Ofurjeppamaður fordæmir akstursbann og spáir öngþveiti í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Kristján. G. Kristjánsson mun ekki geta sótt farþega á Hótel Borg eftir næstu mánaðamót. vísir/eyþór „Menn verða að ákveða sig, vilja þeir fá túristana í bæinn eða vilja þeir ekki fá túristana í bæinn?“ segir Kristján G. Kristjánsson, stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, og annar eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Mountain Taxi. Um næstu mánaðamót mun bann við akstri stórra hópferðabíla í miðbæ Reykjavíkur ná yfir stærra svæði en áður og þá til allra ökutækja sem eru með hópferðaleyfi. Þar undir falla allir jeppar sem ferðaþjónustufyrirtæki nota í hálendisferðir. Þessar ferðir hafa verið seldar undir þeim formerkjum að fólk sé sótt á gististað. Sumt af því eigi erfitt með gang. „Ekkert sem heitir fólksflutningatæki mun fá að fara að hótelum á þessum svæðum, nema leigubílar,“ segir Kristján sem undirstrikar að margir jeppanna sem um sé að ræða taki ekki fleiri farþega en leigubílar og jafnvel færri. Bannið mun að sögn Kristjáns auka umferð í miðbænum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustufyrirtækin og hótelreksturinn sömuleiðis. „Við höfum talað um að það þurfi að senda fólksbíla eftir fólkinu í staðinn. Og nú þegar er byrjað að nota stóra sendibíla fyrir töskur,“ segir Kristján sem telur greinilegt að málin hafi ekki verið hugsuð til enda. „Þetta á eftir að auka endalausa traffík af gangandi fólki dragandi töskur á öllum tímum sólarhrings. Það verður mikla meira kaos og miklu meira ónæði en nú er,“ segir Kristján og minnir á að Reykjavík sé ekki á Spáni. „Maður sér fyrir sér fólk, hundruðum saman, dragandi á eftir sér töskur í blindbyl um miðjan vetur til að verða sótt á safnstæði. Það verður alger ringulreið og hrun síðan þegar fólk neitar að vera á þessum hótelum. Þetta er alveg galið.“ Kristján gagnrýnir að borgin hafi ekki ráðfært sig við þá sem séu í þessum rekstri til að ná sátt um málin. Borgarkerfið sé andsnúið jeppafyrirtækjunum og fulltrúar FETAR hafi mætt þar „fordómum, hroka, frekju og dónaskap“ þegar reynt hafi verið að koma ábendingum á framfæri. Kristján segir að ef lúxusjeppafyrirtækin geti ekki sótt fólk á gististað verði þau að beina öllum sínum viðskiptum á gististaði utan bannsvæðanna. Það muni allar ferðaskrifstofur gera í framtíðinni. Ferðaskrifstofur erlendis séu þegar byrjaðar að nota önnur hótel. „Þá verða byggð hótel í útjöðrunum og menn missa þetta þangað.“ Sjálfur kveðst Kristján hafa verið í ferðaþjónustu í 22 ár og séð Reykjavík þróast með atvinnugreininni. „Borgin er höfn fyrir ævintýramennsku út á land og út í náttúruna. Þetta hefur gert það að verkum að borgin hefur blómstrað en allt í einu er fólk sem býr í borginni bandbrjálað yfir því að það er traffík og það er fullt af fólki. Ef fólk upplifir það að þeir sem búa í bænum þoli ekki ferðamenn þá vill það náttúrlega ekkert vera þar,“ segir Kristján G. Kristjánsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Menn verða að ákveða sig, vilja þeir fá túristana í bæinn eða vilja þeir ekki fá túristana í bæinn?“ segir Kristján G. Kristjánsson, stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, og annar eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Mountain Taxi. Um næstu mánaðamót mun bann við akstri stórra hópferðabíla í miðbæ Reykjavíkur ná yfir stærra svæði en áður og þá til allra ökutækja sem eru með hópferðaleyfi. Þar undir falla allir jeppar sem ferðaþjónustufyrirtæki nota í hálendisferðir. Þessar ferðir hafa verið seldar undir þeim formerkjum að fólk sé sótt á gististað. Sumt af því eigi erfitt með gang. „Ekkert sem heitir fólksflutningatæki mun fá að fara að hótelum á þessum svæðum, nema leigubílar,“ segir Kristján sem undirstrikar að margir jeppanna sem um sé að ræða taki ekki fleiri farþega en leigubílar og jafnvel færri. Bannið mun að sögn Kristjáns auka umferð í miðbænum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustufyrirtækin og hótelreksturinn sömuleiðis. „Við höfum talað um að það þurfi að senda fólksbíla eftir fólkinu í staðinn. Og nú þegar er byrjað að nota stóra sendibíla fyrir töskur,“ segir Kristján sem telur greinilegt að málin hafi ekki verið hugsuð til enda. „Þetta á eftir að auka endalausa traffík af gangandi fólki dragandi töskur á öllum tímum sólarhrings. Það verður mikla meira kaos og miklu meira ónæði en nú er,“ segir Kristján og minnir á að Reykjavík sé ekki á Spáni. „Maður sér fyrir sér fólk, hundruðum saman, dragandi á eftir sér töskur í blindbyl um miðjan vetur til að verða sótt á safnstæði. Það verður alger ringulreið og hrun síðan þegar fólk neitar að vera á þessum hótelum. Þetta er alveg galið.“ Kristján gagnrýnir að borgin hafi ekki ráðfært sig við þá sem séu í þessum rekstri til að ná sátt um málin. Borgarkerfið sé andsnúið jeppafyrirtækjunum og fulltrúar FETAR hafi mætt þar „fordómum, hroka, frekju og dónaskap“ þegar reynt hafi verið að koma ábendingum á framfæri. Kristján segir að ef lúxusjeppafyrirtækin geti ekki sótt fólk á gististað verði þau að beina öllum sínum viðskiptum á gististaði utan bannsvæðanna. Það muni allar ferðaskrifstofur gera í framtíðinni. Ferðaskrifstofur erlendis séu þegar byrjaðar að nota önnur hótel. „Þá verða byggð hótel í útjöðrunum og menn missa þetta þangað.“ Sjálfur kveðst Kristján hafa verið í ferðaþjónustu í 22 ár og séð Reykjavík þróast með atvinnugreininni. „Borgin er höfn fyrir ævintýramennsku út á land og út í náttúruna. Þetta hefur gert það að verkum að borgin hefur blómstrað en allt í einu er fólk sem býr í borginni bandbrjálað yfir því að það er traffík og það er fullt af fólki. Ef fólk upplifir það að þeir sem búa í bænum þoli ekki ferðamenn þá vill það náttúrlega ekkert vera þar,“ segir Kristján G. Kristjánsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira