Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen á leið til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í liðinni viku. Þar gerði hún grein fyrir vali sínu. vísir/anton brink Tveir umsækjendur, sem metnir voru meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt en hlutu ekki náð fyrir augum dómsmálaráðherra, íhuga nú réttarstöðu sína. Sá þriðji hefur nú þegar tekið ákvörðun um að stefna ráðherra og íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Í fyrradag samþykkti Alþingi tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan fimmtán dómara í embætti við Landsrétt. Tillagan var umdeild en ráðherrann vék í fjórum tilvikum frá tillögu matsnefndar um hæfni dómara. Jóhannes Rúnar Jóhannesson sést hér lengst til vinstri. VÍSIR/GVA „Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson. Hann hefur þegar tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna málsins en hann telur ráðherra hafa brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins og gegn ákvæðum jafnréttislaga. „Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. „Hvað mig varðar þá er ég að íhuga næstu skref og stöðuna,“ segir Jón Höskuldsson héraðsdómari. Að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig frekar um málið. Jón sendi inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar meðan málið var í vinnslu hjá nefndinni. Þar segir hann að meðferð ráðherra sé aðfinnsluverð og að niðurstaða hennar sé á skjön við eigin málflutning. Bendir hann í því samhengi á að sjálfur hafi hann verið metinn hæfari en fjórir héraðsdómarar sem ráðherra ákvað að skipa í Landsrétt. „Ég er að íhuga réttarstöðu mína sem stendur og það skýrist á næstu dögum hvað ég mun gera,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið en að hann óski þeim sem hlutu skipun, og réttinum í heild, velfarnaðar. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins segir Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, að hann óski Landsrétti og dómurunum velfarnaðar í starfi. Hann tjái sig ekki að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Tveir umsækjendur, sem metnir voru meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt en hlutu ekki náð fyrir augum dómsmálaráðherra, íhuga nú réttarstöðu sína. Sá þriðji hefur nú þegar tekið ákvörðun um að stefna ráðherra og íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Í fyrradag samþykkti Alþingi tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan fimmtán dómara í embætti við Landsrétt. Tillagan var umdeild en ráðherrann vék í fjórum tilvikum frá tillögu matsnefndar um hæfni dómara. Jóhannes Rúnar Jóhannesson sést hér lengst til vinstri. VÍSIR/GVA „Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson. Hann hefur þegar tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna málsins en hann telur ráðherra hafa brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins og gegn ákvæðum jafnréttislaga. „Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. „Hvað mig varðar þá er ég að íhuga næstu skref og stöðuna,“ segir Jón Höskuldsson héraðsdómari. Að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig frekar um málið. Jón sendi inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar meðan málið var í vinnslu hjá nefndinni. Þar segir hann að meðferð ráðherra sé aðfinnsluverð og að niðurstaða hennar sé á skjön við eigin málflutning. Bendir hann í því samhengi á að sjálfur hafi hann verið metinn hæfari en fjórir héraðsdómarar sem ráðherra ákvað að skipa í Landsrétt. „Ég er að íhuga réttarstöðu mína sem stendur og það skýrist á næstu dögum hvað ég mun gera,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið en að hann óski þeim sem hlutu skipun, og réttinum í heild, velfarnaðar. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins segir Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, að hann óski Landsrétti og dómurunum velfarnaðar í starfi. Hann tjái sig ekki að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15