Erlent

Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi

Atli Ísleifsson skrifar
USS Stethem á siglingu ásamt öðrum skipum í flota Bandaríkjahers.
USS Stethem á siglingu ásamt öðrum skipum í flota Bandaríkjahers. Vísir/Getty
Kínverjar eru æfir út í Bandaríkin eftir að bandaríska herskipið USS Stethem sigldi nálægt eyjunni Triton, sem Kínverjar segjast hafa yfirráðarétt yfir á Suður-Kínahafi.

Eyjan er hluti af Paracel-eyjaklasanum sem mörg ríki hafa deilt um en Kínverjar hafa slegið eignarhaldi sínu á.

Í yfirlýsingu frá ráðamönnum í Peking segir að vera herskipsins á svæðinu sé alvarleg hernaðarleg og diplómatísk ögrun.

Skömmu eftir að yfirlýsingin barst frá kínverskum stjórnvöldum ræddu þeir Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping Kínaforseti saman í síma.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er þó ekki talað um hvort forsetarnir hafi rætt ástandið á Suður-Kínahafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×