Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2017 10:55 Lambið sem ferðamennrnir aflífuðu var um 10 til 12 kíló að sögn bónda sem kom á vettvang. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/Pjetur Átta erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir sauðaþjófnað í Breiðdal á Austurlandi í gærkvöldi en mennirnir eltu uppi lamb og aflífuðu það með því að skera það á háls. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að mennirnir hafi verið sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeir greiddu fyrir eignatjónið en þeir gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. Hann vill ekki gefa upplýsingar um hvaðan mennirnir eru. Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi í Berufirði, var einn þeirra sem hafði afskipti af mönnunum áður en lögreglan kom á staðinn.Lambið í svörtum ruslapoka og hnífurinn undir pokanum „Elsta dóttir mín var á ferðinni þarna sunnan við Breiðdalsvík rétt hjá Kleifarrétt. Þá eru þar sex til átta útlendingar á tveimur húsbílum hlaupandi á eftir lambi þarna meðfram fjörunni. Hún sá náttúrulega að þetta var eitthvað óeðlilegt og hringdi í okkur yfir á Breiðdalsvík þar sem við vorum í matarboði. Við förum að skoða þetta en þá var leikurinn búinn að berast einhverja 600 til 700 metra að ármótum þar sem Krossá rennur til sjávar og þar hafa þeir verið búnir að króa lambið og koma því inn í húsbíl þegar við komum að þeim,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann segir að ferðamennirnir hafi ekki viljað viðurkenna neitt varðandi lambið svo það er hringt í lögregluna sem kemur á staðinn skömmu síðar. „Lögreglumaðurinn fær leyfi til að fara inn í annan húsbílinn og þar er lambið bara í svörtum ruslapoka og búið að skera það á háls sem þeir hafa gert á meðan lambið var lifandi. Hnífurinn lá svo undir pokanum,“ segir Björgvin sem telur að lambið hafi verið um 10 til 12 kíló. Eins og áður segir voru mennirnir sektaðir og kærðir fyrir brot á lögum um velferð dýra og eignarspjöll. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Átta erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir sauðaþjófnað í Breiðdal á Austurlandi í gærkvöldi en mennirnir eltu uppi lamb og aflífuðu það með því að skera það á háls. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að mennirnir hafi verið sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeir greiddu fyrir eignatjónið en þeir gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. Hann vill ekki gefa upplýsingar um hvaðan mennirnir eru. Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi í Berufirði, var einn þeirra sem hafði afskipti af mönnunum áður en lögreglan kom á staðinn.Lambið í svörtum ruslapoka og hnífurinn undir pokanum „Elsta dóttir mín var á ferðinni þarna sunnan við Breiðdalsvík rétt hjá Kleifarrétt. Þá eru þar sex til átta útlendingar á tveimur húsbílum hlaupandi á eftir lambi þarna meðfram fjörunni. Hún sá náttúrulega að þetta var eitthvað óeðlilegt og hringdi í okkur yfir á Breiðdalsvík þar sem við vorum í matarboði. Við förum að skoða þetta en þá var leikurinn búinn að berast einhverja 600 til 700 metra að ármótum þar sem Krossá rennur til sjávar og þar hafa þeir verið búnir að króa lambið og koma því inn í húsbíl þegar við komum að þeim,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann segir að ferðamennirnir hafi ekki viljað viðurkenna neitt varðandi lambið svo það er hringt í lögregluna sem kemur á staðinn skömmu síðar. „Lögreglumaðurinn fær leyfi til að fara inn í annan húsbílinn og þar er lambið bara í svörtum ruslapoka og búið að skera það á háls sem þeir hafa gert á meðan lambið var lifandi. Hnífurinn lá svo undir pokanum,“ segir Björgvin sem telur að lambið hafi verið um 10 til 12 kíló. Eins og áður segir voru mennirnir sektaðir og kærðir fyrir brot á lögum um velferð dýra og eignarspjöll.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira