Vil sýna hvað ég spila vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Ólafía ásamt Stacy Lewis, Phil Mickelson, Mariah Stackhouse og Klara Spilkova í aðdraganda risamótsins. fréttablaðið/getty Í dag rennur upp stór stund fyrir íslenskt golf þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður fyrsti íslenski kylfingurinn til að spila á risamóti í golfi. Það gerir hún á PGA-meistaramóti kvenna sem hefst á Olympia Fields í útjaðri Chicago-borgar í Bandaríkjunum. KPMG er aðalstyrktaraðili mótsins en Ólafía er einnig á samningi hjá fyrirtækinu. Það hefur því verið nóg að gera hjá henni í aðdraganda mótsins en í fyrradag spilaði hún á svokölluðu Pro-Am móti, þar sem atvinnukylfingarnir spila með áhugamönnum. „Maður nær lítið að æfa sig í slíkum aðstæðum. Maður er líka beðinn um að tala við alls konar fólk, sem er gaman en maður verður líka að muna af hverju maður er kominn hingað,“ sagði Ólafía við Fréttablaðið.Væri ekki það sama Ólafía vann sér sjálf inn þátttökurétt á mótinu með stöðu sinni á stigalista LPGA-mótaraðarinnar, og kom það því aldrei til þess að KPMG þurfti að bjóða henni sæti á mótinu, en aðalstyrktaraðili mótsins má bjóða tveimur kylfingum þátttöku á mótinu. Fyrstu fréttir voru hins vegar á þann veg að henni hafi verið boðin þátttaka sem reyndist misskilningur. „Það gerir mig enn stoltari að hafa komist inn á eigin frammistöðu. Mér hefði fundist svekkjandi að hugsa til þess að fyrsti Íslendingurinn sem keppir á stórmóti hafi fengið boð. Það væri ekki alveg það sama,“ segir hún. Ólafía ætlar að reyna að undirbúa sig fyrir þetta mót eins og öll önnur, þótt það kunni að vera erfitt. „Það er meira umstang hér og fleiri áhorfendur. Ég þarf fyrst og fremst að passa mig á því að ég mæti fersk til leiks – að ég sé andlega sterk og vel hvíld. Ég þarf að vera dugleg að æfa en um leið passa mig á því að gera ekki of mikið.“Nýliðamistök Það hefur verið nóg að gera hjá Ólafíu sem hefur tekið þátt í ellefu mótum á LPGA-mótaröðinni. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fjórum þeirra, en eftir mjög öfluga byrjun sat hún eftir í sjö mótum af síðustu ellefu. Axlarmeiðsli hafa verið að hrjá hana lítillega síðustu vikurnar en Ólafía viðurkennir einnig fúslega að hafa keppt á of mörgum mótum. „Það eru dæmigerð mistök fyrir kylfinga á fyrsta ári sem eru að berjast fyrir því að halda þátttökuréttinum sínum. Mann langar að spila á öllum mótum en það er manni ekki fyrir bestu, eins og sést á niðurstöðunni,“ segir hún en Ólafía dró sig úr móti fyrir tveimur vikum og hún sá um leið mikinn mun á sér á mótinu í Arkansas um síðustu helgi, þar sem hún komst áfram og náði sínum öðrum besta árangri á mótaröðinni.Vantaði nanósentimetra „Ég var allt önnur manneskja en tveimur vikum áður. Ég var mun skýrari í hugsun,“ segir Ólafía sem kveðst hafa lært mjög mikið á þessu hálfa ári sem hún hefur keppt í sterkustu mótaröð heims. „Þetta hefur liðið ótrúlega hratt. Mér finnst að ég hafi spilað mjög vel en samt er ég enn að bíða eftir að ég nái að sýna það alveg, hversu vel ég er að spila.“ Hún nefnir sem dæmi lokahringinn í Arkansas um síðustu helgi þar sem hún átti góðan möguleika á að vera á betra skori en einu höggi undir pari og klífa þar með hærra upp stigatöfluna en hún gerði. Ólafía hafnaði í 56. sæti. „Fólk sem horfði á mig spila sagði að ég hefði þess vegna getað verið tíu höggum undir. Það voru nanósentimetrar sem vantaði upp á púttin og fleira í þeim dúr. Stundum falla svona hlutir með manni og stundum ekki.“ Hún segist hafa verið svekkt út í sjálfa sig úti á vellinum. „Ég klúðraði þessu sjálf og því nokkuð pirruð. Mig langar auðvitað að vera hærra á peningalistanum en ég held að þetta sé allt að koma með þolinmæðinni,“ segir Ólafía sem er sem stendur í 131. sæti listans en efstu 100 fá sjálfkrafa þátttökurétt á næsta keppnistímabili.Reyni að vera ég sjálf Ólafía er vitanlega stolt af því að verða fyrsti Íslendingurinn sem keppir á risamóti í golfi en það má heyra á henni að hún er afar hógvær og dvelur ekki lengi við eigin afrek. „Jú, ég finn að ég er fyrirmynd fyrir aðra þegar ég kem heim til Íslands og hitti unga krakka. Það er bara skemmtilegt. Ég reyni að vera góð fyrirmynd og vera ég sjálf,“ segir hún að lokum. Golf Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Í dag rennur upp stór stund fyrir íslenskt golf þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður fyrsti íslenski kylfingurinn til að spila á risamóti í golfi. Það gerir hún á PGA-meistaramóti kvenna sem hefst á Olympia Fields í útjaðri Chicago-borgar í Bandaríkjunum. KPMG er aðalstyrktaraðili mótsins en Ólafía er einnig á samningi hjá fyrirtækinu. Það hefur því verið nóg að gera hjá henni í aðdraganda mótsins en í fyrradag spilaði hún á svokölluðu Pro-Am móti, þar sem atvinnukylfingarnir spila með áhugamönnum. „Maður nær lítið að æfa sig í slíkum aðstæðum. Maður er líka beðinn um að tala við alls konar fólk, sem er gaman en maður verður líka að muna af hverju maður er kominn hingað,“ sagði Ólafía við Fréttablaðið.Væri ekki það sama Ólafía vann sér sjálf inn þátttökurétt á mótinu með stöðu sinni á stigalista LPGA-mótaraðarinnar, og kom það því aldrei til þess að KPMG þurfti að bjóða henni sæti á mótinu, en aðalstyrktaraðili mótsins má bjóða tveimur kylfingum þátttöku á mótinu. Fyrstu fréttir voru hins vegar á þann veg að henni hafi verið boðin þátttaka sem reyndist misskilningur. „Það gerir mig enn stoltari að hafa komist inn á eigin frammistöðu. Mér hefði fundist svekkjandi að hugsa til þess að fyrsti Íslendingurinn sem keppir á stórmóti hafi fengið boð. Það væri ekki alveg það sama,“ segir hún. Ólafía ætlar að reyna að undirbúa sig fyrir þetta mót eins og öll önnur, þótt það kunni að vera erfitt. „Það er meira umstang hér og fleiri áhorfendur. Ég þarf fyrst og fremst að passa mig á því að ég mæti fersk til leiks – að ég sé andlega sterk og vel hvíld. Ég þarf að vera dugleg að æfa en um leið passa mig á því að gera ekki of mikið.“Nýliðamistök Það hefur verið nóg að gera hjá Ólafíu sem hefur tekið þátt í ellefu mótum á LPGA-mótaröðinni. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fjórum þeirra, en eftir mjög öfluga byrjun sat hún eftir í sjö mótum af síðustu ellefu. Axlarmeiðsli hafa verið að hrjá hana lítillega síðustu vikurnar en Ólafía viðurkennir einnig fúslega að hafa keppt á of mörgum mótum. „Það eru dæmigerð mistök fyrir kylfinga á fyrsta ári sem eru að berjast fyrir því að halda þátttökuréttinum sínum. Mann langar að spila á öllum mótum en það er manni ekki fyrir bestu, eins og sést á niðurstöðunni,“ segir hún en Ólafía dró sig úr móti fyrir tveimur vikum og hún sá um leið mikinn mun á sér á mótinu í Arkansas um síðustu helgi, þar sem hún komst áfram og náði sínum öðrum besta árangri á mótaröðinni.Vantaði nanósentimetra „Ég var allt önnur manneskja en tveimur vikum áður. Ég var mun skýrari í hugsun,“ segir Ólafía sem kveðst hafa lært mjög mikið á þessu hálfa ári sem hún hefur keppt í sterkustu mótaröð heims. „Þetta hefur liðið ótrúlega hratt. Mér finnst að ég hafi spilað mjög vel en samt er ég enn að bíða eftir að ég nái að sýna það alveg, hversu vel ég er að spila.“ Hún nefnir sem dæmi lokahringinn í Arkansas um síðustu helgi þar sem hún átti góðan möguleika á að vera á betra skori en einu höggi undir pari og klífa þar með hærra upp stigatöfluna en hún gerði. Ólafía hafnaði í 56. sæti. „Fólk sem horfði á mig spila sagði að ég hefði þess vegna getað verið tíu höggum undir. Það voru nanósentimetrar sem vantaði upp á púttin og fleira í þeim dúr. Stundum falla svona hlutir með manni og stundum ekki.“ Hún segist hafa verið svekkt út í sjálfa sig úti á vellinum. „Ég klúðraði þessu sjálf og því nokkuð pirruð. Mig langar auðvitað að vera hærra á peningalistanum en ég held að þetta sé allt að koma með þolinmæðinni,“ segir Ólafía sem er sem stendur í 131. sæti listans en efstu 100 fá sjálfkrafa þátttökurétt á næsta keppnistímabili.Reyni að vera ég sjálf Ólafía er vitanlega stolt af því að verða fyrsti Íslendingurinn sem keppir á risamóti í golfi en það má heyra á henni að hún er afar hógvær og dvelur ekki lengi við eigin afrek. „Jú, ég finn að ég er fyrirmynd fyrir aðra þegar ég kem heim til Íslands og hitti unga krakka. Það er bara skemmtilegt. Ég reyni að vera góð fyrirmynd og vera ég sjálf,“ segir hún að lokum.
Golf Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira