Valdís Þóra um veðurspána fyrir styrktarmótið sitt: Flórída blíða á Flórída Skaganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 14:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir heldur styrktarmót fyrir stig á Garðavelli á laugardaginn kemur en Valdís Þóra er að safna sér inn pening svo hún geti haldið áfram að taka þátt í Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var á dögunum hársbreidd frá því að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið eftir úrtökumót á Englandi. Íslenskur kylfingur hefur aldrei komist inn á risamót í kvenna- eða karlaflokki. Það er ekki öll von úti hjá Valdísi Þóru en hún er fyrsti varamaður til þess að komast inn á mótið sem fram fer í júlí. Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí. Í fyrra komst fyrsti varamaðurinn inn þannig að líkurnar eru ágætar að Valdís Þóra komist inn á risamótið. Valdís Þóra hefur verið að keppa hingað og þangað um heiminn á Evrópumótaröðinni og meðal annars í Ástralíu, Frakklandi og Marokkó. Það kostar sitt og því var ákveðið að halda styrktarmót fyrir hana. Fjölmargir hafa þegar skráð sig á styrktarmótið en Valdís Þóra auglýsir eftir fleirum á fésbókinni enda eru ennþá lausir rástímar. Golfsamband Íslands mun sjá um skráninguna inn á golf.is. Púttmót verður haldið frá 12-16 við golfskálann samhliða styrktarmótinu og þar geta allir tekið þátt, og kostar aðeins 500 krónur að taka þátt í því. Keppnisfyrirkomulagið er betri boltinn með forgjöf. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið. Valdís Þóra mun bjóða upp á glæsilega vinninga á mótinu og þar á meðal er ferðavinningur til Spánar í glæsilega golfferð. „Veðurspáin framundan er sannkölluð Flórída blíða á Flórída Skaganum sól og blíða, 1-3 m/s og gerist varla betra golf veður!,“ segir Valdís Þóra á fésbókarsíðu sinni. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu hennar á öllum vinningnum í mótinu en þetta er langur listi. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir heldur styrktarmót fyrir stig á Garðavelli á laugardaginn kemur en Valdís Þóra er að safna sér inn pening svo hún geti haldið áfram að taka þátt í Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var á dögunum hársbreidd frá því að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið eftir úrtökumót á Englandi. Íslenskur kylfingur hefur aldrei komist inn á risamót í kvenna- eða karlaflokki. Það er ekki öll von úti hjá Valdísi Þóru en hún er fyrsti varamaður til þess að komast inn á mótið sem fram fer í júlí. Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí. Í fyrra komst fyrsti varamaðurinn inn þannig að líkurnar eru ágætar að Valdís Þóra komist inn á risamótið. Valdís Þóra hefur verið að keppa hingað og þangað um heiminn á Evrópumótaröðinni og meðal annars í Ástralíu, Frakklandi og Marokkó. Það kostar sitt og því var ákveðið að halda styrktarmót fyrir hana. Fjölmargir hafa þegar skráð sig á styrktarmótið en Valdís Þóra auglýsir eftir fleirum á fésbókinni enda eru ennþá lausir rástímar. Golfsamband Íslands mun sjá um skráninguna inn á golf.is. Púttmót verður haldið frá 12-16 við golfskálann samhliða styrktarmótinu og þar geta allir tekið þátt, og kostar aðeins 500 krónur að taka þátt í því. Keppnisfyrirkomulagið er betri boltinn með forgjöf. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið. Valdís Þóra mun bjóða upp á glæsilega vinninga á mótinu og þar á meðal er ferðavinningur til Spánar í glæsilega golfferð. „Veðurspáin framundan er sannkölluð Flórída blíða á Flórída Skaganum sól og blíða, 1-3 m/s og gerist varla betra golf veður!,“ segir Valdís Þóra á fésbókarsíðu sinni. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu hennar á öllum vinningnum í mótinu en þetta er langur listi.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira