Birgir Leifur í fjórða sæti á móti í Belgíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 13:30 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/GSÍmyndir Birgir Leifur Hafþórsson spilaði frábærlega á lokahring KPMG mótsins í Belgíu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á sex höggum undir pari og endar því í 4. til 9. sæti á sextán höggum undir pari. Austurríkismaðurinn Martin Wiegele tryggði sér sigurinn með því að leika á 19 höggum undir pari, Spánverjinn Pedro Oriol var annar á 18 höggum undir pari en þriðji var Daninn Mark Flindt Haastrup á 17 höggum undir pari. Birgir Leifur var einn sex sem léku á sextán höggum undir pari. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék alla hringina fjóra undir pari en engan betur en lokahringinn þar sem hann fékk sjö fugla og aðeins einn skolla. Birgir lék hringina fjóra á 69 höggum, 68 höggum, 69 höggum og loks 66 höggum í dag. Þetta gera alls 272 högg og 16 högg undir pari. Mótið fer fram á Royal Waterloo Golf Club og er þetta í fimmta sinn sem mótið fer fram á þessum velli. Það er hægt að sjá allt skor keppenda hér. Birgir Leifur átti magnað mót í Belgíu en hann náði meðal annars tvisvar sinnum erniá öðrum hring, fór fyrst holu í höggi á fjórðu braut og spilaði síðan par fimm holu á sautjándu á þremur höggum. Birgir fékk alls 23 fugla og tvo erni á mótinu en á fjórum holum náði hann þremur fuglum af fjórum mögulegum en það var á holum tvö, þrjú, tíu og átján. Mótið í Belgíu er þriðja mótið á þessu tímabili hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni en hann hefur spilað betur og betur á hverju móti eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu sem fram fór í Andalúsíu á Spáni. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson spilaði frábærlega á lokahring KPMG mótsins í Belgíu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á sex höggum undir pari og endar því í 4. til 9. sæti á sextán höggum undir pari. Austurríkismaðurinn Martin Wiegele tryggði sér sigurinn með því að leika á 19 höggum undir pari, Spánverjinn Pedro Oriol var annar á 18 höggum undir pari en þriðji var Daninn Mark Flindt Haastrup á 17 höggum undir pari. Birgir Leifur var einn sex sem léku á sextán höggum undir pari. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék alla hringina fjóra undir pari en engan betur en lokahringinn þar sem hann fékk sjö fugla og aðeins einn skolla. Birgir lék hringina fjóra á 69 höggum, 68 höggum, 69 höggum og loks 66 höggum í dag. Þetta gera alls 272 högg og 16 högg undir pari. Mótið fer fram á Royal Waterloo Golf Club og er þetta í fimmta sinn sem mótið fer fram á þessum velli. Það er hægt að sjá allt skor keppenda hér. Birgir Leifur átti magnað mót í Belgíu en hann náði meðal annars tvisvar sinnum erniá öðrum hring, fór fyrst holu í höggi á fjórðu braut og spilaði síðan par fimm holu á sautjándu á þremur höggum. Birgir fékk alls 23 fugla og tvo erni á mótinu en á fjórum holum náði hann þremur fuglum af fjórum mögulegum en það var á holum tvö, þrjú, tíu og átján. Mótið í Belgíu er þriðja mótið á þessu tímabili hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni en hann hefur spilað betur og betur á hverju móti eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu sem fram fór í Andalúsíu á Spáni.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira