Auðveldara og ódýrara að skipta um banka Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2017 07:00 Landsbankinn hefur meðal annars fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Samkeppniseftirlitið telur að þetta muni auka samkeppni. Fréttablaðið/Andri Marínó Sátt Samkeppniseftirlitsins við Landsbankann um að bankinn grípi til aðgerða sem auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað er til þess fallin að auka aðhald og samkeppni á bankamarkaði. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Fréttablaðið. Viðræður við Arion banka og Íslandsbanka um sams konar aðgerðir eru á lokastigi. Tilkynnt var um sáttina í fyrradag, en aðgerðirnar sem Landsbankinn skuldbindur sig til að grípa til miða meðal annars að því að draga úr þeim kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar þeir skipta um banka, stuðla að virkara aðhaldi af hálfu viðskiptavina og eins vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir „þögla samhæfingu“ á bankamarkaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsSem dæmi hefur Landsbankinn fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Þá þurfa þeir sem taka íbúðalán hjá bankanum ekki lengur að færa öll viðskipti sín til bankans. Eins verða viðskiptavinir upplýstir fyrirfram um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið lengi hafa stefnt að því að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum og búa í haginn fyrir öflugri samkeppni á fjármálamarkaði. „Við höfum meðal annars verið með til skoðunar ýmsa bindingu og höfum, líkt og samkeppniseftirlit víða í kringum okkur, haft áhyggjur af því að það hamli samkeppni þegar einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki eiga erfitt með að færa sig á milli þjónustuveitenda vegna ýmiss konar kostnaðar sem af því stafar eða þá vegna þess að það sé erfitt í framkvæmd.“ Á þessum grunni hafi eftirlitið boðað til viðræðna við stóru viðskiptabankana þrjá sumarið 2015, meðal annars um aðgerðir til þess að efla samkeppni og draga úr umræddum skiptikostnaði. Var Landsbankinn fyrsti bankinn til þess að ljúka viðræðunum. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið hafa átt mjög uppbyggilegar viðræður við alla bankana að undanförnu. Það sé í sjálfu sér jákvætt að bankarnir séu reiðubúnir til þess að ræða þessa hluti og grípa til aðgerða sem séu hagfelldar viðskiptavinum. „Með því að draga úr hindrunum fyrir viðskiptavini við að skipta um banka geta þeir veitt bönkunum meira aðhald. Þeir hafa þetta vopn í höndunum að geta fært sig á milli banka á einfaldari hátt en áður. Þetta aðhald gerir það væntanlega að verkum að bankarnir reyna að halda í sína viðskiptavini með heilbrigðri samkeppni. Þannig að þetta ætti að skila sér í betri kjörum og betri þjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Sátt Samkeppniseftirlitsins við Landsbankann um að bankinn grípi til aðgerða sem auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað er til þess fallin að auka aðhald og samkeppni á bankamarkaði. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Fréttablaðið. Viðræður við Arion banka og Íslandsbanka um sams konar aðgerðir eru á lokastigi. Tilkynnt var um sáttina í fyrradag, en aðgerðirnar sem Landsbankinn skuldbindur sig til að grípa til miða meðal annars að því að draga úr þeim kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar þeir skipta um banka, stuðla að virkara aðhaldi af hálfu viðskiptavina og eins vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir „þögla samhæfingu“ á bankamarkaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsSem dæmi hefur Landsbankinn fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Þá þurfa þeir sem taka íbúðalán hjá bankanum ekki lengur að færa öll viðskipti sín til bankans. Eins verða viðskiptavinir upplýstir fyrirfram um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið lengi hafa stefnt að því að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum og búa í haginn fyrir öflugri samkeppni á fjármálamarkaði. „Við höfum meðal annars verið með til skoðunar ýmsa bindingu og höfum, líkt og samkeppniseftirlit víða í kringum okkur, haft áhyggjur af því að það hamli samkeppni þegar einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki eiga erfitt með að færa sig á milli þjónustuveitenda vegna ýmiss konar kostnaðar sem af því stafar eða þá vegna þess að það sé erfitt í framkvæmd.“ Á þessum grunni hafi eftirlitið boðað til viðræðna við stóru viðskiptabankana þrjá sumarið 2015, meðal annars um aðgerðir til þess að efla samkeppni og draga úr umræddum skiptikostnaði. Var Landsbankinn fyrsti bankinn til þess að ljúka viðræðunum. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið hafa átt mjög uppbyggilegar viðræður við alla bankana að undanförnu. Það sé í sjálfu sér jákvætt að bankarnir séu reiðubúnir til þess að ræða þessa hluti og grípa til aðgerða sem séu hagfelldar viðskiptavinum. „Með því að draga úr hindrunum fyrir viðskiptavini við að skipta um banka geta þeir veitt bönkunum meira aðhald. Þeir hafa þetta vopn í höndunum að geta fært sig á milli banka á einfaldari hátt en áður. Þetta aðhald gerir það væntanlega að verkum að bankarnir reyna að halda í sína viðskiptavini með heilbrigðri samkeppni. Þannig að þetta ætti að skila sér í betri kjörum og betri þjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira