Engin hætta á mengun í Nauthólsvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2017 13:34 Sjósundskappar í Nauthólsvík. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir enga hættu á því að skólp sem nú berst óhreinsað út í hafið við skólpdælistöð í Faxaskjóli berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. Sýni voru tekin í fjörunni í morgun og er frumniðurstöðu að vænta á morgun. 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi hafa streymt út í sjóinn undanfarna ellefu sólarhringa. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir það taka sinn tíma að vinna úr sýnatöku líkt og þeirri sem gerð var í morgun. Önnur sýnataka í fjörunni er fyrirhuguð seinni partinn. „Fjaran leit mjög vel út og ákaflega lítil ummerki að sjá. Ef það finnst eitthvað þá verður það hreinsað,“ segir Svava.Skólphreinsistöðin í Faxaskjóli í morgun. Þar flæða 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi út í sjóinn.Vísir/VilhelmÞynnist um leið og það blandast sjó Skólpdælistöðin tekur við úrgangi frá stórum hluta Kópavogs, Garðabæjar, Breiðholts, Árbæjar og Norðlingaholts. Þaðan er skólpinu venjulega dælt áfram í hreinsistöð við Ánanaust þar sem það er hreinsað og dælt út í sjó um fjóra kílómetra frá landi. Vegna bilunar í neyðarlúgu, sem unnið er að viðgerð að, eru dælur ekki hafðar í gangi. Þess í stað er skólpinu leyft að flæða óhreinsuðu út í sjó við Faxaskjól. Svava segir enga hættu á því að skólpið frá Faxaskjóli berist í Nauthólsvík þar sem fjölmargir stunda sjóstund og nýta sér baðströndina á blíðviðrisdögum. „Það er engin hætta á að þetta berist í Nauthólsvík. Það er svo mikil þynning um leið og þetta blandast sjónum,“ segir Svava. Þá taki straumarnir við og beri skólið frá landi. Fjarlægðin í Nauthólsvík sé allt of mikil.Dömubindi eiga ekki að rata í klósettið Hún útskýrir að eftirlitið hafi í gegnum tíðina tekið prufur við Skeljanesið í Skerjafirði, þá dælustöð sem er næst Nauthólsvík. Endrum og sinnum hafi þurft að opna neyðarlúgu þar vegna bilana og í framhaldinu verið gerðar mælingar. „Við sjáum að það hefur ákaflega lítil áhrif á Nauthólsvík,“ segir Svava en dælustöðin er mun nær Nauthólsvík en sú í Faxaskjóli. Það sé aðallega svæðið í kringum Faxaskjól þar sem gætu sést hærri gildi saurgerla en annars sé aðallega um sjónmengun að ræða, þegar til landsins berist aukinn úrgangur. Sjórinn sé hins vegar fljótur að hreinsa sig. Svava minnir á að í þeim tilfellum sem dömubindi og þvíumlíkt finnist í fjörunni sé það einnig áminning um að það eigi ekki að rata í skólpkerfið til að byrja með. „Það verður aldrei of oft sagt.“ Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir enga hættu á því að skólp sem nú berst óhreinsað út í hafið við skólpdælistöð í Faxaskjóli berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. Sýni voru tekin í fjörunni í morgun og er frumniðurstöðu að vænta á morgun. 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi hafa streymt út í sjóinn undanfarna ellefu sólarhringa. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir það taka sinn tíma að vinna úr sýnatöku líkt og þeirri sem gerð var í morgun. Önnur sýnataka í fjörunni er fyrirhuguð seinni partinn. „Fjaran leit mjög vel út og ákaflega lítil ummerki að sjá. Ef það finnst eitthvað þá verður það hreinsað,“ segir Svava.Skólphreinsistöðin í Faxaskjóli í morgun. Þar flæða 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi út í sjóinn.Vísir/VilhelmÞynnist um leið og það blandast sjó Skólpdælistöðin tekur við úrgangi frá stórum hluta Kópavogs, Garðabæjar, Breiðholts, Árbæjar og Norðlingaholts. Þaðan er skólpinu venjulega dælt áfram í hreinsistöð við Ánanaust þar sem það er hreinsað og dælt út í sjó um fjóra kílómetra frá landi. Vegna bilunar í neyðarlúgu, sem unnið er að viðgerð að, eru dælur ekki hafðar í gangi. Þess í stað er skólpinu leyft að flæða óhreinsuðu út í sjó við Faxaskjól. Svava segir enga hættu á því að skólpið frá Faxaskjóli berist í Nauthólsvík þar sem fjölmargir stunda sjóstund og nýta sér baðströndina á blíðviðrisdögum. „Það er engin hætta á að þetta berist í Nauthólsvík. Það er svo mikil þynning um leið og þetta blandast sjónum,“ segir Svava. Þá taki straumarnir við og beri skólið frá landi. Fjarlægðin í Nauthólsvík sé allt of mikil.Dömubindi eiga ekki að rata í klósettið Hún útskýrir að eftirlitið hafi í gegnum tíðina tekið prufur við Skeljanesið í Skerjafirði, þá dælustöð sem er næst Nauthólsvík. Endrum og sinnum hafi þurft að opna neyðarlúgu þar vegna bilana og í framhaldinu verið gerðar mælingar. „Við sjáum að það hefur ákaflega lítil áhrif á Nauthólsvík,“ segir Svava en dælustöðin er mun nær Nauthólsvík en sú í Faxaskjóli. Það sé aðallega svæðið í kringum Faxaskjól þar sem gætu sést hærri gildi saurgerla en annars sé aðallega um sjónmengun að ræða, þegar til landsins berist aukinn úrgangur. Sjórinn sé hins vegar fljótur að hreinsa sig. Svava minnir á að í þeim tilfellum sem dömubindi og þvíumlíkt finnist í fjörunni sé það einnig áminning um að það eigi ekki að rata í skólpkerfið til að byrja með. „Það verður aldrei of oft sagt.“
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56
Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00