Sigurvin Ólafsson nýr ritstjóri DV Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 14:58 Sigurvin er reynslulítill á sviði blaðamennsku en hann lítur til þess að sér við hlið hefur hann reynsluboltann, landsliðsmanninn, Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Sigurvin Ólafsson fyrrverandi knattspyrnukappi úr Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri DV hefur tekið við sem ritstjóri blaðsins og tekur sér sæti sem slíkur við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Sigurvin, sem er lögfræðingur, hefur litla sem enga reynslu sem blaðamaður en hefur þó skrifað pistla sem birst hafa á Pressan.is. Honum líst vel á þessa nýju áskorun og segir í samtali við Vísi að hann hafi ekkert spáð í það sérstaklega hvernig honum verði tekið, reynslulausum sem slíkum, í stétt blaðamanna og meinhornanna sem þar leynast. „Ég ætla nú ekki að vera neitt sérstaklega áberandi. Ég er aðallega að fara að hjálpa til,“ segir Sigurvin.Gullmolar í textagerð leynast í stétt lögmanna DV, þetta fornfræga blað, hefur líkt og svo margir aðrir á fjölmiðlamarkaði, þurft að rifa seglin, fækka útgáfudögum og er nú orðið helgarblað sem kemur út einu sinni í viku, eða á föstudögum. Auk þess er rekinn vefur undir því nafni, sem Kristjón Kormákur stýrir. Ritstjórnina skipa um 12 manns. Sigurvin er lögfræðingur og hefur fengist við skriftir í tengslum við þau störf sín. Blaðamaður Vísis slær því fram að lögfræðingar séu þekktir fyrir hroðvirkni í textagerð en Sigurvin vill ekki fallast á það fortakslaust; það leynist þar gullmolar á milli, í textagerðinni.Kolbrún er landsliðsmaður í blaðamennsku Sigurvin hefur ekki beinharða reynslu af blaðamennsku. „Einhvern tíma var ég fréttamaður á RÚV, í sumarstarfi. Fyrir rúmum tíu árum. Annað er það nú ekki. Svo hef ég verið að vinna í kringum blaðið núna síðustu mánuði.“ Sigurvin þekkir því vel til stöðu mála. Og fer ekki í launkofa með að fjölmiðlarekstur sé erfiður nú um stundir. „Þetta er harður bransi. Og strögl. En hér er baráttuhugur.“ Sigurvin segist ekki vita hvort DV muni taka miklum breytingum með honum á ritstjórastóli. „Ekki eins og ég sé að koma úr öðru ritstjórastarfi. Ég spinn þetta einhvern veginn áfram. Ég á eftir að dýfa mér á kaf í þetta,“ segir Sigurvin. Hann lítur ekki síst til þess að sér við hlið hafi hann Kolbrúnu Bergþórsdóttur, þaulvanan blaðamann og ritstjóra: „Hún er náttúrlega landsliðsmaður. Reynslubolti.“ Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira
Sigurvin Ólafsson fyrrverandi knattspyrnukappi úr Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri DV hefur tekið við sem ritstjóri blaðsins og tekur sér sæti sem slíkur við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Sigurvin, sem er lögfræðingur, hefur litla sem enga reynslu sem blaðamaður en hefur þó skrifað pistla sem birst hafa á Pressan.is. Honum líst vel á þessa nýju áskorun og segir í samtali við Vísi að hann hafi ekkert spáð í það sérstaklega hvernig honum verði tekið, reynslulausum sem slíkum, í stétt blaðamanna og meinhornanna sem þar leynast. „Ég ætla nú ekki að vera neitt sérstaklega áberandi. Ég er aðallega að fara að hjálpa til,“ segir Sigurvin.Gullmolar í textagerð leynast í stétt lögmanna DV, þetta fornfræga blað, hefur líkt og svo margir aðrir á fjölmiðlamarkaði, þurft að rifa seglin, fækka útgáfudögum og er nú orðið helgarblað sem kemur út einu sinni í viku, eða á föstudögum. Auk þess er rekinn vefur undir því nafni, sem Kristjón Kormákur stýrir. Ritstjórnina skipa um 12 manns. Sigurvin er lögfræðingur og hefur fengist við skriftir í tengslum við þau störf sín. Blaðamaður Vísis slær því fram að lögfræðingar séu þekktir fyrir hroðvirkni í textagerð en Sigurvin vill ekki fallast á það fortakslaust; það leynist þar gullmolar á milli, í textagerðinni.Kolbrún er landsliðsmaður í blaðamennsku Sigurvin hefur ekki beinharða reynslu af blaðamennsku. „Einhvern tíma var ég fréttamaður á RÚV, í sumarstarfi. Fyrir rúmum tíu árum. Annað er það nú ekki. Svo hef ég verið að vinna í kringum blaðið núna síðustu mánuði.“ Sigurvin þekkir því vel til stöðu mála. Og fer ekki í launkofa með að fjölmiðlarekstur sé erfiður nú um stundir. „Þetta er harður bransi. Og strögl. En hér er baráttuhugur.“ Sigurvin segist ekki vita hvort DV muni taka miklum breytingum með honum á ritstjórastóli. „Ekki eins og ég sé að koma úr öðru ritstjórastarfi. Ég spinn þetta einhvern veginn áfram. Ég á eftir að dýfa mér á kaf í þetta,“ segir Sigurvin. Hann lítur ekki síst til þess að sér við hlið hafi hann Kolbrúnu Bergþórsdóttur, þaulvanan blaðamann og ritstjóra: „Hún er náttúrlega landsliðsmaður. Reynslubolti.“
Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira