Óþelló fyrst íslenskra leikverka til Slóvakíu Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júní 2017 12:00 Gísli Örn verður meðal annars með Masterclass á hátíðinni. Vísir/Eyþór „Vesturporti og Þjóðleikhúsinu var boðið að fara á leiklistarhátíð í Bratislava í Slóvakíu sem er í gangi núna. Þetta er rosalega spennandi hátíð og það er gaman að segja frá því að það er orðið uppselt á sýningarnar okkar þarna – við erum að fara að sýna þetta á íslensku í aðalsalnum í þjóðleikhúsinu í Slóvakíu, sem er risastór, þannig að það er slatti af fólki að fara að horfa á þetta með texta. Gísli ætlar líka að vera með Masterclass þarna úti – það mætir fullt af fólki á það líka. Við munum svo læðast út af Grímunni, við eigum nefnilega næturflug út á föstudaginn,“ segir Nana Alfredsdóttir hjá Vesturporti en þau eru á leiðinni út til Slóvakíu með Óþelló – þar með er það í fyrsta sinn sem íslenskt leikhús er sýnt þar í landi. Það er hátíðin Eurokontext sem stendur fyrir komu Vesturports og til þess fékk hátíðin norskan EES-styrk. Dramatúrg hátíðarinnar er Miriam Kicinová og er yfirskrift hennar fremur pólitísk – sú í ár hefur til að mynda skírskotun í slóvaska öfgaflokka. „Þessi hátíð er mjög skemmtileg – það er sem sagt alltaf annað hvert ár leiklist og hitt árið ópera og dans. Nú er það leiklistin, en yfirskrift hátíðarinnar er í þetta sinn „menning ógnað af menningu“ [e. civilization threatened by civilization]. Á síðustu hátíð var talað um Berlínarmúrinn og hvernig við í Evrópu erum búin að brjóta niður Berlínarmúrinn en erum enn að byggja nýja veggi – hvernig sagan endurtekur sig. Nú er verið að ræða það að það sé ekki alltaf utanaðkomandi ógn sem stefni siðmenningunni í hættu heldur sé það eitthvað innan okkar eigin siðmenningar sem geti verið ógnin – til að mynda öfgaflokkar. Það eru sextán verk sýnd á hátíðinni og þau voru öll valin með þetta í huga, þess vegna á Óþelló upp á pallborðið þarna. Síðan er fólk líka spennt fyrir því að sjá Jagó sem kvenkarakter – þetta fræga illmenni er oftast karlhlutverk þannig að það er spenna fyrir því.“ Það virðist vera meira en nóg að gera hjá Vesturporti. Hvað er svona á döfinni? „Það er svo mikil eftirspurn eftir okkur erlendis, en við förum til Póllands í haust til dæmis – Austur-Evrópa er að kalla. Síðan erum við að sýna Í Hjarta Hróa hattar í L.A. og Ameríkutúr í kjölfarið... já og svo er það Ellý hérna heima, þannig að það er alltaf líf og fjör.“ Tengdar fréttir Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Vesturporti og Þjóðleikhúsinu var boðið að fara á leiklistarhátíð í Bratislava í Slóvakíu sem er í gangi núna. Þetta er rosalega spennandi hátíð og það er gaman að segja frá því að það er orðið uppselt á sýningarnar okkar þarna – við erum að fara að sýna þetta á íslensku í aðalsalnum í þjóðleikhúsinu í Slóvakíu, sem er risastór, þannig að það er slatti af fólki að fara að horfa á þetta með texta. Gísli ætlar líka að vera með Masterclass þarna úti – það mætir fullt af fólki á það líka. Við munum svo læðast út af Grímunni, við eigum nefnilega næturflug út á föstudaginn,“ segir Nana Alfredsdóttir hjá Vesturporti en þau eru á leiðinni út til Slóvakíu með Óþelló – þar með er það í fyrsta sinn sem íslenskt leikhús er sýnt þar í landi. Það er hátíðin Eurokontext sem stendur fyrir komu Vesturports og til þess fékk hátíðin norskan EES-styrk. Dramatúrg hátíðarinnar er Miriam Kicinová og er yfirskrift hennar fremur pólitísk – sú í ár hefur til að mynda skírskotun í slóvaska öfgaflokka. „Þessi hátíð er mjög skemmtileg – það er sem sagt alltaf annað hvert ár leiklist og hitt árið ópera og dans. Nú er það leiklistin, en yfirskrift hátíðarinnar er í þetta sinn „menning ógnað af menningu“ [e. civilization threatened by civilization]. Á síðustu hátíð var talað um Berlínarmúrinn og hvernig við í Evrópu erum búin að brjóta niður Berlínarmúrinn en erum enn að byggja nýja veggi – hvernig sagan endurtekur sig. Nú er verið að ræða það að það sé ekki alltaf utanaðkomandi ógn sem stefni siðmenningunni í hættu heldur sé það eitthvað innan okkar eigin siðmenningar sem geti verið ógnin – til að mynda öfgaflokkar. Það eru sextán verk sýnd á hátíðinni og þau voru öll valin með þetta í huga, þess vegna á Óþelló upp á pallborðið þarna. Síðan er fólk líka spennt fyrir því að sjá Jagó sem kvenkarakter – þetta fræga illmenni er oftast karlhlutverk þannig að það er spenna fyrir því.“ Það virðist vera meira en nóg að gera hjá Vesturporti. Hvað er svona á döfinni? „Það er svo mikil eftirspurn eftir okkur erlendis, en við förum til Póllands í haust til dæmis – Austur-Evrópa er að kalla. Síðan erum við að sýna Í Hjarta Hróa hattar í L.A. og Ameríkutúr í kjölfarið... já og svo er það Ellý hérna heima, þannig að það er alltaf líf og fjör.“
Tengdar fréttir Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30