Fótbolti

Hjartaknúsari heimsótti heimavöll Evrópumeistaranna | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Richard Gere er sennilega þekktastur fyrir leik sinn í Pretty Woman.
Richard Gere er sennilega þekktastur fyrir leik sinn í Pretty Woman. vísir/getty
Stórstjörnurnar í Hollywood hafa síðustu daga heimsótt heimavelli erkifjendanna Atlético og Real Madrid.

Fyrir nokkrum dögum fór Tom Cruise í skoðunarferð um Wanda Metropolatino, nýjan heimavöll Atlético Madrid sem er í smíðum. Saúl Níguez, leikmaður Atlético, og Enrico Cerezo, forseti félagsins, sýndu Cruise nýja völlinn.

Í dag skoðaði Richard Gere sig svo um á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid.

Gere er staddur í Madríd vegna frumsýningar á nýjustu kvikmynd hans, Norman: The Moderate Rise and Tragic Fall of a New York Fixer, og notaði tækifærið til að skoða heimavöll Spánar- og Evrópumeistaranna.

Gere stillti sér upp með Evrópubikurunum 11 sem Real Madrid hefur unnið, kíkti inn í búningsklefa Cristianos Ronaldo og félaga og fræddist um sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×