Þekkir ráðherra eigin stefnu? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 17. júlí 2017 09:00 Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra gerði mér þann heiður að svara skrifum mínum á þessum vettvangi í síðustu viku. Þorsteinn er ósáttur við að ég skuli benda á að ríkisstjórn hans hugi ekki fyrst og fremst að þeim sem verst hafa það. Þorsteinn virðist reyndar eitthvað misskilja grein mína, þar sem hann segir mig telja „að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu.“ Ekki einu sinni núverandi ríkisstjórn mundi vera svo ósvífin að gera ekkert fyrir þau verst settu. Það að ætla að gera eitthvað, segir hins vegar ekkert um hverjar áherslurnar eru. Stjórnmál snúast að stórum hluta til um forgangsröðun og hvergi birtist forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar betur en í nýsamþykktri fjármálastefnu. Þar hefur ríkisstjórnin lagt línurnar fyrir næstu fimm ár. Miðað við orð Þorsteins vaknar sú spurning hvort ráðherra þekki ekki stefnu eigin ríkisstjórnar. Því hvað er þar að finna? Jú, þak er sett á ríkisútgjöld þannig að þau verða að vera ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Sem sagt, dragist landsframleiðsla saman verður að draga úr ríkisútgjöldum. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að efnahagslífið bólgni áfram út, gerist slíkt ekki þarf einfaldlega að draga úr ríkisútgjöldum. Þorsteinn segir að velferðin sé í forgangi hjá núverandi ríkisstjórn og kemur m.a. inn á bótakerfið. Í því samhengi er ágætt að skoða hækkun lífeyris almannatrygginga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en áætlað er að hún verði á bilinu 3,1 til 4,8% á tímabilinu 2018 til 2022. Og hvað þýðir það? Jú, ef við gefum okkur 4,8% hækkun þá þýðir það að óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir mun hækka í um 239 þúsund krónur á mánuði í byrjun árs 2018. Og það, kæri Þorsteinn, er ekki nóg. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar ekki að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki. Að láta þau sem betur hafa það leggja meira til samneyslunnar. Að afla tekna til að bæta hag þeirra verst settu. Það væri alvöru velferð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra gerði mér þann heiður að svara skrifum mínum á þessum vettvangi í síðustu viku. Þorsteinn er ósáttur við að ég skuli benda á að ríkisstjórn hans hugi ekki fyrst og fremst að þeim sem verst hafa það. Þorsteinn virðist reyndar eitthvað misskilja grein mína, þar sem hann segir mig telja „að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu.“ Ekki einu sinni núverandi ríkisstjórn mundi vera svo ósvífin að gera ekkert fyrir þau verst settu. Það að ætla að gera eitthvað, segir hins vegar ekkert um hverjar áherslurnar eru. Stjórnmál snúast að stórum hluta til um forgangsröðun og hvergi birtist forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar betur en í nýsamþykktri fjármálastefnu. Þar hefur ríkisstjórnin lagt línurnar fyrir næstu fimm ár. Miðað við orð Þorsteins vaknar sú spurning hvort ráðherra þekki ekki stefnu eigin ríkisstjórnar. Því hvað er þar að finna? Jú, þak er sett á ríkisútgjöld þannig að þau verða að vera ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Sem sagt, dragist landsframleiðsla saman verður að draga úr ríkisútgjöldum. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að efnahagslífið bólgni áfram út, gerist slíkt ekki þarf einfaldlega að draga úr ríkisútgjöldum. Þorsteinn segir að velferðin sé í forgangi hjá núverandi ríkisstjórn og kemur m.a. inn á bótakerfið. Í því samhengi er ágætt að skoða hækkun lífeyris almannatrygginga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en áætlað er að hún verði á bilinu 3,1 til 4,8% á tímabilinu 2018 til 2022. Og hvað þýðir það? Jú, ef við gefum okkur 4,8% hækkun þá þýðir það að óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir mun hækka í um 239 þúsund krónur á mánuði í byrjun árs 2018. Og það, kæri Þorsteinn, er ekki nóg. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar ekki að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki. Að láta þau sem betur hafa það leggja meira til samneyslunnar. Að afla tekna til að bæta hag þeirra verst settu. Það væri alvöru velferð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar