Trump lætur skoða mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum í fyrra Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2017 19:30 Trump vonast til að önnur ríki Bandaríkjanna en hin fyrstu 30 leggi einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. Hér sést Trump á fundi nefndarinnar í dag. Vísir/AFP Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað ráðgjafanefnd til að skoða mögulegt kosningasvindl og brotalamir í forsetakosningunum á síðasta ári. Þá hefur verið upplýst að Trump átti óformlegan tæplega klukkustundar fund með Putin Rússlandsforseta á leiðtogafundi helstu iðnríkja heims fyrr í mánuðinum. Donald Trump gaf ítrekað í skyn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra að svindlað væri í kosningum í Bandaríkjunum. Í dag skipaði hann ráðgjafanefnd sem á að skoða hvort rangt hafi verið haft við í kosningunum í fyrra, en hann vann þær með fleiri kjörmönnum en Hillary Clinton þótt Clinton hafi fengið um 3,5 milljónum fleiri atkvæði en hann. Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. „Í hvert sinn sem svindlað er í kosningum ógildist annað atkvæði löghlýðins borgara og það grefur undan lýðræðinu. Það má ekki gerast. Stöðva þarf hvers kyns kosningasvindl, hvort sem það tengist erlendum borgurum eða jafnvel látnum einstaklingum, sem og hvers kyns þvinganir eða hótanir í garð kjósenda,“ sagði Trump. Hann vonaðist til að önnur ríki Bandaríkjanna leggðu einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. „Ef eitthvert ríki vill ekki miðla þessum upplýsingum spyr maður sig hvert áhyggjuefnið sé? Ég spyr varaforsetann, ég spyr nefndina: Af hverju hafa menn áhyggjur? Eitthvað er það. Þannig er það alltaf,“ sagði TrumpÓformlegur fundur Trump og PutinRússlandsmálið heldur líka áfram að vinda upp á sig. Nú hefur verið upplýst að Trump átti aukafund með Putin Rússlandsforseta á G20 fundinum í Hamborg fyrr í mánuðinum. Trump stóð upp frá hátíðarkvöldverði og gekk þvert yfir salinn og settist hjá Putin þar sem þeir ræddust við samkvæmt heimildum í tæpa klukkustund. Það þykir gagnrýnivert að Trump hafði ekki eigin túlk meðferðis og studdist einungis við túlk Putins. Þá hefur ekkert verið gefið upp um hvað fór forsetanna á milli en bandaríska Alríkislögreglan FBI og rannsóknarnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings rannsaka tengsl fjölskyldu Trump og framboðs hans við Rússa vegna mögulegra afskipta þeirra af kosningunum í samvinnu við fjölskylduna og framboðið. Þótt Hvíta húsið hafi staðfest óformlegan fund Trumps og Putins á G20 fundinum í gær tístir Trump í dag að „frásögn falsfjölmiðla um að fundurinn hafi átt sér stað sé sjúk“ og „óheiðarleiki þeirra fari vaxandi.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað ráðgjafanefnd til að skoða mögulegt kosningasvindl og brotalamir í forsetakosningunum á síðasta ári. Þá hefur verið upplýst að Trump átti óformlegan tæplega klukkustundar fund með Putin Rússlandsforseta á leiðtogafundi helstu iðnríkja heims fyrr í mánuðinum. Donald Trump gaf ítrekað í skyn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra að svindlað væri í kosningum í Bandaríkjunum. Í dag skipaði hann ráðgjafanefnd sem á að skoða hvort rangt hafi verið haft við í kosningunum í fyrra, en hann vann þær með fleiri kjörmönnum en Hillary Clinton þótt Clinton hafi fengið um 3,5 milljónum fleiri atkvæði en hann. Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. „Í hvert sinn sem svindlað er í kosningum ógildist annað atkvæði löghlýðins borgara og það grefur undan lýðræðinu. Það má ekki gerast. Stöðva þarf hvers kyns kosningasvindl, hvort sem það tengist erlendum borgurum eða jafnvel látnum einstaklingum, sem og hvers kyns þvinganir eða hótanir í garð kjósenda,“ sagði Trump. Hann vonaðist til að önnur ríki Bandaríkjanna leggðu einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. „Ef eitthvert ríki vill ekki miðla þessum upplýsingum spyr maður sig hvert áhyggjuefnið sé? Ég spyr varaforsetann, ég spyr nefndina: Af hverju hafa menn áhyggjur? Eitthvað er það. Þannig er það alltaf,“ sagði TrumpÓformlegur fundur Trump og PutinRússlandsmálið heldur líka áfram að vinda upp á sig. Nú hefur verið upplýst að Trump átti aukafund með Putin Rússlandsforseta á G20 fundinum í Hamborg fyrr í mánuðinum. Trump stóð upp frá hátíðarkvöldverði og gekk þvert yfir salinn og settist hjá Putin þar sem þeir ræddust við samkvæmt heimildum í tæpa klukkustund. Það þykir gagnrýnivert að Trump hafði ekki eigin túlk meðferðis og studdist einungis við túlk Putins. Þá hefur ekkert verið gefið upp um hvað fór forsetanna á milli en bandaríska Alríkislögreglan FBI og rannsóknarnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings rannsaka tengsl fjölskyldu Trump og framboðs hans við Rússa vegna mögulegra afskipta þeirra af kosningunum í samvinnu við fjölskylduna og framboðið. Þótt Hvíta húsið hafi staðfest óformlegan fund Trumps og Putins á G20 fundinum í gær tístir Trump í dag að „frásögn falsfjölmiðla um að fundurinn hafi átt sér stað sé sjúk“ og „óheiðarleiki þeirra fari vaxandi.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30