Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:00 Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims. Áætlunin tekur til áranna 2018 til 2022 en fyrstu áfangar koma til skoðunar á þessu ári. Stofnað verður nýtt þverfaglegt meistaranám í máltækni innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á næsta ári. Þá verður sett á fót miðstöð máltækniáætlunar sem á að tryggja framgang verkefnisins. Kjarnaverkefnin taka á tali, hlustun og textun. „Þannig að það verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku," segir Anna Björk Nikulásdóttir, einn skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við HR. Fyrstu nothæfu lausnirnar ættu að verða til innan tveggja ára og eiga þær að nýtast til að einfalda líf Íslendinga, á íslensku. „Þetta gæti verið í sjálfvirkri símsvörun, í sjálfvirkum þýðingum, það væri hægt að þýða skjátexta í sjónvarpi sjálfvirkt og í ýmis kennsluforrit," segir Anna. Úrval lausna veltur hins vegar fyrirtækjum landsins en til þess að hvetja nýsköpun áfram verður stofnaður samkeppnissjóður. „Hluti framlagsins mun koma frá ríkinu sem mun snúast um að byggja upp innviði um máltækniþróun á Íslandi en hluti mun koma beint frá fyrirtækjum gegn mótframlögum frá ríkinu í gegnum samkeppnissjóði," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Að sögn menntamálaráðherra gera tillögurnar ráð fyrir að 2,3 milljörðum króna verði varið í máltækni á næstu fimm árum. Hann segir brýnt að vanda vel til verka. Stafræna hættan sé raunveruleg. „Það var gerð úttekt árið 2012 á 30 tungumálum í Evrópu og þar af var 21 þeirra metið í hættu af stafrænum dauða og þar á meðal var íslenskan," segir Kristján Þór Júlísson, menntamálaráðherra. Vigdís Finnbogadóttir segist ánægð með að íslenska tungan sé komin í þennan farveg. „Fyrst og fremst held ég að allt sem við gerum til að gefa tungunni gott líf í framtíðinni sé jákvætt og af hinu góða. Það verður að varðveita þessa tungu. Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum. Við erum þessi tunga og tungan er við," segir Vigdís. Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims. Áætlunin tekur til áranna 2018 til 2022 en fyrstu áfangar koma til skoðunar á þessu ári. Stofnað verður nýtt þverfaglegt meistaranám í máltækni innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á næsta ári. Þá verður sett á fót miðstöð máltækniáætlunar sem á að tryggja framgang verkefnisins. Kjarnaverkefnin taka á tali, hlustun og textun. „Þannig að það verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku," segir Anna Björk Nikulásdóttir, einn skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við HR. Fyrstu nothæfu lausnirnar ættu að verða til innan tveggja ára og eiga þær að nýtast til að einfalda líf Íslendinga, á íslensku. „Þetta gæti verið í sjálfvirkri símsvörun, í sjálfvirkum þýðingum, það væri hægt að þýða skjátexta í sjónvarpi sjálfvirkt og í ýmis kennsluforrit," segir Anna. Úrval lausna veltur hins vegar fyrirtækjum landsins en til þess að hvetja nýsköpun áfram verður stofnaður samkeppnissjóður. „Hluti framlagsins mun koma frá ríkinu sem mun snúast um að byggja upp innviði um máltækniþróun á Íslandi en hluti mun koma beint frá fyrirtækjum gegn mótframlögum frá ríkinu í gegnum samkeppnissjóði," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Að sögn menntamálaráðherra gera tillögurnar ráð fyrir að 2,3 milljörðum króna verði varið í máltækni á næstu fimm árum. Hann segir brýnt að vanda vel til verka. Stafræna hættan sé raunveruleg. „Það var gerð úttekt árið 2012 á 30 tungumálum í Evrópu og þar af var 21 þeirra metið í hættu af stafrænum dauða og þar á meðal var íslenskan," segir Kristján Þór Júlísson, menntamálaráðherra. Vigdís Finnbogadóttir segist ánægð með að íslenska tungan sé komin í þennan farveg. „Fyrst og fremst held ég að allt sem við gerum til að gefa tungunni gott líf í framtíðinni sé jákvætt og af hinu góða. Það verður að varðveita þessa tungu. Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum. Við erum þessi tunga og tungan er við," segir Vigdís.
Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00
Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45
Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30