Ferðaþjónustan á Íslandi: Efnaðir kaupi ekki „eitthvað drasl á okurverði“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2017 13:26 „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða.“ Vísir/GVA Ferðamenn sem ekki voru búnir að ákveða að fara til Íslands fyrir styrkingu krónunnar eru ekki að skila sér hingað til lands. Búast má við alvarlegum samdrætti í ferðaþjónustu á næstunni. Þetta segja þeir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, og Daníel Jakobsson, hótelhaldari á Ísafirði, en þeir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fóru þeir yfir stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og mögulega framtíð hennar. Pétur segir að þegar ferðamenn fari að halda að sér, verði ferðaþjónustan á landsbyggðinni fyrst til að finna fyrir því. Daníel segir að ekki hafi verið mikill samdráttur hjá sér í sumar, en hann hafi verulegar áhyggjur fyrir næsta sumar. Hann segir Ísland vera að verða dýrara og að ferðþjónustuaðilar séu á heimsmarkaði. Ferðamenn ákveði að fara bara eitthvað annað. „Svo ekki sé nú talað um að maður þurfi að bæta virðisaukanum ofan á það. Þá er það bara alger dauðadómur yfir greininni og ekki bara á landsbyggðinni. Mér finnst það hafa verið ofmetið að tala um að þetta verði eitthvað sérstaklega erfitt fyrir landsbyggðina. Þetta verður erfitt fyrir Reykjavík líka. Maður heyrir það á ferðaskrifstofum að það sé orðið auðvelt að fá herbergi í Reykjavík í júlí á lágu verði,“ segir Daníel. Pétur segir þetta rétt. „Þetta er líka í Reykjavík í sumar, en af því að við erum að vinna svo langt fram í tímann þá eru skilaboðin sem við erum að fá úr framtíðinni, sem er næsti vetur og 2018, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss eru mjög alvarleg,“ segir Pétur. Hann segir fyrirtæki sitt hafa verið í viðskiptum þar í fimmtán ár og að fyrirtæki þar séu að koma með þau skilaboð að Ísland sé komið upp úr þakinu. Hægt sé að fá góð gæði fyrir peninga í löndum eins og Kanada, Noregi og Írlandi. Gæðin á Íslandi standi ekki lengur undir verðinu hér og því standi til að hvíla Ísland. „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða. Út af því að fólkið er ekki að kaupa þessa þjónustu á þessari þjónustu sem við erum að bjóða.“ Pétur heldur áfram: „Einhverjir hafa talað um að ef að verð hækki á Íslandi komi bara efnaðir ferðamenn og kaupi það. Eins og það séu til einhverjir moldríkir bjánar sem vilja kaupa eitthvað drasl á okurverði. Það er ekki þannig í ferðaþjónustunni.“ Hægt er að hlusta á þessa umræðu í Sprengisandi hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Ferðamenn sem ekki voru búnir að ákveða að fara til Íslands fyrir styrkingu krónunnar eru ekki að skila sér hingað til lands. Búast má við alvarlegum samdrætti í ferðaþjónustu á næstunni. Þetta segja þeir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, og Daníel Jakobsson, hótelhaldari á Ísafirði, en þeir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fóru þeir yfir stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og mögulega framtíð hennar. Pétur segir að þegar ferðamenn fari að halda að sér, verði ferðaþjónustan á landsbyggðinni fyrst til að finna fyrir því. Daníel segir að ekki hafi verið mikill samdráttur hjá sér í sumar, en hann hafi verulegar áhyggjur fyrir næsta sumar. Hann segir Ísland vera að verða dýrara og að ferðþjónustuaðilar séu á heimsmarkaði. Ferðamenn ákveði að fara bara eitthvað annað. „Svo ekki sé nú talað um að maður þurfi að bæta virðisaukanum ofan á það. Þá er það bara alger dauðadómur yfir greininni og ekki bara á landsbyggðinni. Mér finnst það hafa verið ofmetið að tala um að þetta verði eitthvað sérstaklega erfitt fyrir landsbyggðina. Þetta verður erfitt fyrir Reykjavík líka. Maður heyrir það á ferðaskrifstofum að það sé orðið auðvelt að fá herbergi í Reykjavík í júlí á lágu verði,“ segir Daníel. Pétur segir þetta rétt. „Þetta er líka í Reykjavík í sumar, en af því að við erum að vinna svo langt fram í tímann þá eru skilaboðin sem við erum að fá úr framtíðinni, sem er næsti vetur og 2018, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss eru mjög alvarleg,“ segir Pétur. Hann segir fyrirtæki sitt hafa verið í viðskiptum þar í fimmtán ár og að fyrirtæki þar séu að koma með þau skilaboð að Ísland sé komið upp úr þakinu. Hægt sé að fá góð gæði fyrir peninga í löndum eins og Kanada, Noregi og Írlandi. Gæðin á Íslandi standi ekki lengur undir verðinu hér og því standi til að hvíla Ísland. „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða. Út af því að fólkið er ekki að kaupa þessa þjónustu á þessari þjónustu sem við erum að bjóða.“ Pétur heldur áfram: „Einhverjir hafa talað um að ef að verð hækki á Íslandi komi bara efnaðir ferðamenn og kaupi það. Eins og það séu til einhverjir moldríkir bjánar sem vilja kaupa eitthvað drasl á okurverði. Það er ekki þannig í ferðaþjónustunni.“ Hægt er að hlusta á þessa umræðu í Sprengisandi hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira