Rapparar hrifnir af skíðabuxum frá 66°Norður Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. júní 2017 09:30 Skíðabuxur eru greinilega að detta inn á tískuradar rappara. Rapparinn Big Sean sem spilaði á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi henti inn þremur sjóðheitum myndum af sér á Íslandi eftir dvöl sína á landinu en það sem vakti athygli tískugúrúanna á myndunum var að drengurinn var klæddur í forláta Hvannadalshnúks skíðabuxur frá 66°Norður auk trefils frá sama merki. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður, segir að stílisti rapparans hafi mætt í „showroom“ PR stofu 66°Norður í London og verið gríðarlega hrifinn af vörunum. „Í framhaldi báðu þau okkur um nokkrar flíkur, þar á meðal þær sem hann klæddist á Secret Solstice hátíðinni. Hann kíkti svo til okkar í verslunina á flugvellinum á heimleið og ætlaði að kaupa fleiri trefla en þeir voru því miður uppseldir þar.“ Aðspurður hvort Big Sean hafi verið beðinn um að pósta myndum af sér í fatnaðnum á Instagram segir Fannar að það hafi alfarið verið að frumkvæði Big Sean en að þau hafi verið virkilega ánægð með framtak rapparans. Fannar bætir því við að Hvannadalshnúks buxurnar séu einar af tæknilegustu útivistarbuxum 66° og voru þær hannaðar í samstarfi við meðlim úr björgunarsveitunum fyrir krefjandi aðstæður í huga. Á fimmtudaginn birtist svo grein í The Guardian þar sem hópurinn Boy Better Know – Skepta, bróðir hans JME, Jammer og fleiri – eru til viðtals. Þar má sjá Skepta í eins Hvannadalshnúks buxum auk Tinds flísjakka. Jammer er svo í Vatnajökuls buxum og Grandi Neoshell í bomber jakka á mynd inni í blaði. Það má því segja að íslenskur útivistarfatnaður eigi upp á pallborðið hjá röppurum og það verður spennandi að fylgjast með – kannski munum við sjá Migos í lopapeysum í ágúst. Tíska og hönnun Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Rapparinn Big Sean sem spilaði á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi henti inn þremur sjóðheitum myndum af sér á Íslandi eftir dvöl sína á landinu en það sem vakti athygli tískugúrúanna á myndunum var að drengurinn var klæddur í forláta Hvannadalshnúks skíðabuxur frá 66°Norður auk trefils frá sama merki. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður, segir að stílisti rapparans hafi mætt í „showroom“ PR stofu 66°Norður í London og verið gríðarlega hrifinn af vörunum. „Í framhaldi báðu þau okkur um nokkrar flíkur, þar á meðal þær sem hann klæddist á Secret Solstice hátíðinni. Hann kíkti svo til okkar í verslunina á flugvellinum á heimleið og ætlaði að kaupa fleiri trefla en þeir voru því miður uppseldir þar.“ Aðspurður hvort Big Sean hafi verið beðinn um að pósta myndum af sér í fatnaðnum á Instagram segir Fannar að það hafi alfarið verið að frumkvæði Big Sean en að þau hafi verið virkilega ánægð með framtak rapparans. Fannar bætir því við að Hvannadalshnúks buxurnar séu einar af tæknilegustu útivistarbuxum 66° og voru þær hannaðar í samstarfi við meðlim úr björgunarsveitunum fyrir krefjandi aðstæður í huga. Á fimmtudaginn birtist svo grein í The Guardian þar sem hópurinn Boy Better Know – Skepta, bróðir hans JME, Jammer og fleiri – eru til viðtals. Þar má sjá Skepta í eins Hvannadalshnúks buxum auk Tinds flísjakka. Jammer er svo í Vatnajökuls buxum og Grandi Neoshell í bomber jakka á mynd inni í blaði. Það má því segja að íslenskur útivistarfatnaður eigi upp á pallborðið hjá röppurum og það verður spennandi að fylgjast með – kannski munum við sjá Migos í lopapeysum í ágúst.
Tíska og hönnun Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira