Tatu með eigin tónlist í farteskinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2017 10:15 Tatu hefur síðustu ár einbeitt sér að eigin tónsmíðum. Finnski harmóníkuleikarinn Tatu Kantomaa setti lit á íslenskt tónlistarlíf um tólf ára skeið fyrir 2008 en hvarf þá til nyrstu slóða Finnlands. Nú er hann á landinu og spilar í Flóanum í Hörpu í kvöld undir merki Arctic Concerts. „Það er eigin tónlist sem ég ætla að leika,“ upplýsir hann. „Ég hef samið talsvert undanfarin ár, einkum fyrir nútímasirkus, danssýningar og leikhús. Sumir segja þá tónlist undir áhrifum af franskri harmóníkutónlist og argentínskum tangó, hún verður í fyrri hluta dagskrárinnar og í síðari hlutanum eru lög sem tengjast mínu heimasvæði, Lapplandi.“ Tatu býr í borginni Rovaniemi, rétt norðan við heimskautsbaug. „Rovaniemi er jólasveinabær með í kringum 30-40 þúsund íbúa. Skógur er alls staðar í kring og litlir bæir líka. Ég kenni í tónlistarskóla, spila í sirkus, leikhúsi og víðar þar sem vantar tónlist,“ lýsir hann glaðlega. Tatu kom með nýjan tón í harmóníkumenninguna á Íslandi, hélt tónleika um allt land, lék með íslenskum tónlistarmönnum og kenndi í skólum. Var í hljómsveitinni Rússíbönum og lék í leikhúsum, meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Cyrano og Édith Piaf í Þjóðleikhúsinu. Skyldi harmóníkan vera sterk í Finnlandi? „Það eru margir sem spila á harmóníku ég get samt ekki sagt að hún sé vinsælt hljóðfæri í dag, en hún var það, eins og á Íslandi,“ svarar Tatu sem talar svo góða íslensku að maður gleymir strax að hann sé útlendingur. „Ég var rúm tólf ár á Íslandi, svo ég hafði góðan tíma til að læra,“ segir hann. Tatu kveðst hafa lært á harmóníku í tvö ár í Hannover en þá verið búinn að læra í fimmtán ár heima. Mynd eftir Tatu Kanomaa úr hans nærumhverfi í Lapplandi.Nú er hann líka búinn að læra ljósmyndun. „Ég tók prófið í nóvember í fyrra, eftir tveggja ára nám. Það er skemmtilegt að fara í skóla um fertugt, besti tíminn. Ég var búinn að taka myndir í mörg ár áður og komst í annarri tilraun inn í skólann, það var ekki einfalt því maður þurfti að sýna að maður kynni að vinna sem ljósmyndari. Ég ætla að reyna að vinna við ljósmyndun í framtíðinni. En allt gengur í bylgjum og um leið og ég var búinn að læra fagið varð fullt að gera í músíkinni, því hef ég ekki haft mikinn tíma til að sinna myndatökum. En það er gott að hafa kunnáttuna.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Finnski harmóníkuleikarinn Tatu Kantomaa setti lit á íslenskt tónlistarlíf um tólf ára skeið fyrir 2008 en hvarf þá til nyrstu slóða Finnlands. Nú er hann á landinu og spilar í Flóanum í Hörpu í kvöld undir merki Arctic Concerts. „Það er eigin tónlist sem ég ætla að leika,“ upplýsir hann. „Ég hef samið talsvert undanfarin ár, einkum fyrir nútímasirkus, danssýningar og leikhús. Sumir segja þá tónlist undir áhrifum af franskri harmóníkutónlist og argentínskum tangó, hún verður í fyrri hluta dagskrárinnar og í síðari hlutanum eru lög sem tengjast mínu heimasvæði, Lapplandi.“ Tatu býr í borginni Rovaniemi, rétt norðan við heimskautsbaug. „Rovaniemi er jólasveinabær með í kringum 30-40 þúsund íbúa. Skógur er alls staðar í kring og litlir bæir líka. Ég kenni í tónlistarskóla, spila í sirkus, leikhúsi og víðar þar sem vantar tónlist,“ lýsir hann glaðlega. Tatu kom með nýjan tón í harmóníkumenninguna á Íslandi, hélt tónleika um allt land, lék með íslenskum tónlistarmönnum og kenndi í skólum. Var í hljómsveitinni Rússíbönum og lék í leikhúsum, meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Cyrano og Édith Piaf í Þjóðleikhúsinu. Skyldi harmóníkan vera sterk í Finnlandi? „Það eru margir sem spila á harmóníku ég get samt ekki sagt að hún sé vinsælt hljóðfæri í dag, en hún var það, eins og á Íslandi,“ svarar Tatu sem talar svo góða íslensku að maður gleymir strax að hann sé útlendingur. „Ég var rúm tólf ár á Íslandi, svo ég hafði góðan tíma til að læra,“ segir hann. Tatu kveðst hafa lært á harmóníku í tvö ár í Hannover en þá verið búinn að læra í fimmtán ár heima. Mynd eftir Tatu Kanomaa úr hans nærumhverfi í Lapplandi.Nú er hann líka búinn að læra ljósmyndun. „Ég tók prófið í nóvember í fyrra, eftir tveggja ára nám. Það er skemmtilegt að fara í skóla um fertugt, besti tíminn. Ég var búinn að taka myndir í mörg ár áður og komst í annarri tilraun inn í skólann, það var ekki einfalt því maður þurfti að sýna að maður kynni að vinna sem ljósmyndari. Ég ætla að reyna að vinna við ljósmyndun í framtíðinni. En allt gengur í bylgjum og um leið og ég var búinn að læra fagið varð fullt að gera í músíkinni, því hef ég ekki haft mikinn tíma til að sinna myndatökum. En það er gott að hafa kunnáttuna.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira