkur vel „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir með úrslitin. Eins og við bjuggumst við þá voru Valsmenn mjög skipulagðir og við áttum í erfiðleikum með langar sendingar. Þeir eru mjög líkamlega sterkt og teknískt lið,“ sagði Simon Rozman, þjálfari NK Domzale, eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit fyrir okkur í seinni leikinn.“ „Þegar þeir settu pressu á okkur og beittu löngum sendingum náðum við ekki alltaf öðrum bolta svo við þurftum að bakka. Ég er bara ánægður með slíka spilamennsku sem setur okkur nálægt markteignum og við náumst að verjast vel. Við vorum skipulagðir og náðum að spila mjög vel.“ Spurður út í vítaspyrnudómana tvo sagði Rozman: „Ég get ekki sagt til um hvað átti sér stað inni í vítateignum. Það var of mikið kraðak og erfitt að sjá hvað átti sér stað af hliðarlínunni. Dómarinn dæmir á hvað hann sér, bæði lið sjá sínar hliðar á málinu en svona er fótbolti, þetta er ákvörðun dómarans.“Haukur Páll: Það er alltaf séns í fótbolta „Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar. „Við eigum enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Valsmenn spiluðu í deildinni síðasta sunnudag og eiga aftur leik næsta sunnudag á móti Víkingi Reykjavík, Haukur Páll tók þó ekki undir það að það væri of erfitt fyrir liðið. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“ Evrópudeild UEFA
Valsmenn eru komnir í erfiða stöðu í Evrópudeildinni eftir 1-2 tap gegn Domzale frá Slóveníu á Hlíðarenda. Seinni leikurinn fer fram eftir viku úti í Slóveníu og þurfa Valsmenn að vinna með tveggja marka mun ætli þeir sér áfram. Leikurinn var frekar bragðdaufur og fyrsta almennilega færi leiksins kom ekki fyrr en á 7. mínútu. Valsmenn fengu kalda gusu í andlitið á 23. mínútu þegar Jan Repas, minnsti maður vallarins, skallar fyrirgjöf frá vinstri kantinum í nærhornið. Gestirnir styrktust aðeins við markið, en Valsmenn fengu vítaspyrnu á 35. mínútu þegar brotið var á Hauki Páli Sigurðssyni inni í teig eftir hornspyrnu. Sigurður Egill Lárusson fór á punktinn og skoraði af öryggi. Það var jafnt með liðunum í hálfleik, sanngjörn staða eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik þar sem bæði lið áttu lítið af opnum færum. Slóvenarnir voru þó aðeins bitskæðari í sínum sóknaraðgerðum. Valsmenn komu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og áttu nokkur góð færi. Seinni hálfleikurinn var enn bragðdaufari en sá fyrri, Slóvenarnir þéttu varnarleikinn og ætluðu sér líklega að halda jafnteflinu, enda fín úrslit fyrir þá. Á 72. mínútu braut Sigurður Egill á Amedej Vetrih inni í vítateig Valsmanna og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Senijad Ibricic fór á punktinn og sendi Anton Ara Einarsson í vitlaust horn í markinu. Slóvenarnir gengu því af velli með 2-1 forystu í einvíginu. Þeir voru stálheppnir að klára leikinn með 11 menn á vellinum, því Gaber Dobrovoljc átti ljóta tæklingu á Hauk Pál á 69. mínútu og hefði líklegast mátt fá að líta sitt annað gula spjald. Fyrirliðinn Haukur Páll stóð sig mjög vel inni á miðju Valsmanna í dag. Einnig átti Bjarni Ólafur Eiríksson góðan leik sem og Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill. Valsmenn eiga leik í Pepsi deildinni á sunnudaginn gegn Víkingi Reykjavík og fá því litla hvíld áður en þeir þurfa að leggja af stað í ferðalagið til Slóveníu í næstu viku.Ólafur Jóhannesson.vísir/hannaÓli Jóh: Munurinn á alvöru áhugamönnum og semi atvinnumönnumÞjálfari Valsmanna, Ólafur Jóhannesson var að vonum svekktur með tapið, en ánægður með frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur og gott lið,“ sagði Ólafur. Valsliðið spilaði vel en fékk lítið af góðum færum. „Er þetta ekki munurinn á áhugamönnum og atvinnumönnum. Ég held að hann hafi komið vel í ljós núna. Þeir eru fínir í fótbolta, eru atvinnumenn og æfa sennilega meira og það munar því.“ „Ég sá reyndar ekki vítið. Ég veit ekkert hvað gerðist þar, hvort Siggi fór í hann eða boltann. En hann átti að gefa rautt spjald,“ sagði Ólafur aðspurður út í stóru ákvarðanir dómarans, að sleppa Dobrovoljc við sitt annað gula spjald og vítið sem dæmt var á Sigurð Egil. „Mörgum dómurum líður best þegar leikurinn er stop, þessi var einn af þeim.“ Aðstæður úti í Slóveníu verða ekki eins og íslenskir leikmenn eiga að venjast, hitatölur gætu farið allt upp í rúmar 30 gráður. „Þetta verður tvímælalaust erfitt, en við fáum kannski á okkur smá lit, það er eitthvað jákvætt við það,“ sagði Ólafur og hlær. „Þetta lið er ekkert betra en við. Þeir eru rólegri á boltanum og klókari að finna sér svæði, þora meiru. Það er sennilega út af því þeir æfa meira og eflaust er tímabilið lengra hjá þeim. Þetta er bara munurinn á alvöru áhugamönnum og semi atvinnumönnum.“Rozman: Spilamennska Valsmanna hentar okkur vel „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir með úrslitin. Eins og við bjuggumst við þá voru Valsmenn mjög skipulagðir og við áttum í erfiðleikum með langar sendingar. Þeir eru mjög líkamlega sterkt og teknískt lið,“ sagði Simon Rozman, þjálfari NK Domzale, eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit fyrir okkur í seinni leikinn.“ „Þegar þeir settu pressu á okkur og beittu löngum sendingum náðum við ekki alltaf öðrum bolta svo við þurftum að bakka. Ég er bara ánægður með slíka spilamennsku sem setur okkur nálægt markteignum og við náumst að verjast vel. Við vorum skipulagðir og náðum að spila mjög vel.“ Spurður út í vítaspyrnudómana tvo sagði Rozman: „Ég get ekki sagt til um hvað átti sér stað inni í vítateignum. Það var of mikið kraðak og erfitt að sjá hvað átti sér stað af hliðarlínunni. Dómarinn dæmir á hvað hann sér, bæði lið sjá sínar hliðar á málinu en svona er fótbolti, þetta er ákvörðun dómarans.“Haukur Páll: Það er alltaf séns í fótbolta „Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar. „Við eigum enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Valsmenn spiluðu í deildinni síðasta sunnudag og eiga aftur leik næsta sunnudag á móti Víkingi Reykjavík, Haukur Páll tók þó ekki undir það að það væri of erfitt fyrir liðið. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti