Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 17. júní 2017 07:00 Tiago í íslenskri náttúru á síðasta ári. Hann starfaði við akstur fyrir sjálfboðaliðasamtökin Seeds og kvartaði undan álagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi vegna starfa Tiago Quintanihla, doktorsnema frá Portúgal, fyrir samtökin á síðasta ári. Tiago leitaði aðstoðar hjá Vinnumálastofnun, lögreglu og lögfræðingum stéttarfélaga vegna óásættanlegs vinnuálags og ótryggra aðstæðna við akstur fyrir samtökin. Stéttarfélög landsins hafa ítrekað að sjálfboðaliðastörf geti ekki verið við efnahagslega starfsemi sem er í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi. Það feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Afstaða Eflingar er skýr hvað þetta varðar. Störf Tiago feli í sér undirboð á vinnumarkaði. Að auki geti sjálfboðavinna ekki falið í sér akstur, hvort sem um er að ræða fólksflutninga eða akstur á vörum á milli staða. „Nú er verið að vinna stefnugerðina og málið fer í innheimtu hjá lögmönnum félagsins,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar, og staðfestir að upphæðin sé tvær milljónir króna. Samtökin hafi boðið Tiago tvö hundruð þúsund krónur eftir að málið kom á borð Eflingar. Því boði hafi hann hafnað. Tiago starfaði við akstur. „Hann greindi frá því að hann hefði gegnt starfi sendibílstjóra og hópferðabílstjóra í sjálfboðavinnu. Hann hafi verið sendur með vörur og flutti fólk á milli landshluta,“ segir Ingólfur Björgvin Jónsson sem tók við máli hans hjá Eflingu og tekur fram að laun og önnur starfskjör slíkra starfa skuli ávallt vera samkvæmt lágmarkskjörum viðkomandi starfsgreinar. Störf sjálfboðaliða megi ekki fela í sér undirboð á vinnumarkaði.Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS.Stéttarfélögin hafa áhyggjur af störfum sjálfboðaliða á landinu. „Stéttarfélögin hafa stöðugar áhyggjur af þessu og það er einmitt þess vegna sem við höfum undirritað samninga bæði við SA og Bændasamtökin um hvað felst í sjálfboðavinnu og þá helst hvað má ekki vinna í sjálfboðastörfum. Það eru alltaf einhver mál í gangi,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. Hún ítrekar að það þurfi að gera skýran greinarmun á sjálfboðaliðastörfum í efnahagslegri starfsemi annars vegar og sjálfboðaliðum í samfélagslegri vinnu hins vegar.Tiago, doktorsnemi frá Portúgal.Tiago er staddur í Portúgal og glímir enn við eftirköst dvalarinnar á Íslandi. „Ég hafði komið áður til Íslands og lét mig dreyma um að flytja hingað eftir doktorsnámið. Ég ákvað að freista gæfunnar og starfa sem sjálfboðaliði hér á landi og ljúka doktorsritgerð minni á meðan. Ég valdi sjálfboðaliðasamtökin Seeds. Í umsóknarferlinu var mér sagt að ég myndi í mesta lagi vinna átta tíma á dag í miklum önnum. Mér var líka sagt að reglum samkvæmt myndi ég hafa frítíma og ég gæti unnið að ritgerðinni. Dvölin hér varð hins vegar að algjörri martröð. Ég er enn í töluverðu uppnámi og vil reyna að gleyma þessu öllu saman. Ég ákvað samt að standa á mínu og sækja rétt minn. Ég starfaði í fjóra mánuði fyrir Seeds á Íslandi og vann oft tíu til tólf tíma á dag. Einn daginn vann ég átján tíma vinnudag. Ég keyrði á milli húsa samtakanna með mat og tók líka við rusli og fór með í Sorpu. Þá fólst starf mitt töluvert í fólksflutningum á milli landshluta. Í einni slíkri ferð keyrði ég á milli landshluta í tólf tíma án nægilegrar hvíldar. Launin eru samkvæmt samningi samtakanna. Ég fékk 70 evrur á mánuði, deildi herbergi í húsi þar sem bjuggu sextán manns og deildu tveimur baðherbergjum, aðeins annað þeirra var með sturtu. En vinnuálagið var langt umfram það sem samningurinn tiltók. Ég vann nokkrum sinnum ellefu daga í röð. Og þurfti þá að vinna á svokölluðum frídögum mínum fyrir formann samtakanna. Ég var gjörsamlega úrvinda. Ég keyrði sjálfboðaliða á milli staða daglega og fannst bílarnir í slæmu standi. Ótryggir. Í eitt skiptið var ég að keyra niður bratta brekku á Suðurlandi með fullan bíl af fólki. Ég var ekki viss um að bremsan virkaði almennilega og fylltist ofsahræðslu. Þetta var oft skelfilegt. Í einni vinnulotunni starfaði ég meira en 50 klukkustundir á fjórum dögum. Ég keyrði fólk á milli staða án þess að vera með réttindi til þess eða þjálfun,“ segir hann. Tiago segist hafa kvartað nokkrum sinnum yfir óboðlegum og ótryggum aðstæðum. „Ég held það hafi verið þrisvar sem ég kvartaði. Í öll skiptin var mér sagt að þá gæti ég bara farið. En það er ekki svo einfalt, ég var ótryggður og í vondri stöðu. Á endanum var ég rekinn og því borið við að ég væri ómögulegur í samskiptum. Erfiður. Ég endaði á því að borga flugfarið mitt sjálfur frá Íslandi en áður en ég fór þá sagði ég sögu mína lögreglu, starfsfólki á Vinnumálastofnun og lögfræðingum. Á fundum mínum með lögreglunni var mér sagt að vera hugrakkur, samningurinn við samtökin væri ólöglegur. Ég gaf þeim GPS-hnit um þá staði þar sem sjálfboðaliðar vinna fyrir samtökin og nákvæma skýrslu um störf mín, vinnutíma og samskipti við stjórnendur,“ segir Tiago sem segir lögregluna að endingu hafa ákveðið að kæra ekki samtökin heldur vísað málinu áfram til stéttarfélagsins. „Það mál er verið að leiða til lykta núna. Ég var óviðbúinn því að svona gæti gerst á Íslandi. Landi sem stendur framarlega hvað varðar mannréttindi fólks og samfélagsábyrgð. Ég trúði því líka að ég væri kominn til starfa fyrir gott málefni, góð samtök sem ég gæti verið stoltur af að vinna fyrir. Ég hélt ég kæmi aftur til Portúgal víðsýnni og einu ævintýrinu ríkari. Það er ekki reyndin. Mér hefur liðið ömurlega. Ég skammast mín fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum og hef verið kvíðinn og þunglyndur.“Sjálfboðaliðasamtökin Seeds hafa unnið fjölmörg samfélagsleg verkefni sem hafa vakið eftirtekt og verið til gagns.Um SeedsSeeds eru íslensk sjálfboðaliðasamtök, óháð stjórnvöldum og rekin án hagnaðarsjónarmiðs. Þau bjóða ungu fólki frá hinum ýmsu Evrópulöndum að koma og vinna á Íslandi gegn því að fá fæði og húsnæði. Með þessum hætti leitast Seeds við að stuðla að mismunandi menningu, sameiginlegum skilningi og verndun umhverfisins. Sjálfboðaliðasamtökin hafa unnið að fjölda verkefna sem snúa að umhverfisvernd á Íslandi. Haft var samband við formann Seeds á Íslandi, Oscar Uscategui. Hann vill ekki tjá sig um málið á meðan það er í vinnslu og segist enn fremur ekki vilja skaða samskipti á milli samtakanna og Eflingar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi vegna starfa Tiago Quintanihla, doktorsnema frá Portúgal, fyrir samtökin á síðasta ári. Tiago leitaði aðstoðar hjá Vinnumálastofnun, lögreglu og lögfræðingum stéttarfélaga vegna óásættanlegs vinnuálags og ótryggra aðstæðna við akstur fyrir samtökin. Stéttarfélög landsins hafa ítrekað að sjálfboðaliðastörf geti ekki verið við efnahagslega starfsemi sem er í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi. Það feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Afstaða Eflingar er skýr hvað þetta varðar. Störf Tiago feli í sér undirboð á vinnumarkaði. Að auki geti sjálfboðavinna ekki falið í sér akstur, hvort sem um er að ræða fólksflutninga eða akstur á vörum á milli staða. „Nú er verið að vinna stefnugerðina og málið fer í innheimtu hjá lögmönnum félagsins,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar, og staðfestir að upphæðin sé tvær milljónir króna. Samtökin hafi boðið Tiago tvö hundruð þúsund krónur eftir að málið kom á borð Eflingar. Því boði hafi hann hafnað. Tiago starfaði við akstur. „Hann greindi frá því að hann hefði gegnt starfi sendibílstjóra og hópferðabílstjóra í sjálfboðavinnu. Hann hafi verið sendur með vörur og flutti fólk á milli landshluta,“ segir Ingólfur Björgvin Jónsson sem tók við máli hans hjá Eflingu og tekur fram að laun og önnur starfskjör slíkra starfa skuli ávallt vera samkvæmt lágmarkskjörum viðkomandi starfsgreinar. Störf sjálfboðaliða megi ekki fela í sér undirboð á vinnumarkaði.Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS.Stéttarfélögin hafa áhyggjur af störfum sjálfboðaliða á landinu. „Stéttarfélögin hafa stöðugar áhyggjur af þessu og það er einmitt þess vegna sem við höfum undirritað samninga bæði við SA og Bændasamtökin um hvað felst í sjálfboðavinnu og þá helst hvað má ekki vinna í sjálfboðastörfum. Það eru alltaf einhver mál í gangi,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. Hún ítrekar að það þurfi að gera skýran greinarmun á sjálfboðaliðastörfum í efnahagslegri starfsemi annars vegar og sjálfboðaliðum í samfélagslegri vinnu hins vegar.Tiago, doktorsnemi frá Portúgal.Tiago er staddur í Portúgal og glímir enn við eftirköst dvalarinnar á Íslandi. „Ég hafði komið áður til Íslands og lét mig dreyma um að flytja hingað eftir doktorsnámið. Ég ákvað að freista gæfunnar og starfa sem sjálfboðaliði hér á landi og ljúka doktorsritgerð minni á meðan. Ég valdi sjálfboðaliðasamtökin Seeds. Í umsóknarferlinu var mér sagt að ég myndi í mesta lagi vinna átta tíma á dag í miklum önnum. Mér var líka sagt að reglum samkvæmt myndi ég hafa frítíma og ég gæti unnið að ritgerðinni. Dvölin hér varð hins vegar að algjörri martröð. Ég er enn í töluverðu uppnámi og vil reyna að gleyma þessu öllu saman. Ég ákvað samt að standa á mínu og sækja rétt minn. Ég starfaði í fjóra mánuði fyrir Seeds á Íslandi og vann oft tíu til tólf tíma á dag. Einn daginn vann ég átján tíma vinnudag. Ég keyrði á milli húsa samtakanna með mat og tók líka við rusli og fór með í Sorpu. Þá fólst starf mitt töluvert í fólksflutningum á milli landshluta. Í einni slíkri ferð keyrði ég á milli landshluta í tólf tíma án nægilegrar hvíldar. Launin eru samkvæmt samningi samtakanna. Ég fékk 70 evrur á mánuði, deildi herbergi í húsi þar sem bjuggu sextán manns og deildu tveimur baðherbergjum, aðeins annað þeirra var með sturtu. En vinnuálagið var langt umfram það sem samningurinn tiltók. Ég vann nokkrum sinnum ellefu daga í röð. Og þurfti þá að vinna á svokölluðum frídögum mínum fyrir formann samtakanna. Ég var gjörsamlega úrvinda. Ég keyrði sjálfboðaliða á milli staða daglega og fannst bílarnir í slæmu standi. Ótryggir. Í eitt skiptið var ég að keyra niður bratta brekku á Suðurlandi með fullan bíl af fólki. Ég var ekki viss um að bremsan virkaði almennilega og fylltist ofsahræðslu. Þetta var oft skelfilegt. Í einni vinnulotunni starfaði ég meira en 50 klukkustundir á fjórum dögum. Ég keyrði fólk á milli staða án þess að vera með réttindi til þess eða þjálfun,“ segir hann. Tiago segist hafa kvartað nokkrum sinnum yfir óboðlegum og ótryggum aðstæðum. „Ég held það hafi verið þrisvar sem ég kvartaði. Í öll skiptin var mér sagt að þá gæti ég bara farið. En það er ekki svo einfalt, ég var ótryggður og í vondri stöðu. Á endanum var ég rekinn og því borið við að ég væri ómögulegur í samskiptum. Erfiður. Ég endaði á því að borga flugfarið mitt sjálfur frá Íslandi en áður en ég fór þá sagði ég sögu mína lögreglu, starfsfólki á Vinnumálastofnun og lögfræðingum. Á fundum mínum með lögreglunni var mér sagt að vera hugrakkur, samningurinn við samtökin væri ólöglegur. Ég gaf þeim GPS-hnit um þá staði þar sem sjálfboðaliðar vinna fyrir samtökin og nákvæma skýrslu um störf mín, vinnutíma og samskipti við stjórnendur,“ segir Tiago sem segir lögregluna að endingu hafa ákveðið að kæra ekki samtökin heldur vísað málinu áfram til stéttarfélagsins. „Það mál er verið að leiða til lykta núna. Ég var óviðbúinn því að svona gæti gerst á Íslandi. Landi sem stendur framarlega hvað varðar mannréttindi fólks og samfélagsábyrgð. Ég trúði því líka að ég væri kominn til starfa fyrir gott málefni, góð samtök sem ég gæti verið stoltur af að vinna fyrir. Ég hélt ég kæmi aftur til Portúgal víðsýnni og einu ævintýrinu ríkari. Það er ekki reyndin. Mér hefur liðið ömurlega. Ég skammast mín fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum og hef verið kvíðinn og þunglyndur.“Sjálfboðaliðasamtökin Seeds hafa unnið fjölmörg samfélagsleg verkefni sem hafa vakið eftirtekt og verið til gagns.Um SeedsSeeds eru íslensk sjálfboðaliðasamtök, óháð stjórnvöldum og rekin án hagnaðarsjónarmiðs. Þau bjóða ungu fólki frá hinum ýmsu Evrópulöndum að koma og vinna á Íslandi gegn því að fá fæði og húsnæði. Með þessum hætti leitast Seeds við að stuðla að mismunandi menningu, sameiginlegum skilningi og verndun umhverfisins. Sjálfboðaliðasamtökin hafa unnið að fjölda verkefna sem snúa að umhverfisvernd á Íslandi. Haft var samband við formann Seeds á Íslandi, Oscar Uscategui. Hann vill ekki tjá sig um málið á meðan það er í vinnslu og segist enn fremur ekki vilja skaða samskipti á milli samtakanna og Eflingar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira