Grá fyrir járnum Líf Magneudóttir skrifar 16. júní 2017 16:04 Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref. Með þessari afstöðu er ég alls ekki að gefa einhvern afslátt á öryggi almennings. Það á að tryggja í hvívetna. Þetta er spurning um ásýnd og aðferðir. Okkur ber skylda til að velta því fyrir okkur. Tvær lykilspurningar finnast mér vera í málinu. Sú fyrri er hvort það sé nauðsynlegt að íslensk lögregla vígbúist í auknum mæli og hin er sú hvort rétt sé að sá hluti lögreglunnar sem notar skotvopn skuli sinna sýnilegri löggæslu á fjöldasamkomum. Enn hef ég ekki heyrt sterk rök fyrir því að íslensk lögregla eigi að bera skotvopn og stækki vopnasafn sitt í auknum mæli. Þvert á móti er skynsamlegra að aðbúnaður lögreglunnar sé almennt góður þannig að nægur mannafli sé fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður til rannsókna og almennrar löggæslu – að skotvopnum undanskildum. Sé talið nauðsynlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn innan seilingar á fjöldasamkomum þurfa þeir ekki að stilla sér upp á hæsta hól og vera öllum sýnilegir. Ekkert hefur komið fram sem útskýrir af hverju sá fælingarmáttur, sem slík uppstilling á að hafa, sé nauðsynlegur nú á Íslandi. Þetta á ég við þegar ég set spurningarmerki við þessa breyttu ásýnd og aðferðir yfirmanna lögreglumála á Íslandi. Í því felst ekki gagnrýni á lögregluna sem slíka, því hún gegnir veigamiklu hlutverki í að þjónusta borgarana og tryggja öryggi þeirra. VG hefur viljað efla hana, bæta menntun lögreglumanna og auka samstarf við fagaðila í öðrum stéttum. Sem betur fer búum við ekki í landi þar sem almennir borgarar falla reglulega fyrir hendi vopnaðra lögreglumanna. Það hefur bara gerst einu sinni. Ísland er enda efst á lista yfir friðsælustu lönd heims og það eru forréttindi sem mér finnst mikilvægt að varðveita. Alltof fáir íbúar þessa heims búa við nægjanlegt öryggi og frið. Í grundvallaratriðum er umræðan um vopnaburð lögreglu ekki mikið flóknari en þetta. Auðvitað eru ekki allir sammála um hversu hættulegt það er að búa á Íslandi. Margir hafa úttalað sig digurbarkalega um þetta mál og gert lítið úr andstæðingum sínum og jafnvel snúið út úr. Það eru ekki merkileg innlegg í umræðuna. Það er þeirra sem vilja skotvopnavæða lögregluna að sýna fram á að þörf sé á byssunum. Hingað til hefur ekki verið sýnt fram á það.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref. Með þessari afstöðu er ég alls ekki að gefa einhvern afslátt á öryggi almennings. Það á að tryggja í hvívetna. Þetta er spurning um ásýnd og aðferðir. Okkur ber skylda til að velta því fyrir okkur. Tvær lykilspurningar finnast mér vera í málinu. Sú fyrri er hvort það sé nauðsynlegt að íslensk lögregla vígbúist í auknum mæli og hin er sú hvort rétt sé að sá hluti lögreglunnar sem notar skotvopn skuli sinna sýnilegri löggæslu á fjöldasamkomum. Enn hef ég ekki heyrt sterk rök fyrir því að íslensk lögregla eigi að bera skotvopn og stækki vopnasafn sitt í auknum mæli. Þvert á móti er skynsamlegra að aðbúnaður lögreglunnar sé almennt góður þannig að nægur mannafli sé fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður til rannsókna og almennrar löggæslu – að skotvopnum undanskildum. Sé talið nauðsynlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn innan seilingar á fjöldasamkomum þurfa þeir ekki að stilla sér upp á hæsta hól og vera öllum sýnilegir. Ekkert hefur komið fram sem útskýrir af hverju sá fælingarmáttur, sem slík uppstilling á að hafa, sé nauðsynlegur nú á Íslandi. Þetta á ég við þegar ég set spurningarmerki við þessa breyttu ásýnd og aðferðir yfirmanna lögreglumála á Íslandi. Í því felst ekki gagnrýni á lögregluna sem slíka, því hún gegnir veigamiklu hlutverki í að þjónusta borgarana og tryggja öryggi þeirra. VG hefur viljað efla hana, bæta menntun lögreglumanna og auka samstarf við fagaðila í öðrum stéttum. Sem betur fer búum við ekki í landi þar sem almennir borgarar falla reglulega fyrir hendi vopnaðra lögreglumanna. Það hefur bara gerst einu sinni. Ísland er enda efst á lista yfir friðsælustu lönd heims og það eru forréttindi sem mér finnst mikilvægt að varðveita. Alltof fáir íbúar þessa heims búa við nægjanlegt öryggi og frið. Í grundvallaratriðum er umræðan um vopnaburð lögreglu ekki mikið flóknari en þetta. Auðvitað eru ekki allir sammála um hversu hættulegt það er að búa á Íslandi. Margir hafa úttalað sig digurbarkalega um þetta mál og gert lítið úr andstæðingum sínum og jafnvel snúið út úr. Það eru ekki merkileg innlegg í umræðuna. Það er þeirra sem vilja skotvopnavæða lögregluna að sýna fram á að þörf sé á byssunum. Hingað til hefur ekki verið sýnt fram á það.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar