Lúpínan nálgast hús Björns Bjarnasonar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2017 15:30 Ráðherranum fyrrverandi líst ekkert á nágranna sinn, lúpínuna, sem færir sig stöðugt nær heimili hans í Háuhlíð. Myndin er samsett. Vísir/Vilhelm Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt vopnaður myndavél í göngutúr í Öskjuhlíðina í gær. Svo innblásinn var Björn eftir lestur á grein Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings, fyrrverandi iðnaðarráðherra og fyrrverandi þingmanns Alþýðubandalagsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær að hann ákvað að sýna lesendum sínum áhrif lúpínunnar í hjarta höfuðborgarinnar. Sjálfur býr Björn í Háuhlíð, rétt við Öskjuhlíðina. Skrif Hjörleifs í Morgunblaðinu koma í framhaldi af töluverðri umræðu um lúpínu eftir átak Austfirðinga í þeim efnum.Hjörleifur Guttormsson og Björn Bjarnason voru ekki alltaf sammála í pólitík en eru miklir vinir þegar kemur að lúpínunni, þó ekki vinir lúpínunnar.Vísir/StefánVaxandi hætta öllum augljós Í greininni rifjar Hjörleifur upp sögu lúpínunnar á Íslandi og segir hana hafa reynst varg í véum. „Eftir að hafa komið sér fyrir og hafið fræmyndun dreifist hún hratt um auðnir og gróið land og gjörbreytir ásýnd þess og aðstæðum fyrir náttúrulega gróðurframvindu,“ segir Hjörleifur. „Enn framleiðir Landgræðsla ríkisins lúpínufræ til dreifingar undir merkjum landgræðslu. Skógræktin og tengdir aðilar hafa lengi átt stóran hlut í dreifingu lúpínu um landið og með því skellt skollaeyrum við aðvörunum og augljóst vaxandi hættu. Þegar þannig er staðið að málum er skiljanlegt að almenningur sé ráðvilltur, og almenn leiðsögn og fræðsla um gróðurríkið er þess utan af skornum skammti.“ Björn er ánægður með skrif síns fyrrverandi pólitíska andstæðings en upplýsir þó á vefsíðu sinni að hann eigi góða vini sem hafi mikla trú á lúpínunni. Hún hafi reynt vel við uppgræðslu lands í þeirra eigu. Megi jafnvel segja að ævintýralegur árangur hafi náðst og gjörbreytt landgæðum til betri vegar.Óhætt er að segja að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar kemur að lúpínunni.vísir/gvaLúpínan fæli fólkið frá Hjörleifur kallar eftir því að stefnubreyting verði hjá Landgræðslu ríkisins og plantan tekin af lista stofnunarinnar yfir æskilegar landgræðsluplöntur. „Áframhaldandi hlýnun hérlendis ýtir enn frekar undir útbreiðslu lúpínunnar, þar sem allt miðhálendið utan jökla getur fyrr en varir orðið vettvangur hennar, sé ekki rönd við reist.“ Björn, sem búsettur er í Háuhlíð, skellti sér í framhaldinu í göngutúr um nágrenni sitt og upp í Öskjuhlíð og tók myndir af lúpínunni. Hann telur útbreiðsluna aukast á svæðinu á milli ára. Þá birtir hann mynd af hlíðinni rétt ofan við Háuhlíð þar sem hann býr. „Lúpínan færir sig ár eftir ár nær götunni. Trjágróðurinn þarna er allur sjálfsprottinn á undanförnum árum. Þarna var áður gróðurlaust grýtt svæði. Lúpínan fælir fólk frá að fara um svæðið og er þarna eins og illgresi.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Lúpína lýst útlæg úr vistkerfi Austfjarða Virkja á íbúa Fjarðabyggðar í átaki gegn lúpínu sem umhverfisstjóri sveitarfélagsins segir ekki eiga heima í vistkerfinu. Sú kenning að lúpínan græði upp næringarsnauð svæði og hopi síðan sé misskilningur. 29. júní 2017 07:00 Lúpínufólk hyggst sá fræjum í Fjarðabyggð Áhugafólk um notkun lúpínu bregst illa við áformum Fjarðabyggðar um að hefta ágang plöntunnar og segist ætla að sá lúpínufræjum þar eystra. Útbreiðsla lúpínu 35faldaðist á fimmtán árum í Fjarðabyggð. 5. júlí 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt vopnaður myndavél í göngutúr í Öskjuhlíðina í gær. Svo innblásinn var Björn eftir lestur á grein Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings, fyrrverandi iðnaðarráðherra og fyrrverandi þingmanns Alþýðubandalagsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær að hann ákvað að sýna lesendum sínum áhrif lúpínunnar í hjarta höfuðborgarinnar. Sjálfur býr Björn í Háuhlíð, rétt við Öskjuhlíðina. Skrif Hjörleifs í Morgunblaðinu koma í framhaldi af töluverðri umræðu um lúpínu eftir átak Austfirðinga í þeim efnum.Hjörleifur Guttormsson og Björn Bjarnason voru ekki alltaf sammála í pólitík en eru miklir vinir þegar kemur að lúpínunni, þó ekki vinir lúpínunnar.Vísir/StefánVaxandi hætta öllum augljós Í greininni rifjar Hjörleifur upp sögu lúpínunnar á Íslandi og segir hana hafa reynst varg í véum. „Eftir að hafa komið sér fyrir og hafið fræmyndun dreifist hún hratt um auðnir og gróið land og gjörbreytir ásýnd þess og aðstæðum fyrir náttúrulega gróðurframvindu,“ segir Hjörleifur. „Enn framleiðir Landgræðsla ríkisins lúpínufræ til dreifingar undir merkjum landgræðslu. Skógræktin og tengdir aðilar hafa lengi átt stóran hlut í dreifingu lúpínu um landið og með því skellt skollaeyrum við aðvörunum og augljóst vaxandi hættu. Þegar þannig er staðið að málum er skiljanlegt að almenningur sé ráðvilltur, og almenn leiðsögn og fræðsla um gróðurríkið er þess utan af skornum skammti.“ Björn er ánægður með skrif síns fyrrverandi pólitíska andstæðings en upplýsir þó á vefsíðu sinni að hann eigi góða vini sem hafi mikla trú á lúpínunni. Hún hafi reynt vel við uppgræðslu lands í þeirra eigu. Megi jafnvel segja að ævintýralegur árangur hafi náðst og gjörbreytt landgæðum til betri vegar.Óhætt er að segja að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar kemur að lúpínunni.vísir/gvaLúpínan fæli fólkið frá Hjörleifur kallar eftir því að stefnubreyting verði hjá Landgræðslu ríkisins og plantan tekin af lista stofnunarinnar yfir æskilegar landgræðsluplöntur. „Áframhaldandi hlýnun hérlendis ýtir enn frekar undir útbreiðslu lúpínunnar, þar sem allt miðhálendið utan jökla getur fyrr en varir orðið vettvangur hennar, sé ekki rönd við reist.“ Björn, sem búsettur er í Háuhlíð, skellti sér í framhaldinu í göngutúr um nágrenni sitt og upp í Öskjuhlíð og tók myndir af lúpínunni. Hann telur útbreiðsluna aukast á svæðinu á milli ára. Þá birtir hann mynd af hlíðinni rétt ofan við Háuhlíð þar sem hann býr. „Lúpínan færir sig ár eftir ár nær götunni. Trjágróðurinn þarna er allur sjálfsprottinn á undanförnum árum. Þarna var áður gróðurlaust grýtt svæði. Lúpínan fælir fólk frá að fara um svæðið og er þarna eins og illgresi.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Lúpína lýst útlæg úr vistkerfi Austfjarða Virkja á íbúa Fjarðabyggðar í átaki gegn lúpínu sem umhverfisstjóri sveitarfélagsins segir ekki eiga heima í vistkerfinu. Sú kenning að lúpínan græði upp næringarsnauð svæði og hopi síðan sé misskilningur. 29. júní 2017 07:00 Lúpínufólk hyggst sá fræjum í Fjarðabyggð Áhugafólk um notkun lúpínu bregst illa við áformum Fjarðabyggðar um að hefta ágang plöntunnar og segist ætla að sá lúpínufræjum þar eystra. Útbreiðsla lúpínu 35faldaðist á fimmtán árum í Fjarðabyggð. 5. júlí 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lúpína lýst útlæg úr vistkerfi Austfjarða Virkja á íbúa Fjarðabyggðar í átaki gegn lúpínu sem umhverfisstjóri sveitarfélagsins segir ekki eiga heima í vistkerfinu. Sú kenning að lúpínan græði upp næringarsnauð svæði og hopi síðan sé misskilningur. 29. júní 2017 07:00
Lúpínufólk hyggst sá fræjum í Fjarðabyggð Áhugafólk um notkun lúpínu bregst illa við áformum Fjarðabyggðar um að hefta ágang plöntunnar og segist ætla að sá lúpínufræjum þar eystra. Útbreiðsla lúpínu 35faldaðist á fimmtán árum í Fjarðabyggð. 5. júlí 2017 06:00