Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. vísir/eyþór Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. Kaupin gengu í gegn fyrr í mánuðinum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en kaupverð er trúnaðarmál. Engar áherslubreytingar eru fyrirhugaðar á rekstri útgáfunnar. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann og Vikuna. Dalurinn ehf., nýr eigandi Birtíngs, er í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þeir eiga hver um sig fimmtungshlut í félaginu. Seljendur eru félagið SMD ehf., sem er í eigu einkahlutafélags Hreins Loftssonar, Prospectus ehf., í eigu Matthíasar Björnssonar, og Karl Steinar Óskarsson. Félag Hreins átti fyrir viðskiptin 75 prósenta hlut í Birtíngi, en þeir Matthías og Karl Steinar 12,5 prósenta hlut hvor. Hreinn hefur stigið til hliðar sem stjórnarformaður og útgefandi Birtíngs, en Karl Steinar mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra og Matthías starfi fjármálastjóra. Gunnlaugur Árnason mun taka sæti stjórnarformanns í Birtíngi og leiða stefnumótun félagsins. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafélaganna M2 Communications og M2 Bespoke. Eins og kunnugt er var kaupum Pressunnar á Birtíngi rift í síðasta mánuði vegna bágborinnar fjárhagsstöðu Pressunnar. Áður höfðu fregnir borist af því að ekkert yrði af 300 milljóna króna hlutafjáraukningu Pressunnar. Dalurinn ehf. ætlaði meðal annars að leggja Pressunni til 155 milljónir króna af nýju hlutafé og verða þar með langsamlega stærsti eigandi fjölmiðilsins. Þegar Samkeppniseftirlitið samþykkti upphaflega kaup Pressunnar á Birtíngi fyrr á árinu kom meðal annars fram að fyrri eigendur Birtíngs hefðu ekki bolmagn til þess að halda útgáfunni áfram óbreyttri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur fjárhagsleg staða útgáfufélagsins nú verið tryggð. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. Kaupin gengu í gegn fyrr í mánuðinum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en kaupverð er trúnaðarmál. Engar áherslubreytingar eru fyrirhugaðar á rekstri útgáfunnar. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann og Vikuna. Dalurinn ehf., nýr eigandi Birtíngs, er í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þeir eiga hver um sig fimmtungshlut í félaginu. Seljendur eru félagið SMD ehf., sem er í eigu einkahlutafélags Hreins Loftssonar, Prospectus ehf., í eigu Matthíasar Björnssonar, og Karl Steinar Óskarsson. Félag Hreins átti fyrir viðskiptin 75 prósenta hlut í Birtíngi, en þeir Matthías og Karl Steinar 12,5 prósenta hlut hvor. Hreinn hefur stigið til hliðar sem stjórnarformaður og útgefandi Birtíngs, en Karl Steinar mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra og Matthías starfi fjármálastjóra. Gunnlaugur Árnason mun taka sæti stjórnarformanns í Birtíngi og leiða stefnumótun félagsins. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafélaganna M2 Communications og M2 Bespoke. Eins og kunnugt er var kaupum Pressunnar á Birtíngi rift í síðasta mánuði vegna bágborinnar fjárhagsstöðu Pressunnar. Áður höfðu fregnir borist af því að ekkert yrði af 300 milljóna króna hlutafjáraukningu Pressunnar. Dalurinn ehf. ætlaði meðal annars að leggja Pressunni til 155 milljónir króna af nýju hlutafé og verða þar með langsamlega stærsti eigandi fjölmiðilsins. Þegar Samkeppniseftirlitið samþykkti upphaflega kaup Pressunnar á Birtíngi fyrr á árinu kom meðal annars fram að fyrri eigendur Birtíngs hefðu ekki bolmagn til þess að halda útgáfunni áfram óbreyttri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur fjárhagsleg staða útgáfufélagsins nú verið tryggð.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira