Vikar og Ragnhildur stóðu uppi sem sigurvegarar á Símamótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2017 18:38 Vikar og Ragnhildur, sigurvegarar á Símamótinu. mynd/seth@golf.is Vikar Jónassson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR hrósuðu sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þetta er fyrsti sigur hins tvítuga Vikars á mótaröð þeirra bestu en þriðji sigur Ragnhildar sem er 19 ára gömul. Mótið var það fjórða af alls átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2016-17. Mikil spenna var í karlaflokknum fyrir lokahringinn þar sem Vikar tryggði sér sigurinn með fugli á lokaholunni. Vikar lenti í glompu við 18. flötina í öðru högginu en holan er par fimm. Hann sló glæsilegt högg úr glompunni og setti síðan niður um tveggja metra pútt fyrir sigrinum en hann lék lokahringinn á 70 höggum eða -1. Hákon Örn Magnússon úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn. Hann lék á +2 í dag og var einu höggi á eftir Vikari. Kristján Þór Einarsson úr GM og Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG deildu þriðja sætinuá -3 samtals. „Ég hef æft mikið undanfarin misseri og þá sérstaklega púttin. Það hefur skilað árangri og ég er mjög ánægður að hafa brotið ísinn og sigrað í fyrsta sinn á ferlinum. Mér leið vel á hringnum í dag og sérstaklega eftir að Birgir Björn Magnússon félagi minn úr Keili gerðist aðstoðarmaður minn eftir að hann hafði lokið leik. Þá varð andrúmsloftið létt og skemmtilegt - og mér leið vel í dag,“ sagði Vikar Jónasson eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Fannar Ingi Steingrímsson, Kristján Þór Einarsson, Vikar Jónasson og Hákon Örn Magnússon.mynd/seth@golf.isRagnhildur Kristinsdóttir var tveimur höggum á eftir Sögu Traustadóttur liðsfélaga sínum úr GR fyrir lokahringinn. Ragnhildur sýndi styrk sinn þegar mest á reyndi og lék á einu höggi undir pari og sigraði með fjögurra högga mun. Þetta er þriðji sigur Ragnhildar á Eimskipsmótaröðinni. „Ég hrökk í gang í gær á öðrum keppnisdeginum þegar ég fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Það breytti miklu fyrir sjálfstraustið og ég var ákveðinn í því að sigra þegar ég mætti í dag á teig,“ sagði Ragnhildur eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Hulda Clara Gestsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir.mynd/seth@golf.isLokastaðan í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK (68-69-70) 207 högg -6 2. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70-73) 208 högg -5 3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76-67) 210 högg -3 3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71-68) 210 högg -3 5. Henning Darri Þórðarson, GK (71-71-69) 211 högg -2 6. Hlynur Bergsson, GKG (70-72-70) 212 högg -1 7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68-71) 213 högg par 8.-10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73-71) 214 högg +1 8.-10. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-69-71) 214 högg +1 8.-10. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71-72) 214 högg +1Lokastaðan í kvennaflokki:1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73-70) 219 högg +6 2. Saga Traustadóttir, GR (74-73-76) 223 högg +10 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75-76) 225 högg +12 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77-78) 227 högg +14 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78-76) 230 högg +17 Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Vikar Jónassson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR hrósuðu sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þetta er fyrsti sigur hins tvítuga Vikars á mótaröð þeirra bestu en þriðji sigur Ragnhildar sem er 19 ára gömul. Mótið var það fjórða af alls átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2016-17. Mikil spenna var í karlaflokknum fyrir lokahringinn þar sem Vikar tryggði sér sigurinn með fugli á lokaholunni. Vikar lenti í glompu við 18. flötina í öðru högginu en holan er par fimm. Hann sló glæsilegt högg úr glompunni og setti síðan niður um tveggja metra pútt fyrir sigrinum en hann lék lokahringinn á 70 höggum eða -1. Hákon Örn Magnússon úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn. Hann lék á +2 í dag og var einu höggi á eftir Vikari. Kristján Þór Einarsson úr GM og Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG deildu þriðja sætinuá -3 samtals. „Ég hef æft mikið undanfarin misseri og þá sérstaklega púttin. Það hefur skilað árangri og ég er mjög ánægður að hafa brotið ísinn og sigrað í fyrsta sinn á ferlinum. Mér leið vel á hringnum í dag og sérstaklega eftir að Birgir Björn Magnússon félagi minn úr Keili gerðist aðstoðarmaður minn eftir að hann hafði lokið leik. Þá varð andrúmsloftið létt og skemmtilegt - og mér leið vel í dag,“ sagði Vikar Jónasson eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Fannar Ingi Steingrímsson, Kristján Þór Einarsson, Vikar Jónasson og Hákon Örn Magnússon.mynd/seth@golf.isRagnhildur Kristinsdóttir var tveimur höggum á eftir Sögu Traustadóttur liðsfélaga sínum úr GR fyrir lokahringinn. Ragnhildur sýndi styrk sinn þegar mest á reyndi og lék á einu höggi undir pari og sigraði með fjögurra högga mun. Þetta er þriðji sigur Ragnhildar á Eimskipsmótaröðinni. „Ég hrökk í gang í gær á öðrum keppnisdeginum þegar ég fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Það breytti miklu fyrir sjálfstraustið og ég var ákveðinn í því að sigra þegar ég mætti í dag á teig,“ sagði Ragnhildur eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Hulda Clara Gestsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir.mynd/seth@golf.isLokastaðan í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK (68-69-70) 207 högg -6 2. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70-73) 208 högg -5 3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76-67) 210 högg -3 3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71-68) 210 högg -3 5. Henning Darri Þórðarson, GK (71-71-69) 211 högg -2 6. Hlynur Bergsson, GKG (70-72-70) 212 högg -1 7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68-71) 213 högg par 8.-10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73-71) 214 högg +1 8.-10. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-69-71) 214 högg +1 8.-10. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71-72) 214 högg +1Lokastaðan í kvennaflokki:1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73-70) 219 högg +6 2. Saga Traustadóttir, GR (74-73-76) 223 högg +10 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75-76) 225 högg +12 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77-78) 227 högg +14 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78-76) 230 högg +17
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira