Skýrsla Þorsteins: Ólafía þarf að vera aðeins djarfari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 22:48 Ólafía gefur eiginhandaráritanir eftir hringinn sögulega í kvöld. vísir/friðrik þór Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á sínu fyrsta risamóti. Þorsteinn labbaði hringinn með Ólafíu í dag og sendi okkur þessa skýrslu í kvöld. Ólafía hefði ekki getað fengið betri byrjun á fyrsta risamóti sínu þar sem hún fékk fugl á fyrstu braut. Hún lék varfærið golf en yfirvegað sem skilaði henni pari á brautum 2 – 6. Á 7. braut, sem er nokkuð erfið par 3 braut, sló hún teighögg með fimmjárni og var um 9 metra frá holunni á flötinni og í framhaldinu renndi hún púttinu niður í holu. Þá var hún komin tvö högg undir par og á þeim tíma jöfn í 4. sæti mótsins. Par fylgdi á 8. braut og svo skolli á 9. brautinni sem er virkilega löng og erfið þegar vindurinn blæs þétt á móti eins og hann gerði í dag. Ólafía Þórunn lék fyrri níu brautirnar á 35 höggum, einu höggi undir pari. Seinni níu brautirnar reyndust erfiðari.Þar fékk Ólafía tvo skolla og einn skramba. Á 15. brautinni, sem er par 3, sló hún ágætis högg af teig. Boltinn fauk undan vindinum og endaði í glompu hægra megin við flötina í nánast vonlausri stöðu til þess að slá inn á flöt. Boltinn lá undir bakkanum og þurfti Ólafía að standa fyrir utan glompuna með boltann langt fyrir neðan sig. Þá braut lék hún á fimm höggum eða skramba. Síðan fylgdi par á brautum 16 – 18.Niðurstaða: Mér fannst Ólafía Þórunn leika virkilega vel af teig. Hún hitti 11 brautir af 14. Það sem helst má skerpa á fyrir morgundaginn eru inn á höggin. Hún hitti 12 flatir af 18 í áætluðum höggafjölda (regulation) sem er fulllítið miðað við hve vel hún sló af teig. Á morgun verður hún að vera aðeins djarfari í höggum inn á flatir og koma boltanum nær holu svo fuglafærin verði betri. Kveðja frá Olympia Fields vellinum í Chicago, Þorsteinn Hallgrímsson Golf Tengdar fréttir Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37 Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á sínu fyrsta risamóti. Þorsteinn labbaði hringinn með Ólafíu í dag og sendi okkur þessa skýrslu í kvöld. Ólafía hefði ekki getað fengið betri byrjun á fyrsta risamóti sínu þar sem hún fékk fugl á fyrstu braut. Hún lék varfærið golf en yfirvegað sem skilaði henni pari á brautum 2 – 6. Á 7. braut, sem er nokkuð erfið par 3 braut, sló hún teighögg með fimmjárni og var um 9 metra frá holunni á flötinni og í framhaldinu renndi hún púttinu niður í holu. Þá var hún komin tvö högg undir par og á þeim tíma jöfn í 4. sæti mótsins. Par fylgdi á 8. braut og svo skolli á 9. brautinni sem er virkilega löng og erfið þegar vindurinn blæs þétt á móti eins og hann gerði í dag. Ólafía Þórunn lék fyrri níu brautirnar á 35 höggum, einu höggi undir pari. Seinni níu brautirnar reyndust erfiðari.Þar fékk Ólafía tvo skolla og einn skramba. Á 15. brautinni, sem er par 3, sló hún ágætis högg af teig. Boltinn fauk undan vindinum og endaði í glompu hægra megin við flötina í nánast vonlausri stöðu til þess að slá inn á flöt. Boltinn lá undir bakkanum og þurfti Ólafía að standa fyrir utan glompuna með boltann langt fyrir neðan sig. Þá braut lék hún á fimm höggum eða skramba. Síðan fylgdi par á brautum 16 – 18.Niðurstaða: Mér fannst Ólafía Þórunn leika virkilega vel af teig. Hún hitti 11 brautir af 14. Það sem helst má skerpa á fyrir morgundaginn eru inn á höggin. Hún hitti 12 flatir af 18 í áætluðum höggafjölda (regulation) sem er fulllítið miðað við hve vel hún sló af teig. Á morgun verður hún að vera aðeins djarfari í höggum inn á flatir og koma boltanum nær holu svo fuglafærin verði betri. Kveðja frá Olympia Fields vellinum í Chicago, Þorsteinn Hallgrímsson
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37 Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16
Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00